Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, skoraði glæsilegt mark fyrir lið sitt Everton í kvöld, og jafnaði leikinn, 1-1. Gylfi skaut boltanum viðstöðulaust á lofti af 45 metra færi í boga yfir markmanninn. Markið kom eftir aðeins 12 sekúndur í síðari hálfleik, en staðan í hálfleik var 1-0 fyrir heimamenn í Hajduk Split.
Auglýsing
Fyrri leikurinn fór 2-0 fyrir Everton, og staðan því samanlagt 3-1 fyrir Everton, í undankeppni Evrópudeildarinnar, þegar lítið eitt er eftir af leiknum.
Gylfi varð á dögunum dýrasti leikmaður í sögu Everton þegar hann var keyptu frá Swansea City á 45 milljónir punda, eða sem nemur ríflega sex milljarða króna.
Þetta var fyrsti leikur Gylfa í byrjunarliði Everton, og óhætt að segja hann hafi minnt rækilega á gæði sín með þessu stórglæsilega marki.
Ítarleg úttekt á Everton, og ýmsum tengdum atriðum, má lesa hér.