Púertó Ríkó í algjöru myrkri eftir fellibylinn Maríu

Mikil fellibylahrina hefur gengið yfir Karíbahafið undanfarið og valdið miklum usla. Fellibylurinn María fór þar yfir fyrr í vikunni og heldur áfram að valda miklu tjóni og mannfalli.

Drengur á ferð í Catano í Púertó Ríkó eftir að fellibylurinn María fór fyrir landið.
Drengur á ferð í Catano í Púertó Ríkó eftir að fellibylurinn María fór fyrir landið.
Auglýsing

Raf­magns­leysi var algjört í Púertó Ríkó eftir að felli­byl­ur­inn María fór þar yfir í gær­morg­un. Afleið­ing­arnar eru miklar en hvass­virði og úrkoma hefur valdið gríð­ar­legu tjóni. Óljósar fréttir eru af mann­falli en talið er að í það minnsta 19 hafi lát­ist af völdum felli­byls­ins á eyjum Karí­ba­hafs­ins og margra er enn sakn­að. 

Ríkisstjóri Púertó Ríkó, Ricardo Rossello, gaf út úti­vist­ar­bann sem mun gilda í kvöld og fram á laug­ar­dag­inn. Hann segir felli­byl­inn vera versta óveður sem skolið hefur á í heila öld á svæð­inu en talið er að upp­bygg­ing muni taka marga mán­uði. Ekki liggur enn fyrir nákvæm­lega hver eyði­legg­ingin er en ljóst er að hún er mik­il. Felli­byl­ur­inn nálg­ast nú Turks- og Caicos-eyj­arn­arn­ar.

Kalla eftir hjálp frá alþjóða­sam­fé­lag­inu

Felli­byl­ur­inn fór yfir kar­ab­íska ríkið Dóminíku og olli miklu tjóni og stór­skemmdum seint á mánu­dag­inn síð­ast­lið­inn. Minnst 15 manns lét­ust og 20 er sakn­að. For­sæt­is­ráð­herrann, Roos­evelt Sker­rit, greindi frá því í sjón­varps­við­tali að krafta­verk væri að ekki hafi farið verr og að fleiri hefðu ekki dáið. Frá þessu er greint á BBC

Auglýsing

Eyðilegging í Púertó Ríkó Mynd: EPA

Sker­rit segir að hann hafi aldrei fyrr séð slíka eyði­legg­ingu en fjöldi húsa, heim­ila og skóla hefur verið lagður í rúst. Fjar­skipti eru í ólagi og sam­kvæmt nýj­ustu fréttum er stærsti spít­ali eyj­unnar enn án raf­magns.  Hann segir jafn­framt að nú þurfi eyja­skeggjar á hjálp frá alþjóða­sam­fé­lag­inu að halda. 

Þriðji felli­byl­ur­inn á jafn­mörgum vikum

Fólk hefur verið dug­legt að deila myndum og frá­sögnum á sam­fé­lags­miðlum undir myllu­merk­inu #hurricaneMaria

Tíst frá Púertó Ríkó eftir að fellibylurinn María fór yfir.

Þetta er þriðji kar­ab­íski felli­byl­ur­inn sem skellur á eftir jafn­margar vikur og er María næst­stærstur af þeim. Í byrjun sept­em­ber fór felli­byl­ur­inn Irma yfir svæðið en hægt er að lesa nánar um hann á Kjarn­anum

María fór á fjórða stig yfir skala frá einum og upp í fimm þegar stóð sem hæst. Mikil flóð hafa orð­ið, tré rifnað upp með rótum og meira en 10.000 manns leitað skjóls Púertó Ríkó í sér­stökum skýlum á mið­viku­dags­kvöld­ið. Þetta er stærsti felli­byl­ur­inn til að fara yfir banda­ríska jörð í um 90 ár. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjöldi flugfarþega í júlí dróst saman um 85 prósent milli ára
Í júlí fóru tæplega 132 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll. Fjöldi farþega hefur aukist umtalsvert frá fyrri mánuðum en er engu að síður einungis brot af því sem hann var í sama mánuði í fyrra.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Einn á tvítugsaldri lagður inn á Landspítala
Einstaklingur á tvítugsaldri hefur verið lagður inn á sjúkrahús með COVID-19 smit. Sóttvarnalæknir segir til skoðunar að taka upp eins metra reglu á ákveðnum stöðum í stað tveggja metra reglu og opnar á að íþróttir með snertingu verði leyfðar á ný.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Krítískur tími í Evrópu – kúrfan sveigist upp á ný
Hvert sem litið er í Evrópu er staðan nánast sú sama: Tilfellum af COVID-19 hefur fjölgað síðustu vikur. Ríkin hafa sum hver gripið til staðbundnari takmarkana en í vetur í von um að þurfa ekki að skella í lás að nýju.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Tvö ný innanlandssmit og tveir á sjúkrahúsi með COVID-19
Tvö ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Eitt virkt smit greindist við landamærin. 114 manns eru með COVID-19 og í einangrun og tveir liggja á sjúkrahúsi.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Auður Jónsdóttir
Ástin á tímum COVID-19
Kjarninn 10. ágúst 2020
Hægir á verðhækkunum fasteigna um land allt
Verðhækkanir á fasteignum í stærri þéttbýliskjörnum landsins mælast nú á bilinu núll til tíu prósent milli ára en á síðasta ársfjórðungi mældust hækkanirnar þrjú til 16 prósent milli ára.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. og Gylfi Zoega sjá stöðu mála ekki sömu augum.
Ráðamenn þurfi að sýna ábyrgð gagnvart einu „alvarlegasta vandamáli lýðveldistímans“
Prófessor í hagfræði, sem gagnrýndi frekari opnun landamæra Íslands út frá efnahagslegum rökum fyrir helgi, skrifast í fyrsta sinn á við stjórnmálamann. Hann vonast til þess að þurfa aldrei að gera það aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Stefán Ólafsson
Frjálshyggjumenn vilja frelsi til að smita aðra
Kjarninn 10. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent