Um 90% af þeim 2,26 milljónum Katalóna sem kusu um sjálfstæði sjálfstjórnarhéraðsins,á átakafullum degi þar sem spænska lögreglan beitti ofbeldi og harðræði, sögðu já.
Í yfirlýsingu frá stjórnvöldum í Katalónínu er þetta sögð niðurstaða kosningarinnar, en spænska lögreglan reyndi að loka kjörstöðum vítt og breitt, og beitti kylfum og harðræði. Yfir 800 manns slösuðust í átökum við lögreglu, samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC.
Jordi Turull, talsmaður sjálfstjórnarhéraðsins, sagði að kosningaþátttaka hefði verið 42,3 prósent, sem var meira en búist var við, vegna boðaðra aðgerða lögreglu.
Stjórnvöld í Madríd hafa afneitað kosningunni, og vísa máli sínu til stuðning í dómsniðurstöðu hæstaréttar Spánar.
Carles Puigdemont, forseti Katalóníu, sagði að nú væru málin í höndum Katalóníu, í Barcelona, sem hefðu árlögin í höndum sér. Sjálfstætt ríki Katalóníu væri það sem fólkið vildi.
Puigdemont hefur þegar lýst því yfir að hann sé ánægður með niðurstöðuna, en nefndi einnig að Evrópusambandið gæti ekki „litið undan“. Það yrði að taka mark á niðurstöðunni og vilja fólksins.
Meira en 40 stéttarfélög og hagsmunasamtök starfsfólks hafa boðað verkfall á þriðjudaginn til að mótmæla ofbeldi lögreglu á kjördegi. Eru aðgerðirnar sagðar skammarlegar og smánarblettur í sögu Spánar.