Umdeild þjóðaratkvæðagreiðsla í Katalóníu

Til stendur að þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Katalóníu fari fram 1. október í óþökk spænskra stjórnvalda. Atkvæðagreiðslan brýtur í bága við stjórnarskrá og hefur ríkisstjórn Spánar lýst yfir að hún muni koma í veg fyrir hana.

Katalónía 29.09.2017
Auglýsing

Með því að fram­kvæma þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um sjálf­stæði Kata­lóníu eru stjórn­ar­flokk­arnir tveir í hér­aðs­stjórn­inn­i, Junts pel Sí (JxSí) og Candi­datura d'Unitat Popular (CUP), að efna kosn­inga­lof­orð sitt frá árinu 2015. Carles Puig­demont, hér­aðs­for­seti Kata­lóniu úr JxSí, hefur verið í víga­hug síð­ustu vikur og sér­stak­lega í kjöl­far þjóð­há­tíð­ar­dags Kata­lóníu sem hald­inn er 11. sept­em­ber á ári hverju en hund­ruðir þús­unda gengu úti á göt­um Bar­selóna, höf­uð­borgar Kata­lón­íu, til að setja pressu á rík­is­stjórn spánar í aðdrag­anda þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unn­ar.

Í byrjun sept­em­ber úrskurð­aði stjórn­ar­skrár­dóm­stóll Spánar að þjóð­ar­at­kvæða­greiðslan væri ólög­leg dag­inn eftir að hér­aðs­þing Kata­lóníu sam­þykkti lög­gjöf sem heim­il­aði hana. Stjórn­ar­skrá lands­ins leyfir ekki atkvæða­greiðslu um sjálf­stæði af þessu tagi og hefur for­sæt­is­ráð­herra lands­ins, Mari­ano Rajoy úr hægri­flokkn­um Partido Popular (PP), til­kynnt að rík­is­stjórnin muni reyna að koma í veg fyrir atkvæða­greiðsl­una. Spænska rík­is­stjórnin hef­ur tekið yfir fjár­stjórn Ka­ta­lón­íu, skipað þús­undum lög­reglu­manna bæði frá Kata­lóníu og öðrum hér­uðum lands­ins að koma í veg fyrir atkvæða­greiðsl­una með eft­ir­liti og með því að eyða kosn­inga­gögnum og loka vef­síðum sem upp­lýsa kjós­endur um atkvæða­greiðsl­una, og gert hús­leit í húsa­kynnum hér­aðs­stjórnar Kata­lóníu og hand­tekið fjórtán starfs­menn henn­ar. Þá hefur rík­is­sak­sókn­ari hafið mála­ferli gegn Puig­demont fyrir mis­notkun á opin­berum fjár­mun­um.

Hvers vegna er kos­ið?

Sam­kvæmt skoð­ana­könn­unum er meiri­hluti Kata­lóna hlynntur því að halda þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­una þó meiri­hluti þeirra styðji ekki endi­lega sjálf­stæði hér­aðs­ins, og hefur fylgi sjálf­stæð­is­sinna dvínað heldur á und­an­förnum miss­er­um.

Auglýsing

Kata­lónía er eitt rík­asta hérað Spánar og hefur það, ásamt Baska­landi, sterk­ari sjálf­stjórn en nokkuð annað hérað á Spáni og jafn­vel þótt víðar væri leit­að. Hér­aðið hefur yfir­um­sjón með mennta-, heil­brig­iðs- og vel­ferð­ar­málum ásamt því að það hefur eigin lög­reglu, eigið þing, hér­aðs­stjórn og dóm­stóla. Hér­aðs­stjórn Kata­lóníu hefur áskilið sér rétt til að krefj­ast sjálfs­á­kvörð­un­ar­réttar og sjálf­stæðis en alþjóða­lög við­ur­kenna ein­ungis þann rétt fyrir svæði sem lúta stjórn nýlendu­valds, hafa orðið fyrir inn­rás eða orðið fyrir alvar­legum brotum á mann­rétt­indum vegna aðgerða stjórn­valda en það krefst mik­ils ímynd­un­arafls til að halda því fram Ka­ta­lónía upp­fylli ein­hverja af þeim kröf­um.

Hins vegar eru margir Kata­lónar ósáttir með það hvernig rík­is­stjórnin í Madríd kemur fram við hér­að­ið. Stjórn­ar­skrár­dóm­stóll Spánar dróg í 2010 til baka ákvöruðun um að skil­greina Kata­lóníu sem þjóð frekar en hérað og veita kata­lónska tungu­mál­inu for­gangs­stöðu og fór það illa í Kata­lóna. Þá jókst óánægja við Madríd í kjöl­far efna­hag­skrepp­unn­ar á Spáni árið 2009 vegna þess að bilið milli þess sem Kata­lónar greiða í skatta og þess sem fjár­fest er í hér­að­inu af rík­inu nemur um 8-10 millj­arða evra á ári. Til­finn­ingin að rík­is­stjórnin í Madríd steli frá Kata­lónum er sterk og algeng en með­al­tekjur á íbúa eru umtals­vert hærri í Kata­lóníu en í land­inu sem heild, eða um 19% þó að þessi munur hefur minnkað úr um 50% í byrjun sjö­unda ára­tug­ar­ins. Rétt­indi Kata­lóna til sjálfs­stjórn­ar voru mjög tak­mörkuð í stjórn­ar­tíð ein­ræð­is­herr­ans Francisco Franco 1936-1975. Þegar lýð­ræði komst á í land­inu eftir dauða Franco end­ur­heimti Kata­lónía mörg af sér­rétt­indum sínum og var hér­að­inu veitt umtals­verð sjálfs­stjórn.

Vafa­samur hljóm­grunnur

Árið 2014 var haldin óbind­andi þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um sjálf­stæði Kata­lóníu þar sem 80% kjós­enda kusu sjálf­stæð­i. ­Sjálf­stæð­is­sinn­ar benda á þá atkvæða­greiðslu sem rétt­læt­ingu til að halda atkvæða­greiðsl­una um helg­ina sem, sam­kvæmt hér­aðs­stjórn­inni, er bind­andi. Hins vegar verður að taka fram að aðeins um 37% kjós­enda tóku þátt í atkvæða­greiðsl­unni árið 2014 og ákv­aðu and­stæð­ingar sjálf­stæð­is­sinn­ana upp til hópa að sitja hjá. Það er ekki ólík­legt að svipað verði uppi á ten­ingnum að þessu sinni en sam­kvæmt reglum hér­aðs­stjórn­ar­inn­ar þarf ein­ungis ein­faldan meiri­hluta óháð kosn­inga­þátt­töku til þess að ráð­ist verði í að lýsa ein­hliða yfir sjálf­stæði.

Það verður óljóst fram á síð­ustu stundu hvernig og hvort atkvæða­greiðslan muni fara fram en lík­legt þykir að sjálf­stæð­is­sinnar „sigri“ í atkvæða­greiðsl­unni eftir því sem margir and­stæð­ing­ar segj­ast ætla að sitja hjá. Þó er nokkurn veg­inn óhætt að segja að nið­ur­staða atkvæða­gr­eðls­unnar muni ekki leiða til sjálf­stæðis Kata­lón­íu, að minnsta kosti ekki um sinn. Atkvæða­greiðslan hefur ekk­ert laga­legt gildi og brýtur á ákvæðum stjórn­ar­skrár­innar auk þess sem það er mjög vafa­samt að krefj­ast ein­ungis ein­falds meiri­hluta óháð kosn­inga­þátt­töku um mál­efni af þessu tagi. 

Nið­ur­staða atkvæða­greiðsl­unnar mun hins vegar að öllum lík­ind­um valda meiri höf­uð­verki en áður fyrir spænsku rík­is­stjórn­ina og gæti haft afdrifa­rík áhrif á stöðu minni­hluta­stjórn­ar Rajoy og hina veiku meiri­hluta­stjórn Puig­demont í Kata­lón­íu. Hvað varðar sjálf­stæði Kata­lóníu til lengri tíma litið er erf­ið­ara að segja til um hvaða áhrif atkvæða­greiðslan mun hafa en hún vekur að minnsta kosti athygli stjórn­valda á óánægju Kata­lóna á stjórn­ar­skrá lands­ins og gæti opnað fyrir umræðu um breyt­ingar á henni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flugvallarstjórn Kastrup braut eigin reglur
Á rúmu ári hafa fjórum sinnum komið upp á Kastrup flugvelli tilvik þar sem öryggi flugvéla, og farþega, hefði getað verið stefnt í voða. Flugvallarstjórninni sem er skylt að loka flugbrautinni samstundis þegar slíkt gerist aðhafðist ekkert.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Vill að verkalýðshreyfingin bjóði fram stjórnmálaafl gegn spillingu
Formaður VR kallar eftir þverpólitísku framboði, sem verkalýðshreyfingin stendur að. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni,“ segir hann í pistli.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar