Milljarðar í húfi fyrir íslenskan fótbolta

Stórleikurinn á morgun gegn Kósóvó getur markað þáttaskil í rekstri knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi.

island-albania_9954390485_o.jpg
Auglýsing

Íslenska karla­lands­liðið í fót­bolta spilar á morgun síð­asta leik sinn í riðla­keppni HM, gegn Kósóvó á Laug­ar­dals­velli, og getur tryggt sér þátt­töku­rétt í úrslita­keppn­inni sem fram fer í Rúss­landi á næsta ári. 

Í sjón­máli er ótrú­legur árangur á einu stærsta sviði íþrótt­anna, og það annað árið í röð, en sem kunn­ugt er komst lands­liðið í loka­keppni EM og náði að kom­ast alla leið í 8 liða úrslit, eftir fræk­inn 2-1 sigur á Englandi í 16 liða úrslit­um.

Árang­ur­inn var mikil lyfti­stöng fyrir rekstur knatt­spyrnu­hreyf­ing­ar­innar (KSÍ). Veltan á síð­asta ári fór úr rúmum millj­arði króna í þrjá millj­arða, og nam rekstr­ar­hagnð­ur­inn 861 millj­ón. Bón­us­greiðslur til leik­manna og þjálf­ara námu 846 millj­ónum og greiðslur til aðild­ar­fé­laga fjór­föld­uð­ust.

Auglýsing

Ef mark­miðið um að kom­ast á HM í Rúss­landi næst, þá opn­ast dyrnar að jafn­vel enn meiri pen­ing­um, en verð­launa­féð hefur verið hækkað um meira en fjórð­ung frá síð­ustu keppni í Bras­ilíu

Fyrir það eitt að ná mark­mið­inu og kom­ast áfram fær lands­liðið sam­tals tólf millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða sem nemur 1,3 millj­örðum króna. Þar af skipt­ast tvær millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða um 210 millj­ónir króna, í und­ir­bún­ings­upp­hæð vegna loka­keppn­inn­ar, og svo fara 10 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða um 1.050 millj­ónir króna, til allra liða fyrir það eitt að vera með í riðla­keppn­inni.

Töl­urnar verða síðan enn hærri, eftir því sem lengra er komið í keppn­inni. Fyrir kom­ast í 16 liða úrslit eru 12 millj­ónir Banda­ríkja­dala, um 1,3 millj­arðar króna, til við­bótar og 18 millj­ónir Banda­ríkja­dala, um tveir millj­arðar króna, fyrir kom­ast í 8 liða úrslit, eins og Ísland gerði í fyrra á EM.

Íslenska lands­liðið hefur örlögin alfarið í hendi sér núna, því ef liðið vinnur leik­inn gegn Kósóvó þá er far­mið­inn gull­tryggður í loka­keppn­ina. Jafn­tefli gæti einnig dugað alla leið, en það fer eftir úrslitum í öðrum leikj­um. Ísland er í efsta sæti rið­ils­ins með 19 stig og Króatar í öðru sæti með 17 stig.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hjördís Björk Hákonardóttir
Málsvörn dómskerfis – sjálfstæði dómstóla og traust til þeirra
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent