Milljarðar í húfi fyrir íslenskan fótbolta

Stórleikurinn á morgun gegn Kósóvó getur markað þáttaskil í rekstri knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi.

island-albania_9954390485_o.jpg
Auglýsing

Íslenska karla­lands­liðið í fót­bolta spilar á morgun síð­asta leik sinn í riðla­keppni HM, gegn Kósóvó á Laug­ar­dals­velli, og getur tryggt sér þátt­töku­rétt í úrslita­keppn­inni sem fram fer í Rúss­landi á næsta ári. 

Í sjón­máli er ótrú­legur árangur á einu stærsta sviði íþrótt­anna, og það annað árið í röð, en sem kunn­ugt er komst lands­liðið í loka­keppni EM og náði að kom­ast alla leið í 8 liða úrslit, eftir fræk­inn 2-1 sigur á Englandi í 16 liða úrslit­um.

Árang­ur­inn var mikil lyfti­stöng fyrir rekstur knatt­spyrnu­hreyf­ing­ar­innar (KSÍ). Veltan á síð­asta ári fór úr rúmum millj­arði króna í þrjá millj­arða, og nam rekstr­ar­hagnð­ur­inn 861 millj­ón. Bón­us­greiðslur til leik­manna og þjálf­ara námu 846 millj­ónum og greiðslur til aðild­ar­fé­laga fjór­föld­uð­ust.

Auglýsing

Ef mark­miðið um að kom­ast á HM í Rúss­landi næst, þá opn­ast dyrnar að jafn­vel enn meiri pen­ing­um, en verð­launa­féð hefur verið hækkað um meira en fjórð­ung frá síð­ustu keppni í Bras­ilíu

Fyrir það eitt að ná mark­mið­inu og kom­ast áfram fær lands­liðið sam­tals tólf millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða sem nemur 1,3 millj­örðum króna. Þar af skipt­ast tvær millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða um 210 millj­ónir króna, í und­ir­bún­ings­upp­hæð vegna loka­keppn­inn­ar, og svo fara 10 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða um 1.050 millj­ónir króna, til allra liða fyrir það eitt að vera með í riðla­keppn­inni.

Töl­urnar verða síðan enn hærri, eftir því sem lengra er komið í keppn­inni. Fyrir kom­ast í 16 liða úrslit eru 12 millj­ónir Banda­ríkja­dala, um 1,3 millj­arðar króna, til við­bótar og 18 millj­ónir Banda­ríkja­dala, um tveir millj­arðar króna, fyrir kom­ast í 8 liða úrslit, eins og Ísland gerði í fyrra á EM.

Íslenska lands­liðið hefur örlögin alfarið í hendi sér núna, því ef liðið vinnur leik­inn gegn Kósóvó þá er far­mið­inn gull­tryggður í loka­keppn­ina. Jafn­tefli gæti einnig dugað alla leið, en það fer eftir úrslitum í öðrum leikj­um. Ísland er í efsta sæti rið­ils­ins með 19 stig og Króatar í öðru sæti með 17 stig.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent