Milljarðar í húfi fyrir íslenskan fótbolta

Stórleikurinn á morgun gegn Kósóvó getur markað þáttaskil í rekstri knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi.

island-albania_9954390485_o.jpg
Auglýsing

Íslenska karla­lands­liðið í fót­bolta spilar á morgun síð­asta leik sinn í riðla­keppni HM, gegn Kósóvó á Laug­ar­dals­velli, og getur tryggt sér þátt­töku­rétt í úrslita­keppn­inni sem fram fer í Rúss­landi á næsta ári. 

Í sjón­máli er ótrú­legur árangur á einu stærsta sviði íþrótt­anna, og það annað árið í röð, en sem kunn­ugt er komst lands­liðið í loka­keppni EM og náði að kom­ast alla leið í 8 liða úrslit, eftir fræk­inn 2-1 sigur á Englandi í 16 liða úrslit­um.

Árang­ur­inn var mikil lyfti­stöng fyrir rekstur knatt­spyrnu­hreyf­ing­ar­innar (KSÍ). Veltan á síð­asta ári fór úr rúmum millj­arði króna í þrjá millj­arða, og nam rekstr­ar­hagnð­ur­inn 861 millj­ón. Bón­us­greiðslur til leik­manna og þjálf­ara námu 846 millj­ónum og greiðslur til aðild­ar­fé­laga fjór­föld­uð­ust.

Auglýsing

Ef mark­miðið um að kom­ast á HM í Rúss­landi næst, þá opn­ast dyrnar að jafn­vel enn meiri pen­ing­um, en verð­launa­féð hefur verið hækkað um meira en fjórð­ung frá síð­ustu keppni í Bras­ilíu

Fyrir það eitt að ná mark­mið­inu og kom­ast áfram fær lands­liðið sam­tals tólf millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða sem nemur 1,3 millj­örðum króna. Þar af skipt­ast tvær millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða um 210 millj­ónir króna, í und­ir­bún­ings­upp­hæð vegna loka­keppn­inn­ar, og svo fara 10 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða um 1.050 millj­ónir króna, til allra liða fyrir það eitt að vera með í riðla­keppn­inni.

Töl­urnar verða síðan enn hærri, eftir því sem lengra er komið í keppn­inni. Fyrir kom­ast í 16 liða úrslit eru 12 millj­ónir Banda­ríkja­dala, um 1,3 millj­arðar króna, til við­bótar og 18 millj­ónir Banda­ríkja­dala, um tveir millj­arðar króna, fyrir kom­ast í 8 liða úrslit, eins og Ísland gerði í fyrra á EM.

Íslenska lands­liðið hefur örlögin alfarið í hendi sér núna, því ef liðið vinnur leik­inn gegn Kósóvó þá er far­mið­inn gull­tryggður í loka­keppn­ina. Jafn­tefli gæti einnig dugað alla leið, en það fer eftir úrslitum í öðrum leikj­um. Ísland er í efsta sæti rið­ils­ins með 19 stig og Króatar í öðru sæti með 17 stig.

Isavia mátti kyrrsetja vél ALC úr flota WOW air
Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu úr héraði, að Isavia hafi verið í fullum rétti að kyrrsetja vél úr flota WOW air.
Kjarninn 24. maí 2019
Magnús Halldórsson
Aðkallandi að hagræða í bankakerfinu
Kjarninn 24. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur hafa áskað grunnskólakennara með slæmum afleiðingum
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið kemur á mánudag klukkan 16
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, verður birt á mánudaginn klukkan 16.
Kjarninn 24. maí 2019
Bann við notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerðarbreytingu sem bannar notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi.
Kjarninn 24. maí 2019
Pottersen
Pottersen
Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað
Kjarninn 24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
Kjarninn 24. maí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað og Game of Thrones Galaxy Fold á leiðinni
Kjarninn 24. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent