Augu íþróttaheimsins á Íslandi

Ísland getur skráð sig í sögubækur fótboltans með sigri á Kósóvó á Laugardalsvelli í kvöld.

Ísland
Auglýsing

Augu íþrótta­heims­ins eru á Íslandi. Íslenska lands­liðið í fót­bolta getur skráð sig í sögu­bæk­urnar með því að tryggja sér þátt­töku­rétt á HM í Rúss­landi, ef lið­inu tekst að vinna Kósóvó á Laug­ar­dals­velli í kvöld. 

Ísland yrði þar með fámenn­asta ríkið í sög­unni til að eiga lands­lið á HM, líkt að það var einnig á EM í fyrra. 

Stemmn­ingin fyrir leiknum er nú þegar orðin raf­mögn­uð, en flautað verður til leiks 18:45. 

Auglýsing

Ísland er með 19 stig í efsta sæti rið­ils­ins, en Króa­tía kemur næst með 17 stig. Sigur tryggir far­seð­il­inn alla leið.

Staðan í riðl­inum hefur verið mikið til umfjöll­unar í erlendum fjöl­miðl­um, en fjöl­margir erlendir fjöl­miðlar hafa nú þegar sent blaða- og fjöl­miðla­fólk á leik­inn til að fylgj­ast með leikn­um. Eins og var til umfjöll­unar á vef Kjarn­ans í gær, er til mik­ils að vinna í pen­ingum mælt. Ísland fær 12 millj­ónir Banda­ríkja­dala fyrir að tryggja sér far­seð­il­inn til Rúss­lands, eða um 1,3 millj­arða króna. 

Leik­menn Ísland eru flestir meiðsla­lausir og til­búnir í slag­inn, en Emil Hall­freðs­son, leik­maður Udi­nese á Ítal­íu, snýr til baka úr banni. Það skýrist í dag hvernig byrj­un­ar­liðið verð­ur, en reikna má með því að það verði það sama og lagði Tyrki af velli, 0-3, á dög­un­um.

Meira úr sama flokkiInnlent