Meirihluti landsmanna á móti því að taka upp viðræður við ESB

Þeir sem eru með hæstu tekjurnar og mestu menntunina vilja taka upp viðræður að nýju. Þeir sem eru eldri, búa á landsbyggðinni, eru tekjulægri, með minni menntun og kjósa Sjálfstæðis- eða Framsóknarflokk eru á móti.

ESB - andstaða
Auglýsing

Alls segj­ast 45 pró­sent þeirra sem taka afstöðu vera fylgj­andi því að Ísland taki aftur upp aðild­ar­við­ræður við Evr­ópu­sam­bandið (ESB) en 55 pró­sent eru því and­víg­ir. Þetta kemur kemur fram í nýrri könnun sem Gallup vann fyrir Já Ísland.

Þar sést að stuðn­ingur við það að aðild­ar­við­ræður verði teknar aftur upp hefur auk­ist frá því að sam­bæri­leg könnun var gerð í febr­úar 2017, en hann er minni nú en hann var í upp­hafi árs 2016.

Hlut­fall þeirra sem vilja taka aftur upp við­ræður er aðeins hærra en þeirra sem myndu vilja ganga í sam­bandið ef kosið væru um það í dag, en Kjarn­inn greindi frá því á mánu­dag að 40,2 pró­sent Íslend­inga væru fylgj­andi aðild en 59,8 pró­sent á móti. Stuðn­­ingur við aðild hefur auk­ist umtals­vert frá því að hann var kann­aður síð­­­ast í febr­­úar 2017, en þá sögð­ust 33,9 pró­­sent vera fylgj­andi aðild.

Við­ræðum slitið 2014

Ísland sótti um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu sum­arið 2009. Þá sat að völdum rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dótt­ur, sam­steypu­stjórn Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna. Vorið 2013 tók ný rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is- og Fram­sókn­ar­flokks, undir for­sæti Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, við. Þann 21. febr­úar 2014 lagði Gunnar Bragi Sveins­son, þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra, fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að draga umsókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu til baka.

Líkt og í flestum Evr­ópu­tengdum mál­efnum er mik­ill munur á afstöðu eftir kyni, aldri, búsetu, tekj­um, menntun og stjórn­mála­skoð­unum gagn­vart því hvort vilji sé til þess að hefja við­ræður að nýju. Karlar eru mun viljugri til að taka upp við­ræður á ný en konur og yngra fólk hefur meiri áhuga á því en þeir sem eldri eru. Þannig segj­ast sex af hverjum tíu sem tóku afstöðu í ald­urs­hópnum 18-24 ára vera fylgj­andi því að taka aftur upp aðild­ar­við­ræður en rúm­lega sex af hverjum tíu lands­mönnum sem eru yfir 55 ára eru því and­víg­ir. Raunar eru fleiri á móti því að taka upp við­ræður en fylgj­andi í öllum ald­urs­hópum nema þeim yngsta.

Auglýsing
Íbúar Reykja­víkur eru mun meira áfram að taka aftur upp við­ræður við Evr­ópu­sam­bandið en þeir sem búa í ann­ars staðar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eða á lands­byggð­inni. Þannig segj­ast um 56 pró­sent þeirra sem tóku afstöðu, og búa í Reykja­vík, vera fylgj­andi því að taka upp við­ræður að nýju. Innan sveit­ar­fé­laga utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins eru hins vegar tveir af hverjum þremur sem taka afstöðu á móti því að taka upp aðild­ar­við­ræður að nýju.

Mik­ill munur milli kjós­enda flokka

Alls segj­ast 55 pró­sent þeirra sem eru með yfir eina milljón króna í fjöl­skyldu­tekjur og tóku afstöðu í könn­un­inni að þeir séu fylgj­andi því að taka upp við­ræður um aðild að nýju. Þá er áber­andi mik­ill stuðn­ingur við slíkt á meðal þeirra sem eru með háskóla­mennt­un, en 59 pró­sent þeirra sem tóku afstöðu eru fylgj­andi því. Tveir af hverjum þremur sem eru ein­ungis með grunn­skóla­próf og tóku afstöðu í könnun Gallup eru hins vegar and­vígir því að hefja við­ræður að nýju.

Það kemur vart á óvart að nær allir sem segj­ast kjósa Sam­fylk­ing­una og Pírata eru fylgj­andi því að taka upp við­ræður að nýju en það vekur athygli að fleiri kjós­endur Vinstri grænna eru fylgj­andi því en á móti. And­staðan við að hefja aðild­ar­við­ræður er mest á meðal kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins þar sem tæp­lega níu af hverjum tíu sem tóku afstöðu eru á móti því að hefja aðild­ar­við­ræður að nýju. And­staðan er lítið eitt minni hjá kjós­endum Fram­sókn­ar­flokks­ins og þá eru kjós­endur Flokks fólks­ins mun and­víg­ari við­ræðum en hlynnt.

Könn­unin var unnin fyrir Já Ísland og var fram­­kvæmd 11-24. sept­­em­ber síð­­ast­lið­inn. Um var að ræða net­könnun og úrtakið var 1.435 manns um allt land. Allir þátt­tak­endur voru 18 ára og eldri og voru handa­hófs­­valdir úr Við­horfa­hópi Gallup. Þátt­­töku­hlut­­fall var 59,5 pró­­sent.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugmynd að útliti smáhýsa eða íbúðarhúsa við Svínhóla.
Sjötíu herbergja lúxushótel í Lóni þarf ekki í umhverfismat
Stefnt er að opnun heilsulindar og hótels í landi Svínhóla á milli Hafnar í Hornafirði og Djúpavogs árið 2022. Hótelkeðjan Six Senses mun sjá um reksturinn. Hótelið yrði í nágrenni Lónsfjarðar og byggingarmagn er áætlað 20 þúsund fermetrar.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Matthildur Björnsdóttir
Að vera útlendingur – Víðara hugtak en við höldum
Kjarninn 22. febrúar 2020
Sönnun þess að hægt er að skrifa um myndlist á lifandi og áhrifaríkan hátt
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Vetrargulrætur.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Gylfi Sigurðsson er stærsta íslenska stjarnan í enska boltanum, sem Síminn keypti sýningarréttinn að í fyrra. Hann leikur með Everton.
Tekjur Símans af sjónvarpsþjónustu jukust um 818 milljónir í fyrra
Áhrif kaupanna á sýningarrétti enska boltans, og þeirra breytinga sem Síminn réðst í samhliða innleiðingu hans í sjónvarpsþjónustu sína, eru afar áberandi í uppgjöri félagsins fyrir síðasta ár.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Algjörlega tilbúinn í hið pólitíska at sem fylgir því að stýra RÚV
Stefán Eiríksson segist að sjálfsögðu hafa sínar pólitísku skoðanir og lífsviðhorf, en sé ekki tengdur neinum stjórnmálaflokkum og með góða reynslu af því að takast á við stjórnmálamenn.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Svandís Svavarsdóttir
Sjúklingar borga minna
Kjarninn 22. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður segir Samtök iðnaðarins í áróðursherferð gegn orkufyrirtækjum
Forstjóri Landsvirkjunar spyr hvort meirihluta aðildarfélaga Samtaka iðnaðarins sé samþykkur því að íslenska þjóðin gefi 20-30 milljarða króna til nokkurra alþjóðlegra stórfyrirtækja með því að hætta að selja upprunaábyrgðir.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Kórónaveiran breiðist út – Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent