Meirihluti landsmanna á móti því að taka upp viðræður við ESB

Þeir sem eru með hæstu tekjurnar og mestu menntunina vilja taka upp viðræður að nýju. Þeir sem eru eldri, búa á landsbyggðinni, eru tekjulægri, með minni menntun og kjósa Sjálfstæðis- eða Framsóknarflokk eru á móti.

ESB - andstaða
Auglýsing

Alls segj­ast 45 pró­sent þeirra sem taka afstöðu vera fylgj­andi því að Ísland taki aftur upp aðild­ar­við­ræður við Evr­ópu­sam­bandið (ESB) en 55 pró­sent eru því and­víg­ir. Þetta kemur kemur fram í nýrri könnun sem Gallup vann fyrir Já Ísland.

Þar sést að stuðn­ingur við það að aðild­ar­við­ræður verði teknar aftur upp hefur auk­ist frá því að sam­bæri­leg könnun var gerð í febr­úar 2017, en hann er minni nú en hann var í upp­hafi árs 2016.

Hlut­fall þeirra sem vilja taka aftur upp við­ræður er aðeins hærra en þeirra sem myndu vilja ganga í sam­bandið ef kosið væru um það í dag, en Kjarn­inn greindi frá því á mánu­dag að 40,2 pró­sent Íslend­inga væru fylgj­andi aðild en 59,8 pró­sent á móti. Stuðn­­ingur við aðild hefur auk­ist umtals­vert frá því að hann var kann­aður síð­­­ast í febr­­úar 2017, en þá sögð­ust 33,9 pró­­sent vera fylgj­andi aðild.

Við­ræðum slitið 2014

Ísland sótti um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu sum­arið 2009. Þá sat að völdum rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dótt­ur, sam­steypu­stjórn Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna. Vorið 2013 tók ný rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is- og Fram­sókn­ar­flokks, undir for­sæti Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, við. Þann 21. febr­úar 2014 lagði Gunnar Bragi Sveins­son, þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra, fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að draga umsókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu til baka.

Líkt og í flestum Evr­ópu­tengdum mál­efnum er mik­ill munur á afstöðu eftir kyni, aldri, búsetu, tekj­um, menntun og stjórn­mála­skoð­unum gagn­vart því hvort vilji sé til þess að hefja við­ræður að nýju. Karlar eru mun viljugri til að taka upp við­ræður á ný en konur og yngra fólk hefur meiri áhuga á því en þeir sem eldri eru. Þannig segj­ast sex af hverjum tíu sem tóku afstöðu í ald­urs­hópnum 18-24 ára vera fylgj­andi því að taka aftur upp aðild­ar­við­ræður en rúm­lega sex af hverjum tíu lands­mönnum sem eru yfir 55 ára eru því and­víg­ir. Raunar eru fleiri á móti því að taka upp við­ræður en fylgj­andi í öllum ald­urs­hópum nema þeim yngsta.

Auglýsing
Íbúar Reykja­víkur eru mun meira áfram að taka aftur upp við­ræður við Evr­ópu­sam­bandið en þeir sem búa í ann­ars staðar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eða á lands­byggð­inni. Þannig segj­ast um 56 pró­sent þeirra sem tóku afstöðu, og búa í Reykja­vík, vera fylgj­andi því að taka upp við­ræður að nýju. Innan sveit­ar­fé­laga utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins eru hins vegar tveir af hverjum þremur sem taka afstöðu á móti því að taka upp aðild­ar­við­ræður að nýju.

Mik­ill munur milli kjós­enda flokka

Alls segj­ast 55 pró­sent þeirra sem eru með yfir eina milljón króna í fjöl­skyldu­tekjur og tóku afstöðu í könn­un­inni að þeir séu fylgj­andi því að taka upp við­ræður um aðild að nýju. Þá er áber­andi mik­ill stuðn­ingur við slíkt á meðal þeirra sem eru með háskóla­mennt­un, en 59 pró­sent þeirra sem tóku afstöðu eru fylgj­andi því. Tveir af hverjum þremur sem eru ein­ungis með grunn­skóla­próf og tóku afstöðu í könnun Gallup eru hins vegar and­vígir því að hefja við­ræður að nýju.

Það kemur vart á óvart að nær allir sem segj­ast kjósa Sam­fylk­ing­una og Pírata eru fylgj­andi því að taka upp við­ræður að nýju en það vekur athygli að fleiri kjós­endur Vinstri grænna eru fylgj­andi því en á móti. And­staðan við að hefja aðild­ar­við­ræður er mest á meðal kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins þar sem tæp­lega níu af hverjum tíu sem tóku afstöðu eru á móti því að hefja aðild­ar­við­ræður að nýju. And­staðan er lítið eitt minni hjá kjós­endum Fram­sókn­ar­flokks­ins og þá eru kjós­endur Flokks fólks­ins mun and­víg­ari við­ræðum en hlynnt.

Könn­unin var unnin fyrir Já Ísland og var fram­­kvæmd 11-24. sept­­em­ber síð­­ast­lið­inn. Um var að ræða net­könnun og úrtakið var 1.435 manns um allt land. Allir þátt­tak­endur voru 18 ára og eldri og voru handa­hófs­­valdir úr Við­horfa­hópi Gallup. Þátt­­töku­hlut­­fall var 59,5 pró­­sent.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mögulegt lögbrot vegna niðurrifs skipa Eimskips á Indlandi á borði stjórnvalda
Tvö skip Eimskips voru rifin í skipakirkjugarði í Indlandi þar sem umhverfisáhrif niðurrifsins, og starfsaðstæður þeirra sem vinna við það, uppfylla ekki evrópska staðla.
Kjarninn 24. september 2020
Khedr-fjölskyldan hefur fengið dvalarleyfi
Egypska fjölskyldan sem hefur verið í felum í rúma viku fær dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Réttlætið sigrar stundum,“ segir lögfræðingur fjölskyldunnar.
Kjarninn 24. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA
Forsendur lífskjarasamningsins brostnar að mati SA
Samtök atvinnulífsins telja forsendur að baki lífskjarasamningnum brostnar í ljósi gjörbreyttra efnahagsaðstæðna.
Kjarninn 24. september 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ
Forsendur lífskjarasamninga hafa staðist að mati ASÍ
Forsendur kjarasamninganna sem voru undirritaðir í fyrra hafa staðist, þar sem vextir hafa lækkað, kaupmáttur hefur aukist og ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um bann á 40 ára verðtryggðum lánum.
Kjarninn 24. september 2020
Sex mánaða orlof á hvort foreldri verði tekið á fyrstu 18 mánuðunum í lífi barns
Drög að nýjum heildarlögum um fæðingarorlof hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þegar fæðingarorlofið verður lengt í 12 mánuði um komandi áramót er ráðgert að hvort foreldri taki 6 mánaða orlof. Einungis einn mánuður verður framseljanlegur.
Kjarninn 24. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Upplýsingamengun í boði Alþingis
Kjarninn 24. september 2020
Þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu er húsnæðismarkaðurinn á fleygiferð. Og skuldsetning heimila hefur verið að aukast.
Eigið fé Íslendinga í fasteignum hefur tvöfaldast á fimm árum
Íslendingar eru að skuldsetja sig hraðar og hærra fasteignaverð drífur áfram aukna eignamyndun. Alls eru tæplega átta af hverjum tíu krónum sem heimili landsins eiga í hreinni eign bundnar í fasteignum.
Kjarninn 24. september 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 20. þáttur: Dagbækur, drusluskömmun og ódáinsdrykkir
Kjarninn 24. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent