Hæstiréttur ómerkti dóm í CLN-máli Kaupþingsmanna

Hið svokallaða CLN-mál, sem höfðað var gegn æðstu stjórnendum Kaupþings, mun fara aftur til meðferðar fyrir héraðsdómi. Allir ákærðu voru sýknaðir í málinu í janúar í fyrra í héraði.

Hreiðar Már Sigurðsson er einn þeirra sem var ákærður í málinu. Hann var sýknaður í janúar 2016 ásamt öðrum meðákærðu.
Hreiðar Már Sigurðsson er einn þeirra sem var ákærður í málinu. Hann var sýknaður í janúar 2016 ásamt öðrum meðákærðu.
Auglýsing

Hæsti­réttur Íslands hefur ómerkt dóm í CLN-­mál­inu svo­kall­aða og vísað mál­inu aftur til með­ferðar fyrir hér­aðs­dómi. Í frétt á vef Hæsta­réttar segir að í mál­inu hafi komið fram nýjar upp­lýs­ingar er málið varð­aði eftir að hér­aðs­dómur gekk. „Hæsti­réttur taldi þær ekki valda því að vísa bæri mál­inu frá hér­aðs­dómi svo sem ákærðu kröfðust, þar sem því yrði ekki slegið föstu að rann­sókn lög­reglu hefði verið í ósam­ræmi við 53. gr. og 54. gr. laga nr. 88/2008 um með­ferð saka­mála. Á hinn bóg­inn taldi Hæsti­réttur að rann­sókn á til­teknum atriðum varð­andi gögnin gæti haft þýð­ingu við mat á því hvort skil­yrðum refsi­á­kvæð­is­ins sem ákært var fyrir hefði verið full­nægt sem og við ákvörðum um refsi­hæð yrðu skil­yrði sak­fell­ingar talin vera fyrir hendi. Sam­kvæmt því voru hinn áfrýj­aði dómur og með­ferð máls­ins í hér­aði ómerkt frá upp­hafi aðal­með­ferðar og mál­inu vísað heim í hérað til lög­legrar með­ferð­ar.“

Í hinu svo­­kall­aða CLN-­­máli eru Hreiðar Már Sig­­urðs­­son, fyrr­ver­andi for­­stjóri Kaup­­þings, Sig­­urður Ein­­ar­s­­son, fyrr­ver­andi starf­andi stjórn­­­ar­­for­­mað­­ur, og Magnús Guð­­munds­­son, fyrr­ver­andi for­­stjóri Kaup­­þings í Lúx­em­­borg, ákærð­ir, en mál­inu var áfrýjað til Hæsta­réttar eftir sýkn­u­­dóm í hér­­aði, 26. jan­úar í fyrra, og máls­­kostn­aður að öllu leyti féll á rík­­is­­sjóð.

Í mál­inu eru Hreiðar Már, Sig­­urður og Magnús ákærð­ir fyr­ir lán til Chesterf­i­eld United Inc., Partridge Mana­­­gem­ent Group S.A. og eign­­­ar­halds­­­­­fé­laga þeirra, sam­an­lagt um 510 millj­­ónir evra, eða sem nemur um 64 millj­­örðum króna á núver­andi geng­i. 

Auglýsing

Deutsche Bank AG í London gaf út skulda­bréfin og mun hafa haft með höndum umsjón við­­skipt­anna.

Í ákæru er því haldið fram að við lán­veit­ing­una hafi ýmsar reglur Kaup­­þings banka hf. verið brotn­­ar. 

Magn­úsi Guð­­munds­­syni er gefin að sök hlut­­deild í brotum Hreið­­ars Más og Sig­­urð­­ar, en í ákærunni er lýst með hvaða hætti sá banki hafi tekið þátt í fram­­kvæmd kaupanna á hinum láns­hæf­istengdu skulda­bréf­­um. 

Með þessu voru ákærðu taldir hafa stefnt fé Kaup­­þings banka hf. í veru­­lega hættu. Í ákærunni segir jafn­­framt um öll lán­in, en þau námu sam­tals 510 millj­­ónum evra, að þau hafi ekki verið greidd til baka og láns­­féð yrði að telj­­ast Kaup­­þingi banka hf. glat­að. 

Mál­inu var áfrýjað til Hæsta­réttar af hálfu ákæru­­valds­ins og er þess aðal­­­lega kraf­ist að ákærðu verði sak­­felldir sam­­kvæmt ákæru og dæmdir til refs­ing­­ar, en til vara er kraf­ist ómerk­ingar hér­­aðs­­dóms. 

Sam­komu­lag við Deutsche Bank breytti mál­inu

Ákærðu kröfð­ust þess fyrir Hæsta­rétti að mál­inu verði vísað frá dómi, en til vara að hér­­aðs­­dómur verði stað­­festur um sýknu ákærðu. 

Með grein­­ar­­gerð ákæru­­valds til Hæsta­réttar fylgdi sam­komu­lag, sem gert hafði verið 12. des­em­ber 2016 og hefur verið til umfjöll­unar að und­an­­förnu í fjöl­mið­l­um, milli Kaup­­þings ehf. sem er félag sem sér um umsýslu eigna Kaup­­þings banka hf. eftir að slitum á bank­­anum lauk, og Deutsche Bank í London. 

Með sam­komu­lag­inu luku aðilar þess ágrein­ingi sem rek­inn hefur verið fyrir ýmsum dóm­stólum um kröfur Kaup­­þings ehf. á hendur Deutsche Bank AG um greiðslur vegna þeirra láns­hæf­istengdu skulda­bréfa sem ákæra í mál­inu tekur til. 

Með sam­komu­lag­inu skuld­batt bank­inn sig til þess að greiða Kaup­­þingi ehf. 212,5 millj­­ónir evra gegn því að fallið verði frá mála­­rekstr­in­­um.

Fram kom einnig að annað sam­komu­lag með áþekku efni hafi verið gert við félögin Chesterf­i­eld United Inc. og Partridge Mana­­gement Group SA, en þau voru kaup­endur að þeim láns­hæf­istengdu skulda­bréfum sem um ræðir í ákæru og þágu beint eða óbeint lán til þess frá Kaup­­þingi banka hf. 

Deutsche Bank AG mun sam­­kvæmt því sam­komu­lagi einnig hafa skuld­bundið sig til þess að greiða þeim félögum 212,5 millj­­ónir evra, en að Kaup­­þing ehf. muni við upp­­­gjör einnig fá um 90% af þeirri fjár­­hæð. Sam­­kvæmt þessu hefur Deutsche Bank AG skuld­bundið sig til þess að greiða 425 millj­­ónir evra vegna þeirra lána sem Kaup­­þing banki hf. veitti og ákæra tekur til og námu sam­tals 510 millj­­ónum evra. 

Fjallað var um efn­is­at­riði þess­­arar for­m­hliðar máls­ins á vef Hæsta­rétt­­ar, þegar til­­kynnt var um dag­­setn­ingu munn­­legs mál­­flutn­ings í mál­inu fyrr í þessum mán­uði. Þar sagði: „Það er skil­yrði þess að sak­­fellt verði fyrir umboðs­­svik sam­­kvæmt 249. gr. almennra hegn­ing­­ar­laga að ákærður maður hafi haft til­­­tekna aðstöðu til þess að skuld­binda annan mann eða lög­­að­ila, að hann hafi mis­­notað þessa aðstöðu sína og með því valdið þeim, sem hann skuld­batt, veru­­legri fjár­­tjóns­hætt­u. Þar sem ákæra í mál­inu er reist á þeim grund­velli að lánin sem Kaup­­þing banki hf. veitti eign­­ar­halds­­­fé­lögum þeim sem í ákæru grein­ir, sam­tals að fjár­­hæð 510.000.000 evr­­­ur, hafi ekki greiðst til baka og séu Kaup­­þingi banka hf. glötuð, en nú hefur verið lagt fram sam­komu­lag sem felur í sér að Deutsche Bank AG hefur skuld­bundið sig til að greiða 425.000.000 evrur af þeirri fjár­­hæð hefur Hæst­i­­réttur tekið ákvörðun um að nauð­­syn­­legt verði að saka­­málið gegn ákærðu verði í fyrstu umferð að minnsta kosti flutt um tvö atriði, sem lúta að formi þess.“

Mál­flutn­ing­ur­inn sem fram fór fyrr í þessum mán­uði snérist því um tvö atriði. Ann­­ars vegar hvort sú greiðsla sem Deutsche Bank AG á að inna af hendi sam­­kvæmt fram­an­­sögðu hefur þýð­ingu fyrir grund­­völl máls­ins og úrlausn þess og þá eftir atvikum hvaða þýð­ingu. „Í tengslum við það verður að ætla að fjalla verði jafn­­framt meðal ann­­ars um hvort við rann­­sókn máls­ins hafi verið hugað næg­i­­lega að því hvort greiðslu­­skylda sam­­kvæmt skulda­bréf­unum hafi hvílt á Deutsche Bank AG og ef ekki, hvort rann­saka þurfi hvers vegna bank­inn hafi þá kosið að greiða fram­an­­greinda fjár­­hæð, svo og á grund­velli hvaða gagna og með hvað rökum Kaup­­þing ehf. og félögin tvö, Chesterf­i­eld United Inc. og Partridge Mana­­gement Group SA, hafi krafið Deutsche Bank AG um greiðslu,“ segir á vef Hæsta­rétt­­ar.

Hins vegar var það síðan atriði um vara­­kröfu ákæru­­valds­ins um ómerk­ingu hér­­aðs­­dóms vegna ætl­­aðra ann­­marka á samn­ingu dóms­ins.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent