Sala og dreifing fíkniefna í auknum mæli á samfélagsmiðlum

Rannsóknir netglæpa krefjast sérhæfðra lögreglumanna og sérfræðinga en ekki hafa fengist fjárveitingar til þess að stofnsetja slíkar rannsóknardeildir. Þetta segir í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra á skipulagðri glæpastarfsemi árið 2017.

Fíkniefni - Pexels
Auglýsing

Sala og dreif­ing fíkni­efna hefur í auknum mæli færst á sam­fé­lags­miðla. Afskipti lög­reglu í formi frum­kvæð­is­lög­gæslu er tak­mörkuð vegna mann­eklu. Þetta kemur fram í mati grein­ing­ar­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra á skipu­lagðri glæp­a­starf­semi árið 2017 sem kom út í októ­ber síð­ast­lið­inn. 

Í mat­inu segir að hér sé um að ræða nýjan brota­vett­vang sem kallar á sér­deildir til þess að sinna net- og tölvu­brota­rann­sókn­um. Net­rann­sóknir og rann­sóknir net­glæpa krefj­ist sér­hæfðra lög­reglu­manna og sér­fræð­inga en ekki hafi feng­ist fjár­veit­ingar til þess að stofn­setja slíkar rann­sókn­ar­deild­ir.

Vís­bend­ingar eru um að inn­flutn­ingur sterkra fíkni­efna á borð við kókaín fær­ist í vöxt, sam­kvæmt mat­inu. Á síð­ustu miss­erum hefur auk­ist til muna það magn MDMA (Met­hy­lene­di­oxy­met­hamp­hetamine) og kóka­íns sem hald­lagt hefur ver­ið. 

Auglýsing

„Mikið af sterku amfetamíni er á mark­aðnum og orðið hefur vart við metam­fetamín. Fram­boð á kanna­bis er sem fyrr mikið og mik­ill fjöldi rækt­ana sem gerður hefur verið upp­tækur er til marks um að inn­lend fram­leiðsla leit­ast við að anna eft­ir­spurn,“ segir í mat­in­u. 

Höf­undar skýrsl­unnar draga þá ályktun að gott efna­hags­á­stand kunni að ráða ein­hverju um þær breyt­ingar sem orðið hafa en jafn­framt sé sú stað­reynd aug­ljós að fíkni­efna­mark­að­ur­inn á Íslandi hefur stækkað veru­lega á skömmum tíma. Við nátt­úru­lega fjölgun þjóð­ar­innar bæt­ist mik­ill fjöldi aðfluttra og ferða­manna. Spurn eftir fíkni­efnum hafi að öllum lík­indum aldrei verið meiri hér á landi.

Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent