„Enginn ætti að efast um staðfestu okkur.“ Þetta segir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, í grein í The Telegraph í dag, og vísar til þess að Bretland muni ganga úr Evrópusambandinu, og enginn þurfi að efastum annað.
Í frumvarpi sem lagt hefur verið fram í breska þinginu er það nefnt sérstaklega að Bretland verði farið úr Evrópusambandinu 29. mars 2019 klukkan 23:00.
Í grein sinni segist hún ætla að tryggja að Bretland muni ganga úr Evrópusambandinu með besta mögulega hætti, og að hagsmunir verði tryggðir við útgönguna.
Hún segist vilja halda góðu og sérstöku sambandi við Evrópusambandið, en á forsendum Bretlands.
Í Vísbendingu, sem kemur til áskrifenda í dag, er ítarlega fjallað um Brexit, en í næstu þremur útgáfum mun Árni Páll Árnason, fyrrverandi ráðherra, formaður Samfylkingarinnar og þingmaður, sem nú starfar sem ráðgjafi, fjalla ítarlega um helstu álitamálin sem skipta máli þegar kemur að Brexit.
Hægt er að gera áskrifandi að Vísbendingu hér.