Algert kerfishrun hjá 1984

Helstu kerfisfræðingar landsins fylgdust með vefþjónum hýsingaraðilans 1984 deyja.

1984 server down
Auglýsing

„Í gær varð gríðarlega alvarleg bilun í kerfum 1984 og því miður algert kerfishrun,“ er ritað á vef hýsingarþjónustunnar 1984 í dag sem hýsir íslenskar vefsíður.

Á Facebook-síðunni Forritarar á Íslandi er bent á að þjónusta fyrirtækisins hafi legið niðri í hátt í sólarhring. Mörður Ingólfsson, forsvarsmaður 1984, skrifar þar í athugasemd: „Við sátum í 11 klst. með 7 manns niðri í Nýherja, allir helstu sérfræðingar landsins í storage og öryggismálum og horfðum á vélarnar okkar deyja. Það hefur enginn séð svona áður.“

Það er þess vegna greinilegt að um alvarlega bilun er að ræða. Ekki hefur náðst í 1984 í síma en símstöð fyrirtækisins var einn þeirra þjóna sem varð illa úti í „tortímingunni“ í gær.

Auglýsing

Nú er unnið að viðgerðum og reynt að endurheimta þau gögn sem hurfu í kerfishruninu.


„Þeir viðskiptavinir sem eru í venjulegri hýsingu fá vef sína og tölvupóst enduruppsettan úr afritum og við reynum að bjarga gögnum annarra viðskiptavina ef hægt er,“ skrifar 1984 á vefinn. „Við biðjum viðskiptavini að sýna okkur þolinmæði á þessum erfiða tíma.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent