Sendiherra Rússa: „Bólusetning gegn nasisma“ á undanhaldi

Vaxandi nynasistahreyfingar í Evrópu eru mikið áhyggjuefni. Sendiherra Rússlands á Íslandi gerir þetta að umtalsefni í inngangsorðum nýrrar bókar.

nasisminn041217
Auglýsing

„Til mik­illar óham­ingju virð­ist sem þessi bólu­setn­ing gegn nas­isma sé nú farin að missa áhrifa­mátt sinn eins og sjá má með upp­risu nýnas­isma á ýmsum stöðum í Evr­ópu.“

Þetta segir Anton Vasili­ev, sendi­herra Rúss­lands á Íslandi, í inn­gangs­orðum nýrrar bók­ar, Föð­ur­lands­stríðið mikla og María Mitrofanova, eftir G. Jökul Gísla­son. 

Í bók­inni er fjallað um Föð­ur­lands­stríðið mikla, sem hófst með inn­rás Þjóð­verja 1941, en lauk ekki fyrr en 1.418 dögum síð­ar, 9. maí 1945, með sigri Rússa. María Mitrofanova, sem er á tíræð­is­aldri og býr í Breið­holti, barð­ist í stríð­inu, og er saga hennar rakin í bók­inni, innan um og saman við hina blóði drifnu sögu víg­valla Föð­ur­lands­stríðs­ins.

Auglýsing

Bókarkápan.Vasiliev segir í inn­gangs­orðum sínum að það sé mik­il­vægt, ekki síst nú á tím­um, að upp­lýsa fólk um sög­una og stríðs­tím­ann.  „Eftir seinni heims­styrj­öld­ina virt­ist sem Evr­ópa, Banda­ríkin og heim­ur­inn allur hefðu dregið lær­dóm af ófrið­in­um. En til mik­illar óham­ingju virð­ist sem þessi bólu­setn­ing gegn nas­isma sé nú farin að missa áhrifa­mátt sinn eins og sjá má með upp­risu ný-nas­isma á ýmsum stöðum í Evr­ópu. Þar dafnar nas­ista­á­róður blygð­un­ar­laust á ný. Þar verða minn­is­merki til heið­urs her­mönnum Rauða hers­ins, sem fórn­uðu lífi sínu til að frelsa fanga útrým­ing­ar­búða og her­setnar þjóðir undan oki nas­ista, fyrir skemmd­ar­verk­um. Það er ekki aðeins móðgun við millj­ónir fórn­ar­lamba stríðs­ins, heldur ógnar það grund­vall­ar­sjón­ar­miðum lýð­ræðis og mann­rétt­inda. Það er sam­eig­in­leg skylda okkar allra að sjá til þess að nýjar kyn­slóðir gleymi ekki þessu hræði­lega stríði, né heldur þeim sem björg­uðu heim­inum og hinum sem vildu drottna yfir honum með vald­i. Sumir af her­mönnum okkar eru enn á lífi og geta enn deilt með okkur reynslu sinni. Saga Maríu Alex­androvnu Mitrofanovu, einu kon­unni sem var her­maður í Föð­ur­lands­stríð­inu mikla og býr á Íslandi, er því afar mik­il­væg,“ segir Vasili­ev.

Hörm­ung­arnar sem fylgdu stríð­inu á aust­ur­vígs­stöð­unum voru gríð­ar­leg­ar. Sam­tals lét­ust 26 millj­ónir manna í Föð­ur­lands­stríð­inu þegar yfir lauk. 

María stolt með bókina.Vasiliev segir í inn­gangs­orðum sínum að enn í dag veiti hetju­dáð og óeig­in­girni her­manna fólki styr og hvatn­ingu, en ástæða sé til þess að hafa áhyggjur af því að áhrifin séu að dofna eftir því sem lengra líður frá atburð­un­um. „Nas­ist­arnir töldu sig þurfa sex vikur til að leggja Sov­ét­ríkin undir sig. En hvorki vik­ur, mán­uðir eða fjögur löng ár dugðu þeim. Það var á aust­ur­víg­stöðv­unum sem óvin­ur­inn missti 73% af her­styrk sín­um. Stríðið kost­aði landið okkar 26 millj­ónir manns­lífa. Um 13,5% af íbúum lands­ins fyrir stríð féll. Inn­rás­ar­her­inn lagði einnig í rúst 1.710 borgir, um 70 þús­und þorp og bæi og eyði­lagði ómet­an­leg menn­ing­ar­verð­mæt­i. Föð­ur­lands­stríðið mikla var hápunktur hug­rekkis, hetju­dáða og óeig­in­girni. Enn í dag veitir það okkur styrk og hvatn­ingu þegar við hugsum til þess­ara tíma. Stríðið mót­aði mann­gerð heillar kyn­slóðar og sig­ur­inn hvatti þetta fólk til frek­ari dáða. Við munum alltaf vera í skuld við þá her­menn sem mynd­uðu banda­lag gegn Hitler og þá sem sigr­uð­ust á fas­ism­an­um. Saga skipa­lest­anna sem hættu sér Norð­ur­-Ís­haf­s­leið­ina er hluti af sögu sam­skipta Rúss­lands og Íslands. Ísland varð ómet­an­leg útstöð. Í Hval­firði, við Reykja­vík og í Seyð­is­firði söfn­uð­ust saman enskar og banda­rískar skipa­lestir sem sigldu til Rúss­lands í stríð­inu. Rússar minn­ast hug­rekkis þeirra sjó­manna sem sigldu í þessum skipa­lestum og þeirra sem fórn­uðu lífi sínu á alt­ari sig­urs­ins,“ segir í Vasiliev í inn­gangs­orð­un­um.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ketill Sigurjónsson
Sífellt ódýrari vindorka í Hörpu
Kjarninn 11. nóvember 2019
Samherji sendir yfirlýsingu vegna yfirvofandi umfjöllunar RÚV
Útgerðarfyrirtækið Samherji hefur sent frá sér yfirlýsingu, vegna yfirvofandi umfjöllunar RÚV.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Magnús Halldórsson
Brjálæðið og enn of stór til að falla
Kjarninn 11. nóvember 2019
28 milljónir í launakostnað ólöglegu Landsréttardómaranna
Laun þriggja þeirra fjögurra dómara við Landsrétt, sem mega ekki dæma eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu sagði skipan þeirra ólögmæta, kalla á 28 milljón króna viðbótarútgjöld ríkissjóðs.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Allt að tólf mánaða bið eftir sálfræðiviðtali fyrir börn
Mik­ill munur er á biðtíma eftir tíma með sálfræðing eftir lands­hlut­um. Á Suðurlandi getur biðin eftir tíma verið allt að tíu mánuðir en hjá geðheilsuteymum höfuðborgarsvæðisins er ekki bið eftir sálfræðiþjónustu.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Hraðhleðslustöðvum fjölgar um 40 prósent
Orkusjóður hefur úthlutað styrkjum til uppsetningar 43 nýrra hraðhleðslustöðva vítt og breitt um landið. Ísland er í öðru sæti í heiminum hvað varðar hlutfall rafbíla og tengiltvinnbíla af fjölda nýskráðra bifreiða.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Róbert Wessman
Róbert Wessman stækkar hlut sinn í Sýn
Félög sem Róbert Wessman fer með yfirráð yfir eiga nú 7,64 prósent hlut í fjar­skipta- og fjöl­miðla­fé­laginu Sýn.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Miðflokkurinn birti þessa mynd á meðan að málþófið stóð yfir.
Málþóf Miðflokksins og annað annríki kostaði 40 milljónir
Málþóf í vor gerði það að verkum að yfirvinna starfsmanna Alþingis í tengslum við þingsalinn var tvöfalt meiri en vanalega. Álagið var álíka mikið hjá þeim sem starfa á nefndarsviði. Afleiðingin var óvæntur kostnaður upp á tugi milljóna.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent