Kristín Ögmundsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Borgarleikhússins. Starfið var auglýst til umsóknar í október og alls bárust 37 umsóknir um það.
Kristín, sem hefur unnið hjá íslenska dansflokknum í fjögur ár, segir að starfið leggist mjög vel í sig. Starfið sjálft verður án efa krefjandi en um leið líflegt og spennandi. Borgarleikhúsið hefur iðað af lífi undanfarin ár og það verður gaman að taka þátt í því góða starfi sem þar er unnið.“
Í fréttatilkynningu kemur fram að Kristín sé hagræðingur frá University of Wisconsin í Bandaríkjunum og með mastersgráðu í fjármálum frá Cass Business School í London Bretlandi. Undanfarin fjögur ár hefur hún, líkt og áður sagði, starfað sem framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins. Þar áður vann Kristín hjá LVMH Christian Dior og Aurum Holdings í London.