Lárus Welding fær fimm ára dóm í Stím-málinu

Héraðsdómur dæmdi aftur í Stím-málinu í dag, tveimur árum upp á dag eftir að fyrri dómur hans í málinu var kveðinn upp. Niðurstaðan var sú sama.

Lárus Welding var forstjóri Glitnis fyrir hrun.
Lárus Welding var forstjóri Glitnis fyrir hrun.
Auglýsing

Lárus Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­­stjóri Glitn­is, var í dag dæmdur í fimm ára fang­elsi fyrir umboðs­­svik í Stím-­­mál­inu. Jóhannes Bald­­ur­s­­son, sem var fram­­kvæmda­­stjóri mark­aðsvið­­skipta hjá bank­­anum var dæmdur í tveggja ára fang­elsi og Þor­­valdur Lúð­vík Sig­­ur­jóns­­son, fyrr­ver­andi banka­­stjóri Saga Capital, var dæmdur í átján mán­aða fang­elsi. Frá þessu er greint á vef RÚV.

Lárus, Jóhannes og Þor­­valdur voru ákærðir vegna lán­veit­inga sem Glitnir veitti Stími til að kaupa hlutafé í bank­an­um, en hluta­bréfa­­kaup Stíms í Glitni og FL Group námu tæpum 25 millj­­örðum króna. Kaupin voru að stórum hluta fjár­­­mögnuð með láni frá Glitni og hluta­bréfin sjálf voru eina veð­ið.

Lárus sætti ákæru í tveimur liðum ákærunnar en þeir Jóhannes og Þor­­valdur í þeim þriðja. Allir neit­uðu sök. Lárus og Jóhannes voru báðir dæmdir fyrir umboðs­­svik og Þor­­valdur fyrir hlut­­deild í umboðs­svik­­um.

Auglýsing

Menn­irnir þrír hlutu sömu dóma í hér­aðs­dómi fyrir nákvæm­lega tveimur árum síð­an, þann 21. des­em­ber 2015. Í sumar vís­aði Hæsti­réttur mál­inu aftur til hér­aðs­dóms og ómerkti um leið fyrri dóm í mál­inu. Ástæðan var van­hæfi dóm­ara, Sig­ríðar Hjalte­sted. Því þurfti að end­ur­flytja málið í hér­aði.

Keypti hluta­bréf í GlitniMálið snýst ann­­ars vegar um tug­millj­­arða króna lán­veit­ingar til félags­­ins Stím ehf., í nóv­­em­ber 2007 og jan­úar 2008. Stím var búið til af starfs­­mönnum Glitnis í þeim til­­­gangi að kaupa hluta­bréf í bank­­anum sjálfum og stærsta eig­anda hans, FL Group, sem bank­inn sat uppi með á velt­u­­bók sinni. Eng­inn mark­aður var fyrir bréfin á því verði sem Stím greiddi fyrir þau.

Lýstar kröfur í bú Stím þegar það fór á haus­inn voru rúm­­lega 24 millj­­arðar króna. 0,06 pró­­sent fékkst upp í kröf­­urn­­ar. Ljóst er að fjár­­tjón lán­veit­enda, Glitn­is, var því gríð­­ar­­legt. Lárus Weld­ing var ákærður fyrir umboðs­­svik í tveimur liðum vegna lán­veit­ing­anna sem áttu sér stað í nóv­­em­ber 2007 og í jan­úar 2008, en hann var for­­stjóri Glitnis á þeim tíma.

Tapá­hætta færð af Sögu

Hins vegar snýst málið um kaup fag­fjár­­­festa­­sjóðs­ins GLB  FX á víkj­andi skulda­bréfi af Saga Capi­­tal í ágúst 2008. Saga hafði lánað Stím millj­­arð króna en þegar ljóst varð að Stím var komið með nei­­kvætt eigið fé setti, sam­­kvæmt ákæru, Þor­­valdur Lúð­vík Sig­­ur­jóns­­son, þáver­andi for­­stjóri og eig­andi í Sögu Capital, mik­inn þrýst­ing á Glitni að kaupa af sér skulda­bréf­ið. Það var loks gert í ágúst 2008, skömmu fyrir banka­hrun, og öll upp­­hæðin auk vaxta end­­ur­greidd til Sögu Capi­­tal. Hún nam um 1,2 millj­­arði króna.

Kaup­and­inn var umræddur sjóð­­ur, GLB FX. Með því var tap vegna Stím fært af Sögu Capi­­tal yfir á þá sem áttu hlut­­deild í sjóðn­­­um. Þar á meðal voru íslenskir líf­eyr­is­­sjóð­­ir. Jóhannes Bald­­ur­s­­son var fram­­kvæmda­­stjóri mark­aðsvið­­skipta Glitnis á þessum tíma og tók, sam­­kvæmt ákæru, ákvarð­­anir um að kaupa hið verð­litla skulda­bréf á fullu verði. Hann var ákærður fyrir umboðs­­svik. Þor­­valdur Lúð­vík var síðan ákærður fyrir hlut­­deild í umboðs­svik­­um.

Tekjuhæstu forstjórar landsins með á þriðja tug milljóna á mánuði
Tekjublöðin koma út í dag og á morgun. Sex forstjórar voru með yfir tíu milljónir króna á mánuði í tekjur að meðaltali í fyrra.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Dauðu atkvæðin gætu gert stjórnarmyndun auðveldari
Stuðningur við ríkisstjórnina er kominn aftur undir 40 prósent, nú þegar kjörtímabilið er rúmlega hálfnað. Sameiginlegt fylgi ríkisstjórnarflokkanna dugar ekki til meirihluta en ekki vantar mikið upp á.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Æskilegt að birt verði skrá yfir vinnuveitendur hagsmunavarða
Forsætisráðuneytið vinnur nú að lagafrumvarpi til varnar hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins. Þar á meðal er fyrirhugað að gera öllum aðilum sem sinna hagsmunavörslu skylt að tilkynna sig til stjórnvalda.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Sigurður Ingi Friðleifsson
Lækkun, lækkun, lækkun
Kjarninn 19. ágúst 2019
Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD
Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19 prósent fylgi aðra könnunina í röð. Píratar og Flokkur fólksins tapa fylgi milli mánaða en Samfylkingin bætir verulega.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent