Lárus Welding fær fimm ára dóm í Stím-málinu

Héraðsdómur dæmdi aftur í Stím-málinu í dag, tveimur árum upp á dag eftir að fyrri dómur hans í málinu var kveðinn upp. Niðurstaðan var sú sama.

Lárus Welding var forstjóri Glitnis fyrir hrun.
Lárus Welding var forstjóri Glitnis fyrir hrun.
Auglýsing

Lárus Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­­stjóri Glitn­is, var í dag dæmdur í fimm ára fang­elsi fyrir umboðs­­svik í Stím-­­mál­inu. Jóhannes Bald­­ur­s­­son, sem var fram­­kvæmda­­stjóri mark­aðsvið­­skipta hjá bank­­anum var dæmdur í tveggja ára fang­elsi og Þor­­valdur Lúð­vík Sig­­ur­jóns­­son, fyrr­ver­andi banka­­stjóri Saga Capital, var dæmdur í átján mán­aða fang­elsi. Frá þessu er greint á vef RÚV.

Lárus, Jóhannes og Þor­­valdur voru ákærðir vegna lán­veit­inga sem Glitnir veitti Stími til að kaupa hlutafé í bank­an­um, en hluta­bréfa­­kaup Stíms í Glitni og FL Group námu tæpum 25 millj­­örðum króna. Kaupin voru að stórum hluta fjár­­­mögnuð með láni frá Glitni og hluta­bréfin sjálf voru eina veð­ið.

Lárus sætti ákæru í tveimur liðum ákærunnar en þeir Jóhannes og Þor­­valdur í þeim þriðja. Allir neit­uðu sök. Lárus og Jóhannes voru báðir dæmdir fyrir umboðs­­svik og Þor­­valdur fyrir hlut­­deild í umboðs­svik­­um.

Auglýsing

Menn­irnir þrír hlutu sömu dóma í hér­aðs­dómi fyrir nákvæm­lega tveimur árum síð­an, þann 21. des­em­ber 2015. Í sumar vís­aði Hæsti­réttur mál­inu aftur til hér­aðs­dóms og ómerkti um leið fyrri dóm í mál­inu. Ástæðan var van­hæfi dóm­ara, Sig­ríðar Hjalte­sted. Því þurfti að end­ur­flytja málið í hér­aði.

Keypti hluta­bréf í GlitniMálið snýst ann­­ars vegar um tug­millj­­arða króna lán­veit­ingar til félags­­ins Stím ehf., í nóv­­em­ber 2007 og jan­úar 2008. Stím var búið til af starfs­­mönnum Glitnis í þeim til­­­gangi að kaupa hluta­bréf í bank­­anum sjálfum og stærsta eig­anda hans, FL Group, sem bank­inn sat uppi með á velt­u­­bók sinni. Eng­inn mark­aður var fyrir bréfin á því verði sem Stím greiddi fyrir þau.

Lýstar kröfur í bú Stím þegar það fór á haus­inn voru rúm­­lega 24 millj­­arðar króna. 0,06 pró­­sent fékkst upp í kröf­­urn­­ar. Ljóst er að fjár­­tjón lán­veit­enda, Glitn­is, var því gríð­­ar­­legt. Lárus Weld­ing var ákærður fyrir umboðs­­svik í tveimur liðum vegna lán­veit­ing­anna sem áttu sér stað í nóv­­em­ber 2007 og í jan­úar 2008, en hann var for­­stjóri Glitnis á þeim tíma.

Tapá­hætta færð af Sögu

Hins vegar snýst málið um kaup fag­fjár­­­festa­­sjóðs­ins GLB  FX á víkj­andi skulda­bréfi af Saga Capi­­tal í ágúst 2008. Saga hafði lánað Stím millj­­arð króna en þegar ljóst varð að Stím var komið með nei­­kvætt eigið fé setti, sam­­kvæmt ákæru, Þor­­valdur Lúð­vík Sig­­ur­jóns­­son, þáver­andi for­­stjóri og eig­andi í Sögu Capital, mik­inn þrýst­ing á Glitni að kaupa af sér skulda­bréf­ið. Það var loks gert í ágúst 2008, skömmu fyrir banka­hrun, og öll upp­­hæðin auk vaxta end­­ur­greidd til Sögu Capi­­tal. Hún nam um 1,2 millj­­arði króna.

Kaup­and­inn var umræddur sjóð­­ur, GLB FX. Með því var tap vegna Stím fært af Sögu Capi­­tal yfir á þá sem áttu hlut­­deild í sjóðn­­­um. Þar á meðal voru íslenskir líf­eyr­is­­sjóð­­ir. Jóhannes Bald­­ur­s­­son var fram­­kvæmda­­stjóri mark­aðsvið­­skipta Glitnis á þessum tíma og tók, sam­­kvæmt ákæru, ákvarð­­anir um að kaupa hið verð­litla skulda­bréf á fullu verði. Hann var ákærður fyrir umboðs­­svik. Þor­­valdur Lúð­vík var síðan ákærður fyrir hlut­­deild í umboðs­svik­­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Miklar landslagsbreytingar þetta árið í Surtsey
Nú stendur yfir árlegur líffræðileiðangur í Surtsey en sérstaka athygli vöktu landslagsbreytingar þar sem jarðvegur hefur skolast úr hlíðum og út í haf. Það hefur myndað sandstrendur á austanverðri eynni.
Kjarninn 15. júlí 2020
Herferðin styðst við kenningar um að það að öskra af lífs og sálarkröftum sé streitulosandi.
Öskur útlendinga munu hljóma á sjö stöðum á Íslandi
Í nýrri herferð Íslandsstofu eru útlendingar hvattir til að taka upp öskur sín sem síðan munu glymja í gegnum hátalara víðs vegar um Ísland. Streitulosun og ferðalög eru markmiðin.
Kjarninn 15. júlí 2020
„Nú var það þannig að ég var tekin í gíslingu“
Öll þau fimmtíu og sjö ríki sem eiga aðild að ÖSE hafa neitunarvald þegar kemur að skipan æðstu yfirmanna. „Fyrir svona rúmum mánuði síðan hefði mér ekki dottið þetta í hug – að þetta væri yfirvofandi,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við Kjarnann.
Kjarninn 15. júlí 2020
Bæjarhúsin að Heyklifi.
Hágæða ferðaþjónusta „sem á engan sinn líka“ þarf ekki í umhverfismat
Á jörðinni Heyklifi sunnan Stöðvarfjarðar er áformað að reisa hótel og heilsulind fyrir um 250 gesti. Framkvæmdaaðili hyggst reyna að raska „sérstæðri og tilkomumikilli“ náttúru svæðisins sem minnst en hún einkennist af klettakömbum og klettóttri strönd.
Kjarninn 15. júlí 2020
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent