Lárus Welding fær fimm ára dóm í Stím-málinu

Héraðsdómur dæmdi aftur í Stím-málinu í dag, tveimur árum upp á dag eftir að fyrri dómur hans í málinu var kveðinn upp. Niðurstaðan var sú sama.

Lárus Welding var forstjóri Glitnis fyrir hrun.
Lárus Welding var forstjóri Glitnis fyrir hrun.
Auglýsing

Lárus Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­­stjóri Glitn­is, var í dag dæmdur í fimm ára fang­elsi fyrir umboðs­­svik í Stím-­­mál­inu. Jóhannes Bald­­ur­s­­son, sem var fram­­kvæmda­­stjóri mark­aðsvið­­skipta hjá bank­­anum var dæmdur í tveggja ára fang­elsi og Þor­­valdur Lúð­vík Sig­­ur­jóns­­son, fyrr­ver­andi banka­­stjóri Saga Capital, var dæmdur í átján mán­aða fang­elsi. Frá þessu er greint á vef RÚV.

Lárus, Jóhannes og Þor­­valdur voru ákærðir vegna lán­veit­inga sem Glitnir veitti Stími til að kaupa hlutafé í bank­an­um, en hluta­bréfa­­kaup Stíms í Glitni og FL Group námu tæpum 25 millj­­örðum króna. Kaupin voru að stórum hluta fjár­­­mögnuð með láni frá Glitni og hluta­bréfin sjálf voru eina veð­ið.

Lárus sætti ákæru í tveimur liðum ákærunnar en þeir Jóhannes og Þor­­valdur í þeim þriðja. Allir neit­uðu sök. Lárus og Jóhannes voru báðir dæmdir fyrir umboðs­­svik og Þor­­valdur fyrir hlut­­deild í umboðs­svik­­um.

Auglýsing

Menn­irnir þrír hlutu sömu dóma í hér­aðs­dómi fyrir nákvæm­lega tveimur árum síð­an, þann 21. des­em­ber 2015. Í sumar vís­aði Hæsti­réttur mál­inu aftur til hér­aðs­dóms og ómerkti um leið fyrri dóm í mál­inu. Ástæðan var van­hæfi dóm­ara, Sig­ríðar Hjalte­sted. Því þurfti að end­ur­flytja málið í hér­aði.

Keypti hluta­bréf í GlitniMálið snýst ann­­ars vegar um tug­millj­­arða króna lán­veit­ingar til félags­­ins Stím ehf., í nóv­­em­ber 2007 og jan­úar 2008. Stím var búið til af starfs­­mönnum Glitnis í þeim til­­­gangi að kaupa hluta­bréf í bank­­anum sjálfum og stærsta eig­anda hans, FL Group, sem bank­inn sat uppi með á velt­u­­bók sinni. Eng­inn mark­aður var fyrir bréfin á því verði sem Stím greiddi fyrir þau.

Lýstar kröfur í bú Stím þegar það fór á haus­inn voru rúm­­lega 24 millj­­arðar króna. 0,06 pró­­sent fékkst upp í kröf­­urn­­ar. Ljóst er að fjár­­tjón lán­veit­enda, Glitn­is, var því gríð­­ar­­legt. Lárus Weld­ing var ákærður fyrir umboðs­­svik í tveimur liðum vegna lán­veit­ing­anna sem áttu sér stað í nóv­­em­ber 2007 og í jan­úar 2008, en hann var for­­stjóri Glitnis á þeim tíma.

Tapá­hætta færð af Sögu

Hins vegar snýst málið um kaup fag­fjár­­­festa­­sjóðs­ins GLB  FX á víkj­andi skulda­bréfi af Saga Capi­­tal í ágúst 2008. Saga hafði lánað Stím millj­­arð króna en þegar ljóst varð að Stím var komið með nei­­kvætt eigið fé setti, sam­­kvæmt ákæru, Þor­­valdur Lúð­vík Sig­­ur­jóns­­son, þáver­andi for­­stjóri og eig­andi í Sögu Capital, mik­inn þrýst­ing á Glitni að kaupa af sér skulda­bréf­ið. Það var loks gert í ágúst 2008, skömmu fyrir banka­hrun, og öll upp­­hæðin auk vaxta end­­ur­greidd til Sögu Capi­­tal. Hún nam um 1,2 millj­­arði króna.

Kaup­and­inn var umræddur sjóð­­ur, GLB FX. Með því var tap vegna Stím fært af Sögu Capi­­tal yfir á þá sem áttu hlut­­deild í sjóðn­­­um. Þar á meðal voru íslenskir líf­eyr­is­­sjóð­­ir. Jóhannes Bald­­ur­s­­son var fram­­kvæmda­­stjóri mark­aðsvið­­skipta Glitnis á þessum tíma og tók, sam­­kvæmt ákæru, ákvarð­­anir um að kaupa hið verð­litla skulda­bréf á fullu verði. Hann var ákærður fyrir umboðs­­svik. Þor­­valdur Lúð­vík var síðan ákærður fyrir hlut­­deild í umboðs­svik­­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent