Lárus Welding fær fimm ára dóm í Stím-málinu

Héraðsdómur dæmdi aftur í Stím-málinu í dag, tveimur árum upp á dag eftir að fyrri dómur hans í málinu var kveðinn upp. Niðurstaðan var sú sama.

Lárus Welding var forstjóri Glitnis fyrir hrun.
Lárus Welding var forstjóri Glitnis fyrir hrun.
Auglýsing

Lárus Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­­stjóri Glitn­is, var í dag dæmdur í fimm ára fang­elsi fyrir umboðs­­svik í Stím-­­mál­inu. Jóhannes Bald­­ur­s­­son, sem var fram­­kvæmda­­stjóri mark­aðsvið­­skipta hjá bank­­anum var dæmdur í tveggja ára fang­elsi og Þor­­valdur Lúð­vík Sig­­ur­jóns­­son, fyrr­ver­andi banka­­stjóri Saga Capital, var dæmdur í átján mán­aða fang­elsi. Frá þessu er greint á vef RÚV.

Lárus, Jóhannes og Þor­­valdur voru ákærðir vegna lán­veit­inga sem Glitnir veitti Stími til að kaupa hlutafé í bank­an­um, en hluta­bréfa­­kaup Stíms í Glitni og FL Group námu tæpum 25 millj­­örðum króna. Kaupin voru að stórum hluta fjár­­­mögnuð með láni frá Glitni og hluta­bréfin sjálf voru eina veð­ið.

Lárus sætti ákæru í tveimur liðum ákærunnar en þeir Jóhannes og Þor­­valdur í þeim þriðja. Allir neit­uðu sök. Lárus og Jóhannes voru báðir dæmdir fyrir umboðs­­svik og Þor­­valdur fyrir hlut­­deild í umboðs­svik­­um.

Auglýsing

Menn­irnir þrír hlutu sömu dóma í hér­aðs­dómi fyrir nákvæm­lega tveimur árum síð­an, þann 21. des­em­ber 2015. Í sumar vís­aði Hæsti­réttur mál­inu aftur til hér­aðs­dóms og ómerkti um leið fyrri dóm í mál­inu. Ástæðan var van­hæfi dóm­ara, Sig­ríðar Hjalte­sted. Því þurfti að end­ur­flytja málið í hér­aði.

Keypti hluta­bréf í GlitniMálið snýst ann­­ars vegar um tug­millj­­arða króna lán­veit­ingar til félags­­ins Stím ehf., í nóv­­em­ber 2007 og jan­úar 2008. Stím var búið til af starfs­­mönnum Glitnis í þeim til­­­gangi að kaupa hluta­bréf í bank­­anum sjálfum og stærsta eig­anda hans, FL Group, sem bank­inn sat uppi með á velt­u­­bók sinni. Eng­inn mark­aður var fyrir bréfin á því verði sem Stím greiddi fyrir þau.

Lýstar kröfur í bú Stím þegar það fór á haus­inn voru rúm­­lega 24 millj­­arðar króna. 0,06 pró­­sent fékkst upp í kröf­­urn­­ar. Ljóst er að fjár­­tjón lán­veit­enda, Glitn­is, var því gríð­­ar­­legt. Lárus Weld­ing var ákærður fyrir umboðs­­svik í tveimur liðum vegna lán­veit­ing­anna sem áttu sér stað í nóv­­em­ber 2007 og í jan­úar 2008, en hann var for­­stjóri Glitnis á þeim tíma.

Tapá­hætta færð af Sögu

Hins vegar snýst málið um kaup fag­fjár­­­festa­­sjóðs­ins GLB  FX á víkj­andi skulda­bréfi af Saga Capi­­tal í ágúst 2008. Saga hafði lánað Stím millj­­arð króna en þegar ljóst varð að Stím var komið með nei­­kvætt eigið fé setti, sam­­kvæmt ákæru, Þor­­valdur Lúð­vík Sig­­ur­jóns­­son, þáver­andi for­­stjóri og eig­andi í Sögu Capital, mik­inn þrýst­ing á Glitni að kaupa af sér skulda­bréf­ið. Það var loks gert í ágúst 2008, skömmu fyrir banka­hrun, og öll upp­­hæðin auk vaxta end­­ur­greidd til Sögu Capi­­tal. Hún nam um 1,2 millj­­arði króna.

Kaup­and­inn var umræddur sjóð­­ur, GLB FX. Með því var tap vegna Stím fært af Sögu Capi­­tal yfir á þá sem áttu hlut­­deild í sjóðn­­­um. Þar á meðal voru íslenskir líf­eyr­is­­sjóð­­ir. Jóhannes Bald­­ur­s­­son var fram­­kvæmda­­stjóri mark­aðsvið­­skipta Glitnis á þessum tíma og tók, sam­­kvæmt ákæru, ákvarð­­anir um að kaupa hið verð­litla skulda­bréf á fullu verði. Hann var ákærður fyrir umboðs­­svik. Þor­­valdur Lúð­vík var síðan ákærður fyrir hlut­­deild í umboðs­svik­­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Svein Har­ald Øygard.
20 af 50 stærstu vogunarsjóðum heims komu til Íslands til að hagnast á hruninu
Sjóðir sem keyptu kröfur á íslenska banka á hrakvirði högnuðust margir hverjir gríðarlega á fjárfestingu sinni. Arðurinn kom m.a. úr hækkandi virði skuldabréf og skuldajöfnun en mestur var ágóðinn vegna íslensku krónunnar.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent