Fær 135.480 krónur á mánuði fyrir formennsku í samgönguráði

Þórunn Egilsdóttir, nýskipaður formaður samgönguráðs, fær ein greitt fyrir setu sína í ráðinu. Þau laun koma til viðbótar við þingfarakaup og álag fyrir að gegna starfi þingflokksformanns Framsóknarflokksins.

Þórunn Egilsdóttir
Auglýsing

Nýskip­aður for­mað­ur, Þór­unn Egils­dótt­ir, fær 135.480 krónur í greiðslur á mán­uði fyrir for­manns­stöð­una. Þór­unn er einnig þing­maður og þing­flokks­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins. Fyrir þá vinnu þiggur hún 1,1 milljón króna á mán­uði í þing­fara­kaup auk þess sem hún fær 165.179 krónur á mán­uði í álag vegna starfa sinna sem þing­flokks­for­mað­ur.

Aðrir sem sitja í sam­göngu­ráði fá ekki greitt fyrir stöðu sína innan ráðs­ins en þeir sem sitja með henni þar eru for­stöðu­menn Vega­gerð­ar­inn­ar, Sam­göngu­stofu og Isa­via.

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu­ráð­herra skip­aði í síð­ustu viku, Þór­unni sem for­mann sam­göngu­ráðs. Í til­kynn­ingu vegna skip­unar hennar segir að Þór­unn hafi víð­tæka reynslu af sam­göngu - og þing­mál­um. Þá hafi hún hefur setið í stjórn Sam­taka sveit­ar­stjórnar Aust­ur­lands sem fjalla m.a. mikið um sam­göng­ur. Þór­unn hefur setið í sveit­ar­stjórn í nokkur ár, verið odd­viti Vopna­fjarð­ar­hrepps, setið í nokkrum þing­nefnd­um, auk for­sætis­nefndar Alþing­is. Hún hefur einnig mikla reynslu af verk­efna­stjórn­un. Hún var kjörin til setu á Alþingi 2013 fyrir Fram­sókn­ar­flokk­inn og varð for­maður þing­flokks hans 2015 og aftur frá 2016.

Auglýsing

Sam­kvæmt lögum um sam­göngu­ráð skal ráð­herra skipa for­mann sam­göngu­ráðs og er skip­un­ar­tími hans fjögur ár, en er þó tak­mark­aður við setu þess ráð­herra sem skip­ar. Þór­unn kemur í stað Ásmundar Frið­riks­son­ar, þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem var skip­aður í starfið af Jóni Gunn­ars­syni, fyrr­ver­andi sam­göngu­ráð­herra.Meira úr sama flokkiInnlent