Hæstu og lægstu laun tekin saman eftir starfsgreinum

Margfaldur munur er á milli hæstu og lægstu launa einstaklinga eftir flokkum, samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar.

Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag
Auglýsing

Gíf­ur­legur munur er á milli hæstu og lægstu launa innan starfs­greina í land­inu. Tekju­blað Frjálsrar versl­unar kom út í dag og venju sam­kvæmt tók blaðið saman tekjur þús­unda Íslend­inga og birt­i. 

Tæpar 50 millj­ónir á mán­uði

Launa­hæsti for­stjór­inn er Árni Harð­ar­son, for­stjóri Salt Invest­ments, með 47,7 millj­ónir á mán­uði. Á eftir honum kemur Valur Ragn­ars­son, for­stjóri Med­is, með rúmar 24 millj­ón­ir. Launa­lægstu for­stjór­arnir í Tekju­blað­inu eru Helga María Helga­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Net­gíró, og Dag­mar Har­aldsótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Saga­events, sem eru báðar með 718 þús­und krónur á mán­uð­i. 

Launa­hæstu starfs­menn fjár­mála­fyr­ir­tækja í blað­inu eru Christopher M. Perr­in, stjórn­ar­for­maður ALMC (áður Straumi-­Burða­r­ás), með rúmar 48 millj­ónir á mán­uði, og Jakob Már Ásmunds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Straums, með rúmar 34,5 millj­ón­ir. Launa­lægstu starfs­menn fjár­mála­fyr­ir­tækja í Frjálsri verslun eru Stefán Garð­ar­son, for­stöðu­maður fyr­ir­tækja­sviðs Birg­un­ar, með 587 þús­und krón­ur, og Svan­borg S. Víglunds­dótt­ir, þjón­ustu­stjóri Lands­bank­ans á Vopna­firði, með 582 þús­und krón­ur. 

Auglýsing

Launa­hæsta með 13 millj­ónir og lægsti með 530 þús­und

Í flokknum Ýmsir menn úr atvinnu­líf­inu eru þau Guð­björg Edda Egg­erts­dótt­ir, stjórn­ar­maður í Virð­ingu, og Gestur Þór­is­son ráð­gjafi launa­hæst. Guð­björg er með rúmar 13,3 millj­ónir og Gestur með tæpar sex millj­ón­ir. Þau launa­lægstu í þessum flokki eru Sig­þrúður Guð­mundsótt­ir, stjálf­stætt starf­andi ráð­gjafi, með 537 þús­und krón­ur, og Eysteinn Helga­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Kaupáss með 528 þús­und. 

Ólafur hæst­ur, Ólína lægst

Ólafur Ragnar Gríms­son, frá­far­andi for­seti, er launa­hæstur í flokknum For­seti, alþing­is­menn og ráð­herr­ar, með tæpar 2,3 millj­ónir á mán­uði. Á eftir honum kemur Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, með 1,7 millj­ón. Þær launa­lægstu í flokknum í blað­inu eru Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, þing­maður Pírata, með 328 þús­und krónur og Ólína Kjer­úlf Þor­varð­ar­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar, með 312 þús­und krón­ur. 

Garða­bær gefur vel

Gunnar Ein­ars­son, bæj­ar­stjóri í Garða­bæ, er launa­hæstur sveit­ar­stjórn­ar­manna, með rúmar 2,3 millj­ónir á mán­uði. Síðan kemur Jens Garðar Helga­son, for­maður bæj­ar­ráðs Fjarð­ar­byggðar og for­maður SFS, með tæpa 2,1 millj­ón. Þau launa­lægstu í flokknum eru Guðný Hrund Karls­dótt­ir, sveit­ar­stjórn­ar­maður í Húna­þingi vestra, með 965 þús­und krón­ur, og Dan­íel Jak­obs­son, bæj­ar­full­trúi hjá Ísa­fjarð­ar­bæ, með 953 þús­und krónur á mán­uð­i. 

Helga Sig­rún Harð­ar­dótt­ir, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Smaís, er launa­hæst í flokknum Hags­muna­sam­tök og aðilar vinnu­mark­að­ar­ins, með tæpar 4,7 millj­ón­ir. Síðan kemur Frið­bert Trausta­son, for­maður Sam­taka starfs­manna fjár­mála­fyr­ir­tækja, með tæpar 4,3 millj­ónir króna í mán­að­ar­laun. Launa­lægstu í flokknum eru Elín­rós Líndal, for­stöðu­maður hjá Sam­tökum iðn­að­ar­ins, með 618 þús­und krón­ur, og Jóhann Már Sig­ur­björns­son, for­maður Sam­taka leigj­enda, með 585 þús­und krónur á mán­uð­i. 

Páll Matth­í­as­son með hæstu launin

Páll Matth­í­as­son, for­stjóri Land­spít­ala, er launa­hæsti for­stóri rík­is­fyr­ir­tækja, með rúmar 2,2 millj­ón­ir. Næst kemur Gróa B. Jóhann­es­dótt­ir, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri á Sjúkra­hús­inu á Akur­eyri, með tæpar 2,2 millj­ón­ir. Þeir launa­lægstu í flokknum í blaði Frjálsrar versl­unar í flokknum Emb­ætt­is­menn og for­stjórar rík­is­fyr­ir­tækja eru Gunnar Þor­kels­son, hér­aðs­dýra­læknir Suð­ur­um­dæm­is, með 848 þús­und krón­ur, og Magnús Jóhann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Norð­ur­skauts­ráðs­ins, með 829 þús­und krón­ur. 

Þor­valdur Ingv­ars­son, bæklung­ar­skurð­læknir og yfir­maður hjá Öss­uri, er lang­launa­hæsti lækn­ir­inn, með rúmar 17 millj­ón­ir. Næstur eru Björn Zoega, fyrr­ver­andi for­stjóri Land­spít­al­ans og for­stjóri bækl­un­ar­spegl­una á GHP sjúkra­hús­inu í Stokk­hólmi, með rúmar 3,8 millj­ón­ir. Þeir launa­lægstu í flokknum í blað­inu eru Hlynur Torfi Trausta­son, lyfja­fræð­ingur hjá. Parlog­is, með 510 þús­und, og Smári Stein­gríms­son skurð­læknir með 502 þús­und á mán­uð­i. 

Sig­finnur Þor­leifs­son, sér­þings­prestur LSH, er launa­hæsti prest­ur­inn með rúma 1,8 milljón á mán­uði. Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, sókn­ar­prestur Graf­ar­vogi, er launa­lægst í úttekt­inni, með 743 þús­und krón­ur. 

Lög­maður með 30 millj­ónir á mán­uði

Sig­urður G. Guð­jóns­son, eig­andi Draupn­is, er launa­hæsti lög­fræð­ing­ur­inn með 28,8 millj­ón­ir. Næstur er Óttar Páls­son, hjá Logos, með tæpar 26,2. Þeir launa­lægstu í flokknum eru Borgar Þór Ein­ars­son, hjá Cato lög­mönn­um, með 908 þús­und og Sig­urður Snæ­dal Júl­í­us­son, hjá Íslög­um, með 903 þús­und. 

Hallur A. Bald­urs­son, stjórn­ar­for­maður ENNEMM, er tekju­hæsti aug­lýs­inga­mað­ur­inn með 1,7 milljón á mán­uði. Jordi Serra Vega, hjá Jóns­son og Le’macks, er launa­lægst­ur, með 393 þús­und krón­ur. 

Eyvi með 170 þús­und á mán­uði

Ragnar Jón­as­son, rit­höf­undur og lög­fræð­ing­ur, er launa­hæsti lista­mað­ur­inn með rúmar 2,6 millj­ónir á mán­uði. Næstur er Brynjar Leifs­son tón­list­ar­maður með tæpa 1,8 millj­ón. Launa­lægstu lista­menn­irnir eru Helgi Sæmundur Guð­munds­son í Úlfur Úlf­ur, með 170 þús­und, og Eyjólfur Krist­jáns­son tón­list­ar­maður með 169 þús­und.

Meðal íþrótta­manna og þjálf­ara eru þeir Sig­ur­karl Aðal­steins­son fit­ness­meist­ari, sem er með tæpa 1,8 milljón á mán­uði, og Krist­inn Kjærne­sted, for­maður knatt­spyrnu­deildar KR, með tæpa 1,3 millj­ón­ir, launa­hæst­ir. Launa­lægstir eru Hilmar Þór Ólafs­son, einka­þjálf­ari í World Class, með 150 þús­und, og Hel­ena Sverr­is­dóttir körfuknatt­leiks­kona með 138 þús­und krónur í laun á mán­uð­i. 

Morg­un­blaðið á toppnum

Í flokknum Fjöl­miðla­menn eru það Morg­un­blaðs­menn­irnir Davíð Odds­son rit­stjóri og Har­aldur Johann­es­en, fram­kvæmda­stjóri Árvak­urs launa­hæst­ir. Davíð er með rúmar 3,6 millj­ónir á mán­uði og Har­aldur með rúmar 2,4 millj­ón­ir. Eins og kunn­ugt er var Davíð í fram­boði til for­seta. Hann var með hærri laun en allir hinir átta fram­bjóð­end­urnir sam­tals. Launa­lægstu fjöl­miðla­menn­irnir í Tekju­blað­inu eru Sig­urður Bogi Sæv­ars­son, blaða­maður á MBL, með 509 þús­und krón­ur, og Trausti Haf­liða­son, blaða­maður á Við­skipta­blað­inu, með 508 þús­und. 

Skip­stjórar með tæpar fimm millj­ónir

Pétur Hörður Hann­es­son, aðjúnkt við lækna­deild HÍ, er launa­hæsti skóla­mað­ur­inn með rúmar 2,4 millj­ónir á mán­uði. Kristín Jóhann­es­dótt­ir, skóla­stjóri Aust­ur­bæj­ar­skóla, er launa­lægst, með 761 þús­und krónur á mán­uði. Meðal sjó­manna eru skip­stjór­arnir Bergur Ein­ars­son og Guð­laugur Jóns­son launa­hæst­ir. Bergur var með rúmar 4,6 millj­ónir á mán­uði og Guð­laugur með ræpar 4,6 millj­ón­ir. Sig­urður Villi Guð­munds­son, vél­stjóri hjá HB Granda, er launa­lægstur í þeim flokki, með 742 þús­und krónur á mán­uð­i. 

Listi Frjálsrar versl­unar er byggður á útsvar­s­­skyldum tekjum á árinu 2015. Þær þurfa því ekki að end­­ur­­spegla föst laun við­kom­andi. Í ein­hverjum til­­vikum kann skatt­­stjóri að hafa áætlað tekj­­ur. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None