Persónuvernd segir að það geti samrýmst lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga að framkvæma skimun á tilfinningavanda barna í 9. bekk að því gefnu að tilskildar öryggiskröfur séu uppfylltar.
Stofnunin hafi komist að þessari niðurstöðu í mars 2017. Reykjavíkurborg sé hins vegar enn að vinna að því að uppfylla þær kröfur sem til þurfi.
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og varaformaður flokksins, skrifaði grein á Kjarnann í gær þar sem hún sagði að Reykjavíkurborg hefði skimað öll börn í 9. bekk fyrir tilfinningavanda og að þeim sem þurftu og vildu hafi í kjölfarið verið boðið upp á stuðning og námskeið til að styrkja sitt geð og bæta líðan. „Persónuvernd stöðvaði þá aðferð og hefur ekki skorið úr um hvort það sé heimilt.“