#Metoo áskorun kvenna af erlendum uppruna á íslensku og ensku

660 konur eru í Facebook-hópi þar sem reynslusögum og undirskriftum kvenna af erlendum uppruna er safnað saman. 97 þeirra skrifa undir áskorun til íslensks samfélags vegna stöðu þeirra.

#metoo mynd
Auglýsing

Yfir­lýs­ing kvenna af erlendum upp­runa sem búa á Íslandi:

#Metoo bylt­ingin á Íslandi hefur leitt til þess að fólk hefur opnað augun fyrir kyn­ferð­is­of­beldi, mis­munun og áreiti gagn­vart kon­um. Konur úr ýmsum starfs­stéttum hafa stigið fram og deilt frá­sögnum úr sínu vinnu­um­hverfi þar sem þær hafa orðið fyrir mark­vissu nið­ur­broti og kerf­is­bund­inni mis­beit­ingu valds af hálfu karl­manna. Konur hafa und­an­farið staðið upp og kraf­ist þess að sam­fé­lagið í heild sinni opni blinda augað sem snúið hefur að þess­ari stöðu. Kyn­bundin mis­munun leiðir til mis­notk­unar og áreitis og því þurfa vinnu­veit­endur að setja sér áætl­anir og hrinda í fram­kvæmd verk­ferlum sem tryggja jafn­ræði kynj­anna.

Við konur af erlendum upp­runa sem búum hér á landi höfum átt erfitt með að finna okkur stað innan #Metoo bylt­ing­ar­inn­ar. Fáar af þeim konum sem stigið hafa fram með sínar frá­sagnir hingað til, til­heyra þeim hópi. En er það vegna þess að við erum hafðar útundan eða kjósum við að standa hjá? Það er mik­il­vægt að við leitum svara við þeim spurn­ingum og að við þorum að finna svörin við þeim. Það er ekki síður mik­il­vægt að skilja hvers vegna við þurfum að svara þessum spurn­ing­um, nú þegar konur hafa kosið að rjúfa þögn­ina, standa saman og treysta því að sam­fé­lagið leggi við hlustir og bregð­ist við hinni háværu umræðu með þungu undir­öld­unni. 

Auglýsing
Frásagnir kvenna af erlendum upp­runa eru ofnar úr for­dóm­um, mis­mun­un, mark­vissu nið­ur­broti, van­rækslu, úti­lokun og mis­notk­un. Margar okkar hafa upp­lifað það að hafa verið yfir­gefnar og ein­angr­aðar af hálfu þeirra sem þær treystu. Með því að sam­ein­ast um frá­sagnir hafa augu okkar hins vegar opn­ast fyrir því að sam­fé­lagið hefur um langa hríð snúið blinda aug­anu að ýmsu mis­jöfnu sem átt hefur sér stað gagn­vart konum af erlendum upp­runa. Fram­komu sem hefur leitt til þess að margar okkar upp­lifa sig ekki öruggar og að mörgum okkar finnst við ekki eiga sama rétt til vernd­ar, aðstöðu og rétt­inda í íslensku sam­fé­lagi. 

Hér á eftir fara frá­sagnir hug­rakkra kvenna sem deila með okkur sínum veru­leika. Við óskum einskis ann­ars en að þær séu lesnar með virð­ingu fyrir því sem systur okk­ar, mæð­ur, dætur og bestu vin­konur hafa upp­lifað og að hver og einn les­andi spyrji sig hvort hann/hún hefði getað brugð­ist öðru­vísi við. Við óskum þess að við leitum leiða til þess að við sem sam­fé­lag getum stutt og styrkt konur af erlendum upp­runa. Við óskum þess að hver og einn finni leiðir til að brjóta niður múra þagnar og hræðslu í þeim til­gangi að leggja sitt af mörkum við að skapa öruggan stað í sam­fé­lag­inu fyrir konur sem þurfa á vernd og styrk að halda. 

Það er mik­il­vægt að setja á dag­skrá ástæður for­dóma, mis­mun­unar og nið­ur­brots sem konur af erlendum upp­runa upp­lifa á Íslandi. Sumum okk­ar, sem hafa orðið fórn­ar­lömb heim­il­is­of­beld­is, kyn­ferð­is­of­beldis og jafn­vel mansals, er mark­visst haldið í við­kvæmri stöðu sem jafn­vel er notuð gegn þeim. Gáf­að­ar, mennt­að­ar, sterkar og fal­legar konur flytja hingað til lands ala með sér sömu drauma og vonir og íslenskar konur um bjarta fram­tíð og vel­gengni. Þegar þessar konur sjá drauma og vonir verða að engu vegna kerf­is­bund­inna for­dóma, van­rækslu og mis­mun­un­ar, er þeim þröngvað í hlut­verk fórn­ar­lambs sem oftar en ekki er upp á kval­ara sinn kom­ið. 

Konur af erlendum upp­runa krefj­ast nú sömu athygli og íslenskar kyn­systur þeirra og að sam­fé­lagið bregð­ist við þeirra frá­sögnum með sama hætti og frá­sögnum íslenskra kvenna.  Fyr­ir­tæki, sam­tök, íþrótta­fé­lög og sveit­ar­fé­lög setja nú saman aðgerða­á­ætl­anir og verk­ferla sem útrýma eiga kyn­ferð­is­legri mis­mun­un, mis­notkun og áreiti. Innan þess­ara áætl­ana og ferla þarf að vera pláss fyrir konur af erlendum upp­runa. Þar þarf að horfa sér­stak­lega til vald­efl­ingar þessa við­kvæma hóps, sem þarf ekki bara að eiga sína rödd. Sú rödd þarf líka að njóta skiln­ings og virð­ing­ar. Við viljum að vinnu­veit­endur tryggi það að við séum upp­lýstar um rétt­indi okkar og að verk­ferlar séu skýrir og boð­leiðir greiðar þegar við þurfum að vernda rétt­indi okkar sjálfra. 

Innan heil­brigð­is­kerf­is­ins, vel­ferð­ar­kerf­is­ins og dóms­kerf­is­ins þurfa íslensk stjórn­völd, bæði ríki og sveit­ar­fé­lög, að tryggja það að konur af erlendum upp­runa eigi greiða leið að úrræðum til að vernda við­kvæma stöðu sína. Margar okkar hafa þjáðst í þögn þegar við höfum hvorki haft þekk­ingu á eða borið traust til þess­ara þriggja kerfa sem eru uppi­staða örygg­is­nets­ins sem hvert heil­brigt sam­fé­lag passar að séu aðgengi­leg fyrir alla þá sem á þurfa að halda. Til að grípa þá sem minnst mega sín. Og til að tryggja að grund­vallar mann­rétt­indi séu virt þannig að eng­inn þurfi að líða fyrir upp­runa sinn eða lit­ar­hátt, trú sína eða kyn­hneigð. 

Við ætlum ekki lengur að standa hjá í þögn. Við höfum fundið okkur vett­vang til að standa saman og teygjum okkur nú til sam­fé­lags­ins sem við búum í, elskum og vinnum í, til að standa með okk­ur. #Metoo er #VIЭlíka hreyf­ing þar sem við stöndum stoltar til að bjóða mis­munun og mis­notkun byrg­inn. Konur af erlendum upp­runa geta líka látið í sér heyra. 

Þær frá­sagnir sem koma hér á eftir þarf að lesa með gler­augum virð­ing­ar, skiln­ings og var­færni. Þessar hug­rökku konur hafa valið að deila þessum sárs­auka­fullu frá­sögnum undir nafn­leysi. Við biðjum um að les­endur nýti þær til­finn­ingar sem kunna að vakna við lest­ur­inn til að finna leiðir til að bæta stöðu okkar og brúa það bil sem mynd­ast hefur á milli okkar og ann­arra í sam­fé­lag­inu.

Hægt er að lesa frá­sagnir kvenn­anna hér.

Áskorun til sam­fé­lags­ins: 

  • Við skorum á sam­fé­lagið að við­ur­kenna að konur af erlendum upp­runa hafa mis­mun­andi þarfir sem þarf að mæta á vinnu­stöðum þeirra, í sam­fé­lag­inu og af hálfu þeirra sem veita sam­fé­lags­lega þjón­ustu.
  • Við skorum á sam­fé­lagið að við­ur­kenna að konur af erlendum upp­runa eru við­kvæmur hópur sem er útsettur fyrir kerf­is­bund­inni mis­mun­un, ofbeldi og nið­ur­broti.
  • Við skorum á sam­fé­lagið að innan allra áætl­ana og ferla sem snú­ast um að útrýma kyn­bund­inni mis­mun­un, áreiti og ofbeldi sé gert ráð fyrir vald­efl­ingu kvenna af erlendum upp­runa.
  • Við skorum á stjórn­völd, bæði ríki og sveit­ar­fé­lög að tryggja eft­ir­lit og vernd kvenna af erlendum upp­runa.
  • Við skorum á stjórn­völd, bæði ríki og sveit­ar­fé­lög að tryggja öruggar boð­leiðir og far­vegi til að rétt­indi kvenna af erlendum upp­runa séu virt.
  • Við und­ir­ritum þessa beiðni í þeirri von að þátt­taka okkar í #Metoo bylt­ing­unni styrki bönd milli allra þegna sam­fé­lags­ins og styrki bar­átt­una gegn kyn­bund­inni mis­mun­un, áreiti og ofbeldi í sam­fé­lag­inu. Með því leggjum við okkar lóð á vog­ar­skálar þess að búa til betra og örugg­ara sam­fé­lag fyrir okkur öll. 

Statem­ent in Eng­lis­h: 

The #Metoo movem­ent here in Iceland has opened many an eye to sexual abuse, discrim­ination and harass­ment aga­inst women. Women from vari­ous career fields have stepped up and shared stor­ies from wit­hin their places of work. Stor­ies which are laced with degradation and the systematic abuse of male power. Women have stood up and dem­anded that soci­ety no lon­ger turn a blind eye, work places need to put into act­ion plans and systems to promote genuine equ­ality and era­d­icate the very root of the problem that is sexual discrim­ination lea­d­ing to abuse and harass­ment.

We women of for­eign origin res­i­ding in Iceland have had a difficult time find­ing our place wit­hin the #Metoo movem­ent. It must be not­iced that in previ­ously rel­e­a­sed stor­ies and petit­ions there is a lack of women of for­eign orig­in. Were we left behind or did we choose not to parta­ke? Both questions are very valid and import­ant for us to dare and ask our­selv­es. More import­antly the fact that we should have to ask these questions need be und­er­stood.  We have decided to break our silence, stand together in solida­rity and trust that the soci­ety wit­hin which we res­ide will take not­ice and take act­ion on our behalf. 

Our stor­ies are laced with preju­dice, discrim­ination, systematic degradation, seclusion, man­ipulation and abuse of the worst kind. Many of us have experienced extreme abandon­ment and isolation at the hands of the very people who are responsi­ble for prot­ect­ing and empower­ing us. Through shar­ing our stor­ies we have lear­ned that soci­ety has looked the other way far too long, and in doing so has created a space where far too many of us do not feel safe or even that we have rights to the same prot­ect­ions and amenities as our Icelandic sisters.  

Auglýsing
In the foll­owing pages some very brave women have shared with us their stor­ies. We ask only that you read these stor­ies with respect for that which our sisters, mothers, daughters and best fri­ends have sur­vi­ved. We ask that anyone rea­d­ing this look wit­hin and ask your­self what could I have done differ­ent­ly? How can I supp­ort and empower women of for­eign origin in my place of work? What can I, from my position of power do to help break down the walls of silence and fear in order to help create a safe place for every woman in need wit­hin my comm­unity? 

It is very import­ant that we address fir­stly the very root of preju­dice, neg­lect, discrim­ination and degradation which women of for­eign origin experience in Iceland. Women whom have become vict­ims of domestic violence, sexual abuse and even human traffick­ing are held in a certain position in soci­ety where their vulnera­ble status is man­ipulated and used aga­inst them. Women who are intelli­g­ent, well educated, beauti­ful and strong move here with the same dreams and hopes as any woman born of Icelandic blood. When those dreams are shatt­ered through systematic preju­dice, degradation and discrim­ination many women are forced into a space where they become vict­ims dependent upon their abusers.  

We dem­and that act­ion be taken on our behalf. Many businesses, unions, athletic clubs and even mun­icipa­lities are putt­ing forth plans of act­ion in order to wipe out sexual discrim­ination, abuse and harass­ment. We dem­and that wit­hin these plans of act­ion there be specific all­owances for women of for­eign orig­in. The all­owances must include empowerment schemes where we too have a voice which is not only heard but respect­ed. We dem­and that wit­hin work­places we are taught our rights and proper reso­urces are provided in order for us to app­eal and report when we und­er­stand our rights have been abused or bro­ken. 

We also dem­and that wit­hin the healt­hcare, welfare and just­ice systems the Icelandic govern­ment and all local mun­icipa­lities also design plans of act­ion and develop an app­eal system accessi­ble to us, with respect to our vulnera­ble stat­us. Many women have suffered in silence simply due to the fact that they either have no knowledge or trust for these three very import­ant social systems designed to serve and prot­ect every per­son reg­ar­dless of nationa­lity, skin color, religion or sexual prefer­ence. 

We will no lon­ger remain silent, we have found our plat­form of solida­rity and look now to the very soci­ety in which we live, love and work to stand with us. #Metoo is now a movem­ent where #Wetoo stand lou­dly and prou­dly to say no more discrim­ination and abuse. We are women of for­eign origin res­i­ding in Iceland hear us roar…..

 The foll­owing stor­ies must be read with caution, respect and und­er­stand­ing. Rem­em­ber these brave women who have chosen to share with you their pain and degradation have asked to be left anonymous. Ple­ase learn from what you read and use the feel­ings you experience to help improve our situ­ations and bridge that gap which exists in our soci­ety. 

This is our proclamation to our fellow countrymen here in our home away from home, Iceland. We sign this proclamation in hope that our part­icipation in the #Metoo movem­ent will only strengt­hen bonds between all cit­izens and strengt­hen the fight to era­d­icate sexual discrim­ination, harass­ment and violence wit­hin our soci­ety. Help us to create a safe place in every comm­unity…. 

Chal­lenge to soci­ety:

  • Admission that women of for­eign origin have diverse needs which must be met in the work place, soci­ety and by social service providers.
  • Admission that women of for­eign origin are vulnera­ble and suscepti­ble to systematic degradation, sexual harass­ment and violence.  
  • Every plan of act­ion to era­d­icate gender based discrim­ination, harass­ment, and abuse must have dist­inct empowerment and app­eal schemes for women of for­eign orig­in.
  • Govern­ment org­an­izations at federal and local levels must find a way to ensure over­sight and prot­ect­ion in era­d­icat­ing discrim­ination aga­inst women of for­eign orig­in.
  • Govern­ment org­an­izations at federal and local levels must insure that women of for­eign origin have ready access their rights and to mea­sures to both charge and app­eal if their rights have been bro­ken. 
  • We strive together to create an inclusive “safe place” for vict­ims in every comm­unity. 

Í Face­book hópi þar sem reynslu­sögum og und­ir­skriftum kvenna af erlendum upp­runa er safnað eru 660 konur sem eru annað hvort af fyrstu eða annarri kyn­slóð inn­flytj­enda. Hér eru und­ir­skriftir 97 þeirra kvenna:

  1. Nichole Leigh Mosty, banda­rísk/­ís­lensk, Kenn­ari og verk­efna­stjóri
  2. Bar­bara Bruns Krist­vins­son, banda­rísk/­ís­lensk, Verk­efna­stjóri
  3. Edythe L. Mang­ind­in, banda­rísk/­ís­lensk, Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur/­ljós­móð­ur­nemi, verk­efna­stjóri, stjórn­ar­kona í Sam­tökum kvenna af erlendum upp­runa á Íslandi
  4. Jasmina Crnac, bosn­ísk/­ís­lensk, Stjórn­mála­fræði­nemi, full­trúi i vel­ferða­ráði Reykja­nes­bæjar
  5. Ang­elique Kelley, banda­rísk, For­maður Sam­taka kvenna af erlendum upp­runa á Íslandi
  6. Leana Clothi­er, banda­rísk, Nemi í íslensku sem annað mál
  7. Branka Aleksand­ars­dótt­ir, serbnesk/­ís­lensk, Hag­fræð­ing­ur, sjúkra­liði, félags­liði, öryrki
  8. Achie Afrikana, kenísk/­ís­lensk, Nemi í alþjóða­sam­skiptum
  9. Jos­ephine Wanj­iru Wawira, kenísk/­ís­lensk, Kokkur
  10. Jel­ena Ciric, serbnesk/kana­disk, Ton­list­ar- og blaða­kona
  11. Azra Crnac, bosn­ísk/­ís­lensk, Nemi
  12. Ania Wozn­iczka, pólsk/­ís­lensk, Dokt­or­snemi
  13. Jenna Gott­lieb, banda­rísk, Blaða­kona
  14. Katrín Níels­dótt­ir, kanadísk, Skjala­vörður
  15. Tatj­ana Latinovic,  For­maður inn­flytj­enda­ráðs, deild­ar­stjóri, þýð­andi
  16. Fida Abu Libdeh, palest­ínsk/­ís­lensk, Tækni­fræð­ing­ur, MBA, frum­kvöð­ull
  17. Lily Fis­her, banda­rísk, Verk­efna­stjóri
  18. Sarah Dear­ne, áströlsk, Texta­höf­undur og nemi
  19. Vita, indo­nesísk, Móðir
  20. Laura Cer­vera, mex­ikósk/­ís­lensk, Kenn­ari og túlk­ur, stjórn­ar­kona í Sam­tökum kvenna af erlendum upp­runa á Íslandi
  21. Natalie Colcer­iu, banda­rísk/­ís­lensk, Bóka­safns­fræð­ingur
  22. Ruth Adjaho Sam­ú­els­son, ganísk, Starfs­kona Land­spít­al­ans
  23. Nilm­ini T. Sal­ga­do, srílankísk, ,Starfs­kona Land­spít­al­ans
  24. Pati­ence Afrah Antwi, Rit­ari, Teva
  25. Karoline Boguslawska, pólsk/­ís­lensk, List­fræð­ing­ur/far­ar­stjóri
  26. Virg­inia Gill­ard, bresk/áströlsk, Leik­kona, leik­list­ar­kenn­ari, trúður og rit­höf­undur
  27. Dag­mar Trodler, þýsk, Rit­höf­und­ur,hjúkr­un­ar­fræð­ing­u,u­mönnun fatl­aðra
  28. Alex­andra Mart­ini, Venezu­elan/Itali­an, Lista­kona, hönn­uður
  29. Maureen McLaug­hlin, írsk Skola­liði
  30. Pat­ricia Albuquerque, bra­sílisk/­ís­lensk, Kenn­ari og hótel stjórn­andi
  31. Lydia Holt, banda­rísk, Rit­höf­undur
  32. Katia Arena, áströlsk/ítölsk, Klíniskur sál­fræð­ing­ur, rit­höf­und­ur/­rit­stjóri
  33. Shruthi Basappa, ind­versk, Arki­tekt
  34. Paula Gould, banda­rísk, Mark­aðs- og fjár­fest­inga­stjóri
  35. Ah Leum Kwon, suð­ur­kóresk, Nemi
  36. Nina Kaggwa, úgandísk/­ís­lensk, Mark­þjálfi
  37. Kathrin Lisa van der Linde, hol­lensk/þýsk, Dokt­or­snemi
  38. Eliza­beth Lay, banda­rísk/­ís­lensk, Upp­eld­is­fræð­ingur 
  39. Susan Goll­i­fer, ensk/g­væj­önsk, Mann­rétt­inda­kenn­ara
  40. Sante Feaster, banda­rísk, Sam­skipti og rann­sóknir
  41. Randi W. Stebb­ins, banda­rísk, Kenn­ari
  42. Krist­björg Eva And­er­sen Ramos, ekvadorsk, Stjórn­mála­fræði­nemi
  43. Amal Tamimi, palest­ínsk/­ís­lensk, Félags­fræð­ingur
  44. Fer­i­ane Amrouni, alsírsk, Kenn­ari
  45. Naila Zahin Ana,  Bangla­desh, Rit­höf­undur
  46. Lou­ise Harris, bresk, Lista­kona, kenn­ari
  47. Wiola Anna Ujazdowska, pólsk, Lista­kona
  48. Maricris Castillo de Luna, fil­i­peysk, Kenn­ari
  49. Yara Pol­ana, mósam­bisk, Hönn­uð­ur­/­for­rit­ari
  50. Grace Achi­eng, kenísk, Kenn­ari
  51. Juliet New­son, nýsjá­lensk, Jarð­fræð­ingur og jarð­varma­verk­fræð­ingur
  52. Marika Sochorová, slóvakís­k/­ís­lensk, Skurð­hjúkr­un­ar­fræð­ingur
  53. Syanam Syanam Syanam, Sölu­full­trúi
  54. Cand­ice Michelle Godd­ard, suð­ur­a­frísk, Þjón­ustu­full­trúi
  55. Mart­ina Willi­am, jama­ísk, Leik­skóla­liði
  56. Emily Ward, banda­rísk/­ís­lensk, Nemi
  57. Morna Manekell­er, skosk, Móð­ir, blóma­hönn­uður
  58. Jo Van Schalkwyk, suð­ur­a­frísk, Texta­höf­undur og verk­efna­stjóri
  59. June Scholtz, suð­ur­-a­frísk/­ís­lensk, Fisk­verka­kona
  60. Fanný Goupil-Thi­ercel­in, frönsk/­ís­lensk, Þjón­ustu­starf
  61. Amy Lee, ensk/áströlsk, Leik­skóla­kenn­ari
  62. Joanne Kear­ney, írsk, Tón­list­ar­kona/­nem­i/kokkur
  63. Dorota Joanna Kapanke, pólsk/­ís­lensk, Sölu­kona
  64. Pati­ence A. Karls­son, ganísk, entrepenu­re, education and healt­hcare
  65. Joanna Ewa Dom­in­iczak, pólsk, kenn­ari
  66. Laura Val­entino, banda­rísk/­ís­lensk, Lista­kona og við­móts­hönn­uður
  67. Andrea Ellen Jones, banda­rísk/­ís­lensk, Silf­ur­smiður og fyr­ir­tækja­eig­andi
  68. Brynja Elisa­beth Hall­dórs­dóttir Guð­jóns­son, banda­rísk/­ís­lensk, Lektor Háskóla Íslands
  69. Sabine Leskopf þýsk/­ís­lensk Vara­borg­ar­full­trúi
  70. Verity Lou­ise Sharp, bresk, Verk­efna­stjóri
  71. Saadet Özdemir Hilm­ars­son , tyrk­nesk/­ís­lensk, Leik­skóla­kenn­ari, starfs­kona ATVR
  72. Joanna Marcin­kowska, pólsk/­ís­lensk, Verk­efna­stjóri
  73. Heather Mill­ard, bresk, Kvik­mynda­fram­leið­andi
  74. Elena Vla­dimirovna Zayt­seva, rús­nesk/­ís­lensk, Grunn­skóla­kenn­ari starfar í dag á leik­skól­anum
  75. Shelag Smith, suð­ur­-a­frísk, hof­uð­beina-og spjald­hryggs­jafn­ari/nudd­ari/texta­smiður
  76. Ellen Hong Van Truong, víetnömsk/­Ís­lensk, MA-­nemi í félags­ráð­gjöf
  77. Telma Vel­ez, pórtugalsk/­ís­lensk,  Leik­skóla­kenn­ari/MA. nemi alþjóð­leg­sam­skipti
  78. Sara Elísa­bet Hösk­ulds­dótt­ir, banda­rísk/­ís­lensk, kenn­ara­nemi
  79. Jessica Vill­ar­r­eal Kar­ren, mex­ikósk, Við­skipta­fræð­ingur
  80. Sil­via Zing­ara, pórtugalsk,"sm­all business owner-keep it clean"
  81. Gloria Zar­ela Castro Conde, per­úsk/­ís­lensk, Háskóla­nemi HÍ
  82. Claudia Ashonie Wil­son, jama­ísk/­ís­lensk, lög­maður
  83.  Marion Poil­vez ,frönsk, dokt­or­snemi HÍ
  84. Ana Isor­ena Atla­son, fil­i­peysk/­ís­lenskt, leik­sóla­kenn­ari
  85. Zitha Ngulu­be, zimbwean/iceland­ic, Stundent HÍ & Head of hou­skeep­ing
  86. Katla Ein­ars, banda­rísk/­ís­lensk, förð­un­ar­fræð­ingur og stílisti
  87. Sangeet Kaur, Singa­pore, Asst. nurse Land­spít­ali
  88. Anna María Milosz, pólsk/­ís­lensk,  túlk­ur­/þýð­and­i/­bók­ari
  89. Amanda Jo Wood, banda­rísk, tourist shop
  90. Marvi Ablaza Gil, filli­peysk, hjúkr­un­ar­fræð­ingur
  91. Oli­via Daw­son, bresk, Verk­efna­stjóri
  92. Yerzhana Akh­metzhanova, íslensk rík­is­borg­ari, skrif­stofu­stjóri
  93. Deepa Iyeng­ar, banda­rísk, B.A. stu­dent lingu­ist­ics, HÍ
  94. Lingdi Shao, kín­versk, Freelance translator and proof­r­eader
  95. Kriselle Lou Suson Jóns­dótt­ir, filli­peysk/­ís­lensk, mennt­un­ar­fræð­ingur
  96. Ana­maria de Holt, úng­versk, Lista­kona
  97. Meike Witte, Ferð­ar­ráð­gjafi og leið­sögu­maður

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent