Stjórn bandaríska fimleikasambandsins ætlar að segja af sér í heild sinni, samtals 18 manns. Fimm höfðu þegar sagt af sér vegna málsins, að lokum var tekin sú ákvörðun að öll stjórnin myndi hætta.
Ástæðan er yfirhylming og þöggun innan sambandsins vegna kynferðisbrota Larry Nassar, fyrrverandi læknis fimleikalandsliðsins, en hann hefur nú verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn tugum fimleikastúlkna. Hann var í vikunni dæmdur í 40 til 175 ára fangelsi.
To Judge Aquilina : THANK YOU, YOU ARE MY HERO
— Simone Biles (@Simone_Biles) January 24, 2018
&
Shout out to all of the survivors for being so brave & speaking like the queens that you are while looking at that monster. He will no longer have the power to steal our happiness or joy. I stand with every one of you 💛 pic.twitter.com/b5SMmjZgeW
Ólympíunefnd Bandaríkjanna, USOC, hafði sett fimleikasambandinu afarkosti um að annað hvort myndi stjórnin öll hætta, fyrir 31. janúar, eða ólympíunefndin sjálf tæki málin í sínar hendur.
Á meðal þeirra sem hafa tjáð sig um brot Nassar, og sem hann braut gegn, var stórstjarnan Simone Biles, sem er fimmfaldur Ólympíumeistari og þykir ein allra besta fimleikakona veraldar. Hún hefur tjáð sig mikið um réttarhöldin og hrósað þeim sem hafa stigið fram og lýst brotunum frammi fyrir dómara, þar á meðal eru tugir fimleikakvenna frá Michigan, þar sem Nassar starfaði um tíma.