Þorsteinn frá Hamri látinn

Þorsteinn frá Hamri var með áhrifamestu og virtustu ljóðskálda og rithöfunda þjóðarinnar.

Þorsteinn frá Hamri280118
Auglýsing

Þor­steinn (Jóns­son) frá Hamri rit­höf­undur er lát­inn, 79 ára að aldri.  Hann lést að heim­ili sínu í Reykja­vík að morgni sunnu­dags­ins 28. jan­ú­ar, að því er fram kemur í til­kynn­ingu frá útgáfu­fé­lagi hans, For­lag­inu.

Þor­steinn fædd­ist 15. mars 1938 að Hamri í Þver­ár­hlíð í Borg­ar­firði. Hann lauk gagn­fræða­prófi og lands­prófi við Hér­aðs­skól­ann í Reyk­holti 1954 og stund­aði nám við Kenn­ara­skóla Íslands 1955 til 1957.  Þor­steinn vann sem aðstoð­ar­bóka­vörður á Bóka­safni Kópa­vogs frá 1961 til árs­ins 1967 en eftir það fékkst hann við rit­störf, sam­hliða próf­arka­lestri, þýð­ingum og gerð útvarps­þátta. Hann var í stjórn Rit­höf­unda­fé­lags Íslands 1966 til 1968, vara­maður í stjórn Rit­höf­unda­sam­bands Íslands 1984 til 1986 og með­stjórn­andi þess 1986 til 1988. Þor­steinn var gerður að heið­urs­fé­laga sam­bands­ins árið 2006.

Tví­tugur að aldri gaf Þor­steinn út sína fyrstu ljóða­bók, Í svörtum kufli, en alls urðu ljóða­bækur hans 26 tals­ins. Þor­steinn skrif­aði einnig skáld­sögur og sagna­þætti og eftir hann liggja fjöl­margar þýð­ing­ar.

Auglýsing

Þor­steinn hlaut marg­vís­legar við­ur­kenn­ingar fyrir skáld­skap sinn, meðal ann­ars Íslensku bók­mennta­verð­launin árið 1992 fyrir ljóða­bók­ina Sæfar­inn sof­andi. Hann var til­nefndur til Bók­mennta­verð­launa Norð­ur­landa­ráðs fimm sinn­um: Árið 1972 fyrir Him­in­bjarg­ar­sögu eða Skóg­ar­draum, 1979 fyrir Fiðrið úr sæng Dala­drottn­ing­ar, 1984 fyrir Spjóta­lög á speg­il, 1992 fyrir Vatns götur og blóðs og árið 2015 fyrir Skessukatla. Þá var hann til­nefndur til Íslensku bók­mennta­verð­laun­anna árið 1995 fyrir Það talar í trjánum og 1999 fyrir Meðan þú vaktir. Þor­steinn hlaut Menn­ing­ar­verð­laun DV í bók­menntum árið 1981 fyrir skáld­sög­una Haust í Skíris­skógi, Stíl­verð­laun Þór­bergs Þórð­ar­sonar árið 1991, Ljóða­verð­laun Guð­mundar Böðv­ars­sonar árið 2004 og Verð­laun Jónasar Hall­gríms­sonar á degi íslenskrar tungu árið 2009.  Árið 1996 var honum veittur ridd­ara­kross hinnar íslensku fálka­orðu fyrir rit­störf og Heið­urs­laun Alþingis frá 2001.

Verk Þor­steins hafa verið þýdd á fjöl­mörg tungu­mál, meðal ann­ars þýsku, ensku, frönsku, ítölsku, dönsku, sænsku og kín­versku, auk esper­antó og ann­arra tungu­mála.

Eft­ir­lif­andi sam­býl­is­kona Þor­steins er Laufey Sig­urð­ar­dóttir fiðlu­leik­ari. Dóttir Þor­steins og Lauf­eyjar er Guð­rún. Börn Þor­steins og Ástu Sig­urð­ar­dóttur eru Dag­ný, Þórir Jök­ull, Böðvar Bjarki,  Kol­beinn og Guðný Ása. Sonur Þor­steins og Guð­rúnar Svövu Svav­ars­dóttur er Egill.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eyrún Magnúsdóttir
Af fréttum og klósettpappír – má lýðræðið bíða?
Kjarninn 7. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Dagur án dauðsfalls af völdum COVID-19
Samkvæmt opinberum tölum hafa ríflega 83.600 manns greinst með veiruna í Kína og að minnsta kosti 3.330 hafa látist úr sjúkdómnum sem hún veldur.
Kjarninn 7. apríl 2020
Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins
Aukin hætta á heimilisofbeldi við aðstæður eins og nú eru
Tvö andlát kvenna undanfarna rúma viku má sennilega rekja til ofbeldis inni á heimilum. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins minnti þjóðina á að úrræði fyrir bæði gerendur og þolendur eru í boði, á daglegum upplýsingafundi almannavarna.
Kjarninn 7. apríl 2020
Aðeins eitt jákvætt sýni hjá Íslenskri erfðagreiningu
Í dag er 1.021 einstaklingur með virkt COVID-19 smit en í gær voru þeir 1.096. Alls hafa 559 náð bata.
Kjarninn 7. apríl 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hnýtir í heimildarmenn Morgunblaðsins
Landsvirkjun hefur sent út yfirlýsingu vegna fréttar Morgunblaðsins í dag, en í fréttinni var meðal annars haft eftir heimildum innan úr Rio Tinto að þar væri í athugun að höfða mál gegn Landsvirkjun vegna vörusvika tengdum sölu upprunavottorða.
Kjarninn 7. apríl 2020
Keflavíkurflugvöllur
Fjórir milljarðar úr ríkissjóði í Isavia
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að auka við hlutafé Isavia ohf. um 4 milljarða króna með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári.
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent