Þorsteinn frá Hamri látinn

Þorsteinn frá Hamri var með áhrifamestu og virtustu ljóðskálda og rithöfunda þjóðarinnar.

Þorsteinn frá Hamri280118
Auglýsing

Þor­steinn (Jóns­son) frá Hamri rit­höf­undur er lát­inn, 79 ára að aldri.  Hann lést að heim­ili sínu í Reykja­vík að morgni sunnu­dags­ins 28. jan­ú­ar, að því er fram kemur í til­kynn­ingu frá útgáfu­fé­lagi hans, For­lag­inu.

Þor­steinn fædd­ist 15. mars 1938 að Hamri í Þver­ár­hlíð í Borg­ar­firði. Hann lauk gagn­fræða­prófi og lands­prófi við Hér­aðs­skól­ann í Reyk­holti 1954 og stund­aði nám við Kenn­ara­skóla Íslands 1955 til 1957.  Þor­steinn vann sem aðstoð­ar­bóka­vörður á Bóka­safni Kópa­vogs frá 1961 til árs­ins 1967 en eftir það fékkst hann við rit­störf, sam­hliða próf­arka­lestri, þýð­ingum og gerð útvarps­þátta. Hann var í stjórn Rit­höf­unda­fé­lags Íslands 1966 til 1968, vara­maður í stjórn Rit­höf­unda­sam­bands Íslands 1984 til 1986 og með­stjórn­andi þess 1986 til 1988. Þor­steinn var gerður að heið­urs­fé­laga sam­bands­ins árið 2006.

Tví­tugur að aldri gaf Þor­steinn út sína fyrstu ljóða­bók, Í svörtum kufli, en alls urðu ljóða­bækur hans 26 tals­ins. Þor­steinn skrif­aði einnig skáld­sögur og sagna­þætti og eftir hann liggja fjöl­margar þýð­ing­ar.

Auglýsing

Þor­steinn hlaut marg­vís­legar við­ur­kenn­ingar fyrir skáld­skap sinn, meðal ann­ars Íslensku bók­mennta­verð­launin árið 1992 fyrir ljóða­bók­ina Sæfar­inn sof­andi. Hann var til­nefndur til Bók­mennta­verð­launa Norð­ur­landa­ráðs fimm sinn­um: Árið 1972 fyrir Him­in­bjarg­ar­sögu eða Skóg­ar­draum, 1979 fyrir Fiðrið úr sæng Dala­drottn­ing­ar, 1984 fyrir Spjóta­lög á speg­il, 1992 fyrir Vatns götur og blóðs og árið 2015 fyrir Skessukatla. Þá var hann til­nefndur til Íslensku bók­mennta­verð­laun­anna árið 1995 fyrir Það talar í trjánum og 1999 fyrir Meðan þú vaktir. Þor­steinn hlaut Menn­ing­ar­verð­laun DV í bók­menntum árið 1981 fyrir skáld­sög­una Haust í Skíris­skógi, Stíl­verð­laun Þór­bergs Þórð­ar­sonar árið 1991, Ljóða­verð­laun Guð­mundar Böðv­ars­sonar árið 2004 og Verð­laun Jónasar Hall­gríms­sonar á degi íslenskrar tungu árið 2009.  Árið 1996 var honum veittur ridd­ara­kross hinnar íslensku fálka­orðu fyrir rit­störf og Heið­urs­laun Alþingis frá 2001.

Verk Þor­steins hafa verið þýdd á fjöl­mörg tungu­mál, meðal ann­ars þýsku, ensku, frönsku, ítölsku, dönsku, sænsku og kín­versku, auk esper­antó og ann­arra tungu­mála.

Eft­ir­lif­andi sam­býl­is­kona Þor­steins er Laufey Sig­urð­ar­dóttir fiðlu­leik­ari. Dóttir Þor­steins og Lauf­eyjar er Guð­rún. Börn Þor­steins og Ástu Sig­urð­ar­dóttur eru Dag­ný, Þórir Jök­ull, Böðvar Bjarki,  Kol­beinn og Guðný Ása. Sonur Þor­steins og Guð­rúnar Svövu Svav­ars­dóttur er Egill.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Hækkanir á fasteignagjöldum áhyggjuefni
Forseti ASÍ segir að hækkanir á fasteignagjöldum muni hafa áhrif á lífskjarasamningana ef ekkert annað verði gert á móti.
Kjarninn 17. janúar 2020
Heiða María Sigurðardóttir
Einlæg bón um að endurskoða skerðingu leikskóla
Kjarninn 17. janúar 2020
Skrokkölduvirkjun er fyrirhuguð á Sprengisandsleið milli Hofsjökuls og Vatnajökuls. Það svæði er innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs.
Telja stórframkvæmdir ekki rúmast innan þjóðgarða
Nýjar virkjanir falla illa eða alls ekki að markmiðum hálendisþjóðgarðs. Stórframkvæmdir þjóna ekki verndarmarkmiðum, yrðu „stórslys“ og myndu ganga að þjóðgarðshugtakinu dauðu.
Kjarninn 17. janúar 2020
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn hætta við sameiningu
Tvö stór sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík, sem saman halda á 8,4 prósent af öllum úthlutuðum fiskveiðikvóta, eru hætt við að sameinast. Þess í stað ætla þau að halda góðu samstarfi áfram.
Kjarninn 17. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Endurskoða lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm
Forsætisráðherra mun í samráði við dómsmálaráðherra fela sérfræðingi að ráðast í endurskoðun á lögum um ráðherraábyrgð annars vegar og lögum um Landsdóm hins vegar. Vonir standa til þess að vinnunni verði lokið á haustmánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2020
Seðlabankinn unir niðurstöðunni og er búinn að hafa samband við Gunnhildi Örnu
Seðlabanki Íslands segir að verkferlar hans í ráðningarmálum hafi verið styrktir í kjölfar þess að kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið jafnréttislög með ráðningu upplýsingafulltrúa í fyrrasumar.
Kjarninn 17. janúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Samherji ætlar að þróa kerfi til að hindra spillingu og peningaþvætti
Samherji ætlar að klára að innleiða kerfi sem byggist á áhættuskipulagi fyrirtækisins, meðal annars með áherslu á spillingu, efnahagslegar refsiaðgerðir og peningaþvætti, á þessu ári. Ástæðan er „reynsla af starfsemi fyrirtækisins í Namibíu.“
Kjarninn 17. janúar 2020
Hagnaður VÍS verður um hálfum milljarði króna meiri en áður var gert ráð fyrir
Hlutabréf í VÍS hækkuðu skarpt í fyrstu viðskiptum í morgun í kjölfar tilkynningar um allt að 22 prósent meiri hagnað á síðasta ári en áður var búist við.
Kjarninn 17. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent