Eiríkur Jónsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, var í gær kjörinn deildarforseti Lagadeildarinnar. Á sama deildarfundi var Ása Ólafsdóttir, dósent við skólann, kjörin varadeildarforseti. Frá þessu er greint á heimasíðu Háskóla Íslands.
Eiríkur hefur verið í fréttum undanfarna mánuði vegna þess að hann er einn þeirra fjögurra sem sem dómnefnd hafði talið á meðal 15 hæfustu til að starfa í Landsrétti en Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra ákvað að víkja til hliðar. Raunar hafði dómnefndin metið Eirík sjöunda hæfasta umsækjandann, en hann var samt látinn víkja af lista dómsmálaráðherra.
Kjarninn greindi frá því í síðustu viku að Eiríkur hefði ákveðið að stefna slenska ríkinu og krefjast bóta vegna ólögmætra athafna Sigríðar þegar hún skipaði dómara í Landsrétt.
Eiríkur sendi kröfu á ríkislögmann 28. desember síðastliðinn þar sem hann krafðist bóta vegna málsins.