12,4% leikstjóra á Íslandi hafa verið konur

Af þeim kvikmyndum sem frumsýndar hafa verið frá því um miðbik síðustu aldar hafa konur komið að leikstjórn 25 þeirra á móti 177 körlum eða um ein kona á móti hverjum níu körlum.

film-industry_14141941621_o.jpg
Auglýsing

Af þeim kvik­myndum sem frum­sýndar hafa verið frá því um mið­bik síð­ustu aldar hafa konur komið að leik­stjórn 25 þeirra á móti 177 körlum eða um ein kona á móti hverjum níu körl­u­m. 

Þetta kemur fram í frétt Hag­stof­unnar í dag. 

Sam­an­lögð tala leik­stjóra er ívið hærri en tala mynda og stafar það af því að í nokkrum til­fellum eru fleiri en einn leik­stjóri að mynd. Sam­an­lögð tala kvenna er 75 á móti 523 körlum og er hlut­fallið 12,5 pró­sent þar. 

Auglýsing

Hlutur kvenna sem leik­stjórar langra leik­inna íslenskra mynda hefur rýrnað síð­ustu ár, sam­kvæmt Hag­stof­unni. Hlutur kvenna í hópi leik­stjóra var hæstur 1990 til 1999, eða 21 af hundraði, sam­an­borið við sex af hundraði á ára­bil­inu 2010 til 2017.

Konur og karlar sem leikstýra á Íslandi Mynd: Hagstofan

Frá árinu 1949 til árs­loka 2017 hefur 191 íslensk leikin kvik­mynd í fullri lengd verið frum­sýnd hér á landi. Karlar hafa leik­stýrt lang­flestum mynd­anna eða níu af hverjum tíu. Flestar mynd­anna flokk­ast sem drama- og gam­an­mynd­ir. Um ein af hverjum tíu kvik­myndum eru barna- og fjöl­skyldu­mynd­ir.

Flestar kvik­myndir árið 2011

Fyrsta íslenska leikna kvik­myndin í fullri lengd var frum­sýnd árið 1949. Það var kvik­myndin Milli fjalls og fjöru í leik­stjórn Lofts Guð­munds­son­ar. Næsta ára­tug­inn voru frum­sýndar fimm leiknar íslenskar kvik­myndir í fullri lengd. Eftir það dró úr fram­leiðslu langra leik­inna mynda hér á landi. Á sjö­unda og átt­unda ára­tug síð­ustu aldar voru aðeins frum­sýndar tvær inn­lendar myndir í fullri lengd, ein á hvorum ára­tug. Frá árinu 1980 að telja hefur árvisst verið frum­sýnd inn­lend leikin kvik­mynd í fullri lengd, tíð­ast fleiri en ein eða tvær hvert ár. Flestar voru mynd­irnar árið 2011 en þá voru frum­sýndar myndir tíu tals­ins. Frá 1949 til loka árs 2017 hefur 191 íslensk leikin kvik­mynd í fullri lengd verið frum­sýnd eða fast að þrjár myndir að jafn­aði á ári.

Kvik­myndir eru ekki aðeins sjálf­stætt list­form heldur styðj­ast þær við eigin frá­sagn­ar­máta og við­fangs­efni, segir í frétt Hag­stof­unn­ar. Þetta megi að nokkru ráða, sam­kvæmt Hag­stof­unni, af því að ein­ungis tvær af hverjum tíu inn­lendum kvik­myndum sem frum­sýndar hafa verið frá 1949 eru end­ur­gerðir eða byggðar á bók­mennta­verki.

Ein af hverjum tíu frum­sýndum inn­lendum kvik­myndum fullri lengd hefur verið ætlað að höfða til barna og fjöl­skyldna. Hlut­fall mynda sem telj­ast til barna- og fjöl­skyldu­mynda náði hæst á árunum 1990 til 1999 eða 15 af hundraði.

Drama algeng­ast

Lang algeng­asta frá­sagn­ar­snið inn­lendra kvik­mynda er drama. Rétt um tvær af hverjum þremur myndum flokk­ast sem slík­ar. Gam­an­myndir koma því næst, eða fjórar af hverjum tíu myndum og hasar- og spennu­myndir í um 16 af hundraði. Önnur frá­sagn­ar­snið eru fátíð­ari.

Af þeirri 191 inn­lendu leiknu kvik­mynd í fullri lengd sem frum­sýnd hefur verið frá 1949 hafa 76, eða fjórar af hverjum tíu, verið fram­leiddar í sam­vinnu og sam­starfi við útlenda fram­leið­endur (sjá mynd 4). Erlendir með­fram­leið­endur þess­ara 76 mynda komu frá 26 lönd­um, flestir frá Norð­ur­lönd­um. Lengi vel var fátítt að íslenskar kvik­myndir væru fram­leiddar í sam­starfi við erlenda aðila, en slíkt færð­ist í auk­ana undir lok síð­ustu ald­ar. Á tíunda ára­tugnum voru sex af hverjum tíu frum­sýndum myndum fram­leiddar í sam­starfi við erlenda fram­leið­end­ur. 

Síðan hefur nokkuð dregið úr sam­fram­leiðslu íslenskra kvik­mynda, en 39 af hundraði mynda frum­sýndra árin 2010 til 2017 voru fram­leiddar með aðkomu erlendra fram­leið­enda. Hlut­falls­leg fækkun sam­fram­leiddra mynda kann að nokkru að stafa af því að tækni­breyt­ingar í kvik­mynda­gerð hafa gert kvik­mynda­gerð­ar­mönnum auð­veld­ara um vik við fram­leiðslu full­burð­ugra kvik­mynda með tak­mark­aðri fjár­munum en þeim var áður unnt.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Matthildur Björnsdóttir
Að vera útlendingur – Víðara hugtak en við höldum
Kjarninn 22. febrúar 2020
Sönnun þess að hægt er að skrifa um myndlist á lifandi og áhrifaríkan hátt
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Vetrargulrætur.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Gylfi Sigurðsson er stærsta íslenska stjarnan í enska boltanum, sem Síminn keypti sýningarréttinn að í fyrra. Hann leikur með Everton.
Tekjur Símans af sjónvarpsþjónustu jukust um 818 milljónir í fyrra
Áhrif kaupanna á sýningarrétti enska boltans, og þeirra breytinga sem Síminn réðst í samhliða innleiðingu hans í sjónvarpsþjónustu sína, eru afar áberandi í uppgjöri félagsins fyrir síðasta ár.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Algjörlega tilbúinn í hið pólitíska at sem fylgir því að stýra RÚV
Stefán Eiríksson segist að sjálfsögðu hafa sínar pólitísku skoðanir og lífsviðhorf, en sé ekki tengdur neinum stjórnmálaflokkum og með góða reynslu af því að takast á við stjórnmálamenn.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Svandís Svavarsdóttir
Sjúklingar borga minna
Kjarninn 22. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður segir Samtök iðnaðarins í áróðursherferð gegn orkufyrirtækjum
Forstjóri Landsvirkjunar spyr hvort meirihluta aðildarfélaga Samtaka iðnaðarins sé samþykkur því að íslenska þjóðin gefi 20-30 milljarða króna til nokkurra alþjóðlegra stórfyrirtækja með því að hætta að selja upprunaábyrgðir.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Kórónaveiran breiðist út – Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent