12,4% leikstjóra á Íslandi hafa verið konur

Af þeim kvikmyndum sem frumsýndar hafa verið frá því um miðbik síðustu aldar hafa konur komið að leikstjórn 25 þeirra á móti 177 körlum eða um ein kona á móti hverjum níu körlum.

film-industry_14141941621_o.jpg
Auglýsing

Af þeim kvik­myndum sem frum­sýndar hafa verið frá því um mið­bik síð­ustu aldar hafa konur komið að leik­stjórn 25 þeirra á móti 177 körlum eða um ein kona á móti hverjum níu körl­u­m. 

Þetta kemur fram í frétt Hag­stof­unnar í dag. 

Sam­an­lögð tala leik­stjóra er ívið hærri en tala mynda og stafar það af því að í nokkrum til­fellum eru fleiri en einn leik­stjóri að mynd. Sam­an­lögð tala kvenna er 75 á móti 523 körlum og er hlut­fallið 12,5 pró­sent þar. 

Auglýsing

Hlutur kvenna sem leik­stjórar langra leik­inna íslenskra mynda hefur rýrnað síð­ustu ár, sam­kvæmt Hag­stof­unni. Hlutur kvenna í hópi leik­stjóra var hæstur 1990 til 1999, eða 21 af hundraði, sam­an­borið við sex af hundraði á ára­bil­inu 2010 til 2017.

Konur og karlar sem leikstýra á Íslandi Mynd: Hagstofan

Frá árinu 1949 til árs­loka 2017 hefur 191 íslensk leikin kvik­mynd í fullri lengd verið frum­sýnd hér á landi. Karlar hafa leik­stýrt lang­flestum mynd­anna eða níu af hverjum tíu. Flestar mynd­anna flokk­ast sem drama- og gam­an­mynd­ir. Um ein af hverjum tíu kvik­myndum eru barna- og fjöl­skyldu­mynd­ir.

Flestar kvik­myndir árið 2011

Fyrsta íslenska leikna kvik­myndin í fullri lengd var frum­sýnd árið 1949. Það var kvik­myndin Milli fjalls og fjöru í leik­stjórn Lofts Guð­munds­son­ar. Næsta ára­tug­inn voru frum­sýndar fimm leiknar íslenskar kvik­myndir í fullri lengd. Eftir það dró úr fram­leiðslu langra leik­inna mynda hér á landi. Á sjö­unda og átt­unda ára­tug síð­ustu aldar voru aðeins frum­sýndar tvær inn­lendar myndir í fullri lengd, ein á hvorum ára­tug. Frá árinu 1980 að telja hefur árvisst verið frum­sýnd inn­lend leikin kvik­mynd í fullri lengd, tíð­ast fleiri en ein eða tvær hvert ár. Flestar voru mynd­irnar árið 2011 en þá voru frum­sýndar myndir tíu tals­ins. Frá 1949 til loka árs 2017 hefur 191 íslensk leikin kvik­mynd í fullri lengd verið frum­sýnd eða fast að þrjár myndir að jafn­aði á ári.

Kvik­myndir eru ekki aðeins sjálf­stætt list­form heldur styðj­ast þær við eigin frá­sagn­ar­máta og við­fangs­efni, segir í frétt Hag­stof­unn­ar. Þetta megi að nokkru ráða, sam­kvæmt Hag­stof­unni, af því að ein­ungis tvær af hverjum tíu inn­lendum kvik­myndum sem frum­sýndar hafa verið frá 1949 eru end­ur­gerðir eða byggðar á bók­mennta­verki.

Ein af hverjum tíu frum­sýndum inn­lendum kvik­myndum fullri lengd hefur verið ætlað að höfða til barna og fjöl­skyldna. Hlut­fall mynda sem telj­ast til barna- og fjöl­skyldu­mynda náði hæst á árunum 1990 til 1999 eða 15 af hundraði.

Drama algeng­ast

Lang algeng­asta frá­sagn­ar­snið inn­lendra kvik­mynda er drama. Rétt um tvær af hverjum þremur myndum flokk­ast sem slík­ar. Gam­an­myndir koma því næst, eða fjórar af hverjum tíu myndum og hasar- og spennu­myndir í um 16 af hundraði. Önnur frá­sagn­ar­snið eru fátíð­ari.

Af þeirri 191 inn­lendu leiknu kvik­mynd í fullri lengd sem frum­sýnd hefur verið frá 1949 hafa 76, eða fjórar af hverjum tíu, verið fram­leiddar í sam­vinnu og sam­starfi við útlenda fram­leið­endur (sjá mynd 4). Erlendir með­fram­leið­endur þess­ara 76 mynda komu frá 26 lönd­um, flestir frá Norð­ur­lönd­um. Lengi vel var fátítt að íslenskar kvik­myndir væru fram­leiddar í sam­starfi við erlenda aðila, en slíkt færð­ist í auk­ana undir lok síð­ustu ald­ar. Á tíunda ára­tugnum voru sex af hverjum tíu frum­sýndum myndum fram­leiddar í sam­starfi við erlenda fram­leið­end­ur. 

Síðan hefur nokkuð dregið úr sam­fram­leiðslu íslenskra kvik­mynda, en 39 af hundraði mynda frum­sýndra árin 2010 til 2017 voru fram­leiddar með aðkomu erlendra fram­leið­enda. Hlut­falls­leg fækkun sam­fram­leiddra mynda kann að nokkru að stafa af því að tækni­breyt­ingar í kvik­mynda­gerð hafa gert kvik­mynda­gerð­ar­mönnum auð­veld­ara um vik við fram­leiðslu full­burð­ugra kvik­mynda með tak­mark­aðri fjár­munum en þeim var áður unnt.

Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent