12,4% leikstjóra á Íslandi hafa verið konur

Af þeim kvikmyndum sem frumsýndar hafa verið frá því um miðbik síðustu aldar hafa konur komið að leikstjórn 25 þeirra á móti 177 körlum eða um ein kona á móti hverjum níu körlum.

film-industry_14141941621_o.jpg
Auglýsing

Af þeim kvik­myndum sem frum­sýndar hafa verið frá því um mið­bik síð­ustu aldar hafa konur komið að leik­stjórn 25 þeirra á móti 177 körlum eða um ein kona á móti hverjum níu körl­u­m. 

Þetta kemur fram í frétt Hag­stof­unnar í dag. 

Sam­an­lögð tala leik­stjóra er ívið hærri en tala mynda og stafar það af því að í nokkrum til­fellum eru fleiri en einn leik­stjóri að mynd. Sam­an­lögð tala kvenna er 75 á móti 523 körlum og er hlut­fallið 12,5 pró­sent þar. 

Auglýsing

Hlutur kvenna sem leik­stjórar langra leik­inna íslenskra mynda hefur rýrnað síð­ustu ár, sam­kvæmt Hag­stof­unni. Hlutur kvenna í hópi leik­stjóra var hæstur 1990 til 1999, eða 21 af hundraði, sam­an­borið við sex af hundraði á ára­bil­inu 2010 til 2017.

Konur og karlar sem leikstýra á Íslandi Mynd: Hagstofan

Frá árinu 1949 til árs­loka 2017 hefur 191 íslensk leikin kvik­mynd í fullri lengd verið frum­sýnd hér á landi. Karlar hafa leik­stýrt lang­flestum mynd­anna eða níu af hverjum tíu. Flestar mynd­anna flokk­ast sem drama- og gam­an­mynd­ir. Um ein af hverjum tíu kvik­myndum eru barna- og fjöl­skyldu­mynd­ir.

Flestar kvik­myndir árið 2011

Fyrsta íslenska leikna kvik­myndin í fullri lengd var frum­sýnd árið 1949. Það var kvik­myndin Milli fjalls og fjöru í leik­stjórn Lofts Guð­munds­son­ar. Næsta ára­tug­inn voru frum­sýndar fimm leiknar íslenskar kvik­myndir í fullri lengd. Eftir það dró úr fram­leiðslu langra leik­inna mynda hér á landi. Á sjö­unda og átt­unda ára­tug síð­ustu aldar voru aðeins frum­sýndar tvær inn­lendar myndir í fullri lengd, ein á hvorum ára­tug. Frá árinu 1980 að telja hefur árvisst verið frum­sýnd inn­lend leikin kvik­mynd í fullri lengd, tíð­ast fleiri en ein eða tvær hvert ár. Flestar voru mynd­irnar árið 2011 en þá voru frum­sýndar myndir tíu tals­ins. Frá 1949 til loka árs 2017 hefur 191 íslensk leikin kvik­mynd í fullri lengd verið frum­sýnd eða fast að þrjár myndir að jafn­aði á ári.

Kvik­myndir eru ekki aðeins sjálf­stætt list­form heldur styðj­ast þær við eigin frá­sagn­ar­máta og við­fangs­efni, segir í frétt Hag­stof­unn­ar. Þetta megi að nokkru ráða, sam­kvæmt Hag­stof­unni, af því að ein­ungis tvær af hverjum tíu inn­lendum kvik­myndum sem frum­sýndar hafa verið frá 1949 eru end­ur­gerðir eða byggðar á bók­mennta­verki.

Ein af hverjum tíu frum­sýndum inn­lendum kvik­myndum fullri lengd hefur verið ætlað að höfða til barna og fjöl­skyldna. Hlut­fall mynda sem telj­ast til barna- og fjöl­skyldu­mynda náði hæst á árunum 1990 til 1999 eða 15 af hundraði.

Drama algeng­ast

Lang algeng­asta frá­sagn­ar­snið inn­lendra kvik­mynda er drama. Rétt um tvær af hverjum þremur myndum flokk­ast sem slík­ar. Gam­an­myndir koma því næst, eða fjórar af hverjum tíu myndum og hasar- og spennu­myndir í um 16 af hundraði. Önnur frá­sagn­ar­snið eru fátíð­ari.

Af þeirri 191 inn­lendu leiknu kvik­mynd í fullri lengd sem frum­sýnd hefur verið frá 1949 hafa 76, eða fjórar af hverjum tíu, verið fram­leiddar í sam­vinnu og sam­starfi við útlenda fram­leið­endur (sjá mynd 4). Erlendir með­fram­leið­endur þess­ara 76 mynda komu frá 26 lönd­um, flestir frá Norð­ur­lönd­um. Lengi vel var fátítt að íslenskar kvik­myndir væru fram­leiddar í sam­starfi við erlenda aðila, en slíkt færð­ist í auk­ana undir lok síð­ustu ald­ar. Á tíunda ára­tugnum voru sex af hverjum tíu frum­sýndum myndum fram­leiddar í sam­starfi við erlenda fram­leið­end­ur. 

Síðan hefur nokkuð dregið úr sam­fram­leiðslu íslenskra kvik­mynda, en 39 af hundraði mynda frum­sýndra árin 2010 til 2017 voru fram­leiddar með aðkomu erlendra fram­leið­enda. Hlut­falls­leg fækkun sam­fram­leiddra mynda kann að nokkru að stafa af því að tækni­breyt­ingar í kvik­mynda­gerð hafa gert kvik­mynda­gerð­ar­mönnum auð­veld­ara um vik við fram­leiðslu full­burð­ugra kvik­mynda með tak­mark­aðri fjár­munum en þeim var áður unnt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir
Segir að endurskoða þurfi afléttingar ef mörg fleiri smit greinast
Sóttvarnarlæknir segir næstu tvo daga munu gefa skýrari mynd af umfangi nýrra COVID-19 smita utan sóttkvíar innanlands. Að hans mati þyrfti að endurskoða fyrirhugaðar afléttingar á sóttvarnaraðgerðum ef það kemur í ljós að mikið fleiri eru smitaðir.
Kjarninn 7. mars 2021
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent