Jóhann Jóhannsson tónskáld er látinn, aðeins 48 ára að aldri, en tilkynnt var um andlát hans í dag. Hann fannst látinn á heimili sínu í Berlín.
Sigurjón Kjartansson, vinur hans og samstarfsmaður í bæði HAM og kvikmyndatengdum verkefnum, lýsti Jóhanni í viðtali við Kjarnann, eftir að hann hafði hlotið Golden Globe verðlaun, fyrstur Íslendinga, árið 2014, fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Theory of Everything.
Sigurjón sagði meðal annars um Jóhann: „Jóhann hefur svolítið óhefðbundinn bakgrunn mætti segja. Enga hefðbundna tónlistarmenntun, en hann hefur alltaf verið mjög iðinn, duglegur og stórkostlega hæfileikaríkur tónlistarmaður,“ sagði Sigurjón. Jóhann spilaði á gítar og orgel þegar hann var í HAM, og kom að textagerð við lög Sigurjóns sömuleiðis.
Rest in peace, dear Jóhann Jóhannsson, I can't grasp these dark news. Thank you for being such a warm and genuine person, brilliant, deep and beautiful. https://t.co/UCxA6p3cGY
— Víkingur Ólafsson (@VikingurMusic) February 10, 2018
Sigurjón kynntist honum í pönk-senunni. „Jóhann hefur alltaf verið hæglátur trukkur. Við vorum saman í New York á sínum tíma, og höfðum allir gagn og gaman af því. Þetta er virkilega skemmtilegt, og mikilvægt fyrir íslenska kvikmyndagerð, þessi árangur hjá Jóhanni, en þetta kemur mér ekki á óvart,“ sagði Sigurjón.
One of the greatest artists of our time... And a huge influence on me. I hope you are in a good place Jóhann ❤https://t.co/9cHmvu8qdk
— Ólafur Arnalds (@OlafurArnalds) February 10, 2018
Jóhann var einn af meðlimum og stofnendum Apparat Organ Quartet.
Fagtímarit og fjölmiðlar um allan heim, hafa greint frá andláti Jóhanns í dag, og hafa margir tjáð sig um hann sem listamann á Twitter. Lofað hann fyrir stórkostlega og áhrifamikla tónlist.
Ferill Jóhanns var stórkostlegur, í fjölbreytileika sínum, og má segja að hann hafi fallið frá á þeim tíma, þar sem allar dyr í kvikmynda- og tónlistarheiminum hafi verið opnar upp á gátt fyrir hæfileikum hans.
Hann var ókvæntur og lætur eftir sig eina uppkomna dóttur.
Johann Johannsson, visionary composer behind 'Sicario,' dies at 48 https://t.co/GovXsMgBqv pic.twitter.com/tDM5SlvxDC
— Hollywood Reporter (@THR) February 10, 2018