Hinrik Danaprins lést í gærkvöldi umkringdur fjölskyldu sinni, þeim Margréti Þórhildi Danadrottningu og prinsunum Friðriki og Jóakim.
Hann var fluttur í höllina Fredensborg og fékk þar að eyða síðustu dögum ævi sinnar. Hann hefur glímt við veikindi síðustu ár, meðal annars heilabilun. Hann greindist með æxli í janúar síðastliðnum og hrakaði þá heilsu hans hratt.
Prins Henrik om alt fra mad og Margrethe til glæden ved naturen og lysten til at bade nøgen Prins Henrik har igennem sin tid i Kongehuset udtalt sig om blandt andet børneopdragelse, mad og vin og sin rolle som Dronningens ægtefælle. Politiken tegner her … https://t.co/EEgPHwHgwP
— DanmarksNyheder (@DanmarksNyheder) February 14, 2018
Hinrik var 83 ára gamall, en hann fæddist 11. júní 1934 í Frakklandi.
Í stuttri tilkynningu frá dönsku konungsfjölskyldunni segir að hann hafi kvatt klukkan 23:18 í gærkvöldi, að dönskum tíma.