Ríkissaksóknari vill sýkna alla í Guðmundar- og Geirfinnsmálum

Settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu gerir þá kröfu í greinargerð sinni til Hæstaréttar að ákærðu í málinu verði sýknaðir í öllum ákæruatriðum.

Baksíða Morgunblaðsins 3. febrúar 1977.
Baksíða Morgunblaðsins 3. febrúar 1977.
Auglýsing

Settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu gerir þá kröfu í greinargerð sinni til Hæstaréttar að ákærðu í málinu verði sýknaðir í öllum ákæruatriðum.

Dömkröfur ríkissaksóknara eru þannig að ákærðu Kristján Viðar Viðarsson [Júlíusson], Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson verði sýknaðir af ákæru fyrir að hafa þann 27. janúar 1974 í félagi ráðist á Guðmund Einarsson í kjallaraíbúð í Hafnarfirði, á þáverandi heimili Sævars, og misþyrmt honum svo að hann hlaut bana af, og komið líki hans síðan fyrir á ókunnum stað.

Einnig að ákærði Albert Klahn Skaftason verði sýknaður af ákæru um að hafa tálmað rannsókn á broti hinna fyrrgreindu með því að veita þeim liðsinni við að fjarlægja og koma líki Guðmundar fyrir í hrauninu sunnan Hafnarfjarðar í bifreið sem hann hafði til umráða og ók.

Auglýsing

Að endingu að ákærðu Kristján Viðar, Sævar og Guðjón Skarphéðinsson verði sýknaðir af ákæru um að hafa misþyrmt þann 20. nóvember 1974 í félagi Geirfinn Einarsson þannig að hann hlaut bana af í Dráttarbrautinni í Keflavík. Að þeir hafi síðan flutt um nóttina lík hans í bifreið, er Guðjón ók, að heimili Kristjáns í Reykjavík. Daginn eftir hafi Kristján, Sævar og Erla Bolladóttir flutt lík Geirfinns í bifreið að Rauðhólum og greftrað þar líkamsleifar Geirfinns eftir að hafa hellt bensíni á líkama hans og lagt eld í.

Ríkissaksóknari gerir einnig þá kröfu að málsvarnarlaun skipuðum verjendum mannanna verði greidd málsvarnarlaun úr ríkissjóði.

Davíð Þór Björgvinsson er settur ríkissaksóknari í málunum, en hann hóf nýlega störf sem dómari við Landsrétt.

Margvíslegur vafi í mörgum atriðum

Kjarninn í niðurstöðu endurupptökunefndar í báðum málum hafi verið það að samanburður á nýjum gögnum og upplýsingum, þar á meðal um málsmeðferð við rannsókn og dómsmeðferð, og þeim gögnum sem lágu fyrir Hæstarétti, hafi varpað ljósi á svo mörg atriði í sönnunarmati í þeim þætti málsins sem varðaði aðild þeirra Sævars, Kristjáns og Tryggva að atlögu að Guðmundi Einarssyni og Sævars, Kristjáns og Guðjóns í atlögu Geirfinni Einarssyni, að telja verði að hin nýju gögn hefðu verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu málsins hvað dómfelldu varðar, hefðu þau komið fram áður en dómur gekk. Endurupptökunefnd taldi að í mörgum atriðum hafi vantað upp á að dómfelldu hafi notið þess margvíslega vafa sem uppi var um málsatvik og að verulegar líkur hafi verið leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í málinu hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess.

Í báðum tilfellum telur settur ríkissaksóknari að þetta eigi að leiða til þess að litið verði svo á að sakfelling dómfelldu í hvorum þætti málsins fyrir sig hafi ekki verið studd við sönnunargögn sem ekki verði véfengd með skynsamlegum rökum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent