Íslendingar auka sífellt plastnotkun

Plastumbúðum á markaði á Íslandi fjölgaði um 10 prósent á árunum 2014 til 2016.

plast hvatinn
Auglýsing

Notkun plast­um­búða jókst á árunum 2014 til 2016 úr 13.660 tonnum í 15.029 tonn, eða um 10 pró­sent. Plast­um­búðir sem skil­uðu sér til end­ur­vinnslu voru 4.478 tonn árið 2014 og 6.411 tonn tveimur árum síð­ar. Plast­um­búðir sem skil­uðu sér til brennslu með orku­nýt­ingu voru 423 tonn árið 2014 og 666 tonn árið 2016. Plast­úr­gang­ur, þ.e. annar en plast­um­búð­ir, sem skil­aði sér til end­ur­vinnslu voru 193 tonn árið 2014 og 666 tonn tveimur árum síð­ar. 

Þetta kemur fram í svari Guð­mundar Inga Guð­brands­sonar umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra við fyr­ir­spurn frá Olgu Mar­gréti Cilia um mengun af völdum plast­notk­unar sem birt­ist á dög­un­um. Í svar­inu kemur fram að áreið­an­legar tölur séu til frá End­ur­vinnsl­unni hf. og Úrvinnslu­sjóði yfir notkun plast­um­búða, þ.e. magn umbúða sem settar eru á markað og afdrif þeirra, til dæmis til end­ur­vinnslu. Ekki séu til áreið­an­legar tölur yfir notkun ann­ars plasts en plast­um­búða. Umhverf­is­stofnun safni þeim tölum saman frá þeim aðilum sem með­höndla úrgang.

Jafn­framt segir í svar­inu að erfitt sé að leggja mat á hversu stór hluti þetta er af þeim plast­úr­gangi sem fellur til þar sem tölur yfir notkun vantar og tölu­verður hluti plast­úr­gangs fer að öllum lík­indum með blönd­uðum úrgangs­straumum til förg­un­ar.

Auglýsing

Flutt inn 156 kg af inn­kaupa­pokum úr plasti á síð­asta ári

­Tekið er fram í svar­inu að nýlega hafi toll­flokkum fyrir plast­um­búðir verið skipt upp þannig að hægt yrði að safna tölu­legum upp­lýs­ingum um notkun einnota burð­ar­plast­poka hér á landi. Alls hafi verið flutt inn 156 kg af inn­kaupa­pokum úr plasti árið 2017. Magn­tölur fyrir inn­lenda fram­leiðslu af inn­kaupa­pokum úr plasti séu ekki fáan­legar enn.

„Ráðu­neyt­inu er ekki kunn­ugt um að fram hafi farið beinar mæl­ingar á mengun af völdum plast­notk­unar á Íslandi. Það er þó rétt að benda á verk­efni þar sem umfang úrgangs á ströndum er reglu­lega kann­að. Plast er þar sér­stak­lega skoðað en athuga ber að upp­runi plast­s­ins er ekki endi­lega frá notkun á Íslandi, heldur berst hluti þess að öllum lík­indum að utan með haf­straum­um. Verk­efnið er hluti af alþjóð­legu verk­efni á vegum OSPAR sem er samn­ingur um verndun Norð­aust­ur-Atl­ants­hafs­ins.“

En hvað á að gera í mál­inu? Í svari ráð­herra segir hann að árið 2016 hafi ráð­herra gefið út stefnu um úrgangs­for­varn­ir, Saman gegn sóun, sem hefur það að mark­miði að draga úr myndun úrgangs og hrá­efn­is­notkun og bæta nýt­ingu auð­linda. Árin 2016 til 2017 hafi áherslan verið á að draga úr sóun mat­væla en næstu tvö ár verði áhersla lögð á að draga úr notkun plasts. Um þessar mundir vinni ráðu­neyt­ið, í sam­vinnu við und­ir­stofn­an­ir, að útfærslu og fjár­mögnun til­lagna til að draga úr notkun plasts hér á landi.

Evr­ópu­sam­bandið ræðst gegn plast­mengun

Kjarn­inn greindi frá því á dög­unum að Evr­ópu­sam­bandið hafi ein­sett sér að allar plast­um­búðir verði gerðar úr end­ur­vinn­an­legu efni fyrir árið 2030. Þannig verður dregið veru­lega úr notkun einnota plasts og skorður settar við notkun örplasts.

Áætlun ESB til að bregð­ast við plast­mengun er ætlað að vernda nátt­úr­una, verja íbú­ana og styrkja fyr­ir­tækin sam­kvæmt til­kynn­ingu frá sendi­nefnd Evr­ópu­sam­bands­ins á Íslandi.

„Ef við umbreytum ekki plast­notkun okkar og fram­leiðslu, verður meira af plasti en fiski í sjónum okkar árið 2050. Við verðum að koma í veg fyrir að plast kom­ist í vatnið okk­ar, mat­inn og jafn­vel í lík­ama okk­ar. Eina lang­tíma­lausnin er að draga úr plast­úr­gangi með því að end­ur­vinna meira og end­ur­nýta. Þetta er áskorun sem borg­ar­arn­ir, iðn­fyr­ir­tæki og stjórn­völd þurfa að tækla í sam­ein­ing­u,“ er haft eftir Frans Timmermans, fyrsta vara­for­seta fram­kvæmda­stjórnar ESB, í til­kynn­ing­unni.

Minna en þriðj­ungur af því plasti sem Evr­ópu­búar fram­leiða ratar í end­ur­vinnslu. Plast­rusl er 85 pró­sent af draslinu sem finnst á strand­svæðum víða um ver­öld. Plast­efni er jafn­vel farið að koma sér fyrir í lungum fólks og á mat­ar­borð­inu. Það er örplast í lofti, vatni og fæð­unni og áhrif þess á heilsu okkar eru óþekkt. Evr­ópu­sam­bandið hyggst takast á við þessi úrlausn­ar­efni af fullri festu.

Örplast fannst í neyslu­vatni Reyk­vík­inga

Í frétt Kjarn­ans frá því í byrjun febr­úar að í vatns­sýnum sem safnað var úr vatns­veitu Veitna í Reykja­vík hafi komið í ljós að 0,2 til 0,4 plast­agnir fund­ust í hverjum lítra vatns. Eru þetta mun betri nið­ur­stöður en birtar voru í erlendri skýrslu um örplast í neyslu­vatni sem var í fréttum hér á landi á síð­asta ári. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Veit­um. Sér­fræð­ingur sem Kjarn­inn tal­aði við segir að þrátt fyrir jákvæðar nið­ur­stöður þá beri að taka þær alvar­lega. Frek­ari rann­sókna sé þörf. 

Örplast er heiti á plast­ögnum sem eru minni en 5 milli­metrar að þver­máli. Örplast getur ann­ars vegar verið fram­leitt örplast, sem til dæmis finnst í snyrti­vörum, eða örplast sem verður til við nið­ur­brot, til að mynda úr dekkj­um, inn­kaupa­pokum eða fatn­að­i. 

Nið­ur­stöður mæl­inga Veitna sam­svara því að 1 til 2 slíkar agnir finn­ist í 5 lítrum vatns. Tekin voru stór sýni, eða 10 til 150 lítr­ar­. Kom fram í fyrr­nefndri erlendri skýrslu að 83 pró­sent þeirra 159 sýna sem hún byggir á, og tekin voru víðs vegar í heim­in­um, inni­héldu að með­al­tali tutt­ugu­falt og allt að 400-falt magn plast­agna miðað við það sem fannst í neyslu­vatni Reyk­vík­inga.

Lifum ekki í ein­angr­uðum heimi

Hrönn Jör­unds­dótt­ir, sviðs­stjóri og sér­fræð­ingur hjá MAT­ÍS, sagði í sam­tali við Kjarn­ann að nauð­syn­legt væri að finna upp­sprettu örplasts, þ.e. hvaðan það komi. Hún sagði að þau hjá MATÍS væru að skoða þessi mál og að til stæði að birta skýrslu um örplast á Íslandi í náinni fram­tíð.

Varð­andi nið­ur­stöður úr sýna­töku Veitna þá sagði hún að það væri jákvætt að lítið örplast hafi greinst í sýn­unum en á hinn bóg­inn þá væri það áhyggju­efni að plast­agnir hafi fund­ist yfir­höf­uð. Þetta sýndi að örplast sé víðar en fólk geri sér grein fyr­ir. „Það verður að taka þetta alvar­lega, við erum ekki laus við þetta í okkar umhverfi frekar en aðr­ir,“ sagði hún og bætti því við að Íslend­ingar lifi ekki í ein­angr­uðum heimi og að þetta snerti okkur öll.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent