Fyrirtæki eru farin að snúa baki við Samtökum byssueigenda í Bandaríkjunum (NRA). Flugfélögin United og Delta bættust í hóp bílaleiganna Hertz og Enterprise sem buðu báðar upp á afslætti fyrir félagsmenn samtakanna. Meginástæðan fyrir ákvörðuninni er sú, að vaxandi þrýstingur er nú á öll fyrirtæki í Bandaríkjunum, sem bjóða félagsmönnum NRA vildarkjör, að draga stuðninginn til baka.
Nemendur við Stoneman Douglas High School í Flórída, þar sem 17 voru myrtir 14. febrúar síðastliðinn, hafa skipulagt mótmæli og fundi, til að beita stjórnmálamenn og fyrirtæki þrýstingi, svo að byssulöggjöfinni verði breytt. Hefur barátta þeirra náð inn í Hvíta húsið, þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tók á móti nemendum og aðstandendum, skömmu eftir atburðinn.
As of today, @Emma4Change now has more followers than the @NRA. It happened in less than two weeks.
— Beau Willimon (@BeauWillimon) February 24, 2018
This is a movement.
This is the future.
Change is now. pic.twitter.com/8yHSpq9Zac
Á samfélagsmiðlum hefur baráttan farið fram undir myllumerkinu #BoycottNRA, og hefur spjótunum þannig verið beint gegn þessum valdamiklu samtökum. Þau voru stærsti styrkjandi kosningabaráttu Donalds Trumps, með meira en 30 milljónir Bandaríkjadala í heildarstyrki.
Opinber tala yfir heildarfjölda félaga í NRA í Bandaríkjunum hefur aldrei verið gefin upp, en talið er að 5 til 6 milljónir manna séu í samtökunum, og njóti meðal annars víðtæku vildarkjarakerfi víðs vegar um Bandaríkin, ekki síst í byssuverslunum.