Fyrirtæki snúa baki við NRA

Barátta ungmenna frá Flórída hefur breitt úr sér um öll ríki Bandaríkjanna.

us-society-weapons-nra_9953652896_o.jpg
Auglýsing

Fyr­ir­tæki eru farin að snúa baki við Sam­tökum byssu­eig­enda í Banda­ríkj­unum (NRA).  Flug­­fé­lög­in United og Delta bætt­ust í hóp bíla­­leig­anna Hertz og Enter­prise sem buðu báðar upp á af­slætti fyr­ir fé­lags­­menn sam­tak­anna. Meg­in­á­stæðan fyrir ákvörð­un­inni er sú, að vax­andi þrýst­ingur er nú á öll fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um, sem bjóða félags­mönnum NRA vild­ar­kjör, að draga stuðn­ing­inn til baka.

Nem­endur við Sto­neman Dou­glas High School í Flór­ída, þar sem 17 voru myrtir 14. febr­úar síð­ast­lið­inn, hafa skipu­lagt mót­mæli og fundi, til að beita stjórn­mála­menn og fyr­ir­tæki þrýst­ingi, svo að byssu­lög­gjöf­inni verði breytt. Hefur bar­átta þeirra náð inn í Hvíta hús­ið, þar sem Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti tók á móti nem­endum og aðstand­end­um, skömmu eftir atburð­inn.

Auglýsing


Á sam­fé­lags­miðlum hefur bar­áttan farið fram undir myllu­merk­inu #BoycottN­RA, og hefur spjót­unum þannig verið beint gegn þessum valda­miklu sam­tök­um. Þau voru stærsti styrkj­andi kosn­inga­bar­áttu Don­alds Trumps, með meira en 30 millj­ónir Banda­ríkja­dala í heild­ar­styrki.

Opin­ber tala yfir heild­ar­fjölda félaga í NRA í Banda­ríkj­unum hefur aldrei verið gefin upp, en talið er að 5 til 6 millj­ónir manna séu í sam­tök­un­um, og njóti meðal ann­ars víð­tæku vild­ar­kjara­kerfi víðs vegar um Banda­rík­in, ekki síst í byssu­versl­un­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ólafur Arnalds
Loftslag og landnýting: Yfirdrifin viðbrögð við sjónvarpsþætti
Kjarninn 14. apríl 2021
Segir að nú þurfi „að hvetja frjósemisgyðjuna til dáða“ og hækka þar með fæðingartíðni
Þingmaður Viðreisnar hvatti fólk til að ferðast í svefnherberginu á þingi í dag því velferðarsamfélagið geti ekki staðið undir sér ef fólk hættir að eignast börn. Fæðingartíðni er nú um 1,7 en þarf að vera 2,1 til að viðhalda mannfjöldanum.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs.
Samþykkt að lækka hámarkshraðann víða í Reykjavíkurborg
Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum í dag tillögu um að lækka hámarkshraða á götum á forræði borgarinnar niður í 40 eða 30 víðast hvar, til dæmis á Suðurlandsbraut, Bústaðavegi og víðar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent