„Glitur hafsins“ mun prýða vegg Sjávarútvegshússins

„Glitur hafsins“ verk Söru Riel bar sigur úr býtum í samkeppni um nýtt útilistaverk á austurgafl Sjávarútvegshússins sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið efndi til í samstarfi við Samband Íslenskra myndlistarmanna í nóvember síðastliðinn.

sjávarútvegshúsið.jpg
Auglýsing

„Glitur hafs­ins“ verk Söru Riel bar sigur úr býtum í sam­keppni um nýtt úti­lista­verk á aust­ur­gafl Sjáv­ar­út­vegs­húss­ins sem atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið efndi til í sam­starfi við Sam­band Íslenskra mynd­list­ar­manna (SÍM) í nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­in­u. 

Jafn­framt segir að kallað hafi verið eftir til­lögum að verki með skírskotun í sögu sjáv­ar­út­vegs á Íslandi. Auk list­rænna gæða hafi verið lögð áhersla á að verkið taki til­lit til umhverf­is­ins, falli vel að svæð­inu og þoli íslenska veðr­áttu. Um er að ræða tíma­bundið verk sem mun prýða aust­ur­gafl húss­ins í að minnsta kosti þrjú ár. 

Auglýsing

Vinningstillaga - „Glitur hafsins“„Það var ein­róma nið­ur­staða dóm­nefndar að velja verk Söru Riel sem gekk undir nafn­inu „Glitur hafs­ins“. Nafn­giftin kemur reyndar ekki frá höf­undi heldur lýs­ingu höf­undar á hug­mynd sinni „þarna bregður fyrir eða mótar fyrir fiski og hval, neti og öldum en allt er þetta sam­ofið í eitt form sem umvefur sjálft sig og skapar eitt­hvað nýtt og óráð­ið. Formið er á hreyf­ingu, virð­ist skjót­ast upp úr jörð­inni eða haf­inu í átt að himn­in­um, í átt að fram­tíð­inni. Á efri part myndar eru litlir speglar bróderaðir inn í myndefn­ið. Spegl­arnir munu grípa ljósið og gefa verk­inu til­breyt­ingu, end­ur­varpa umhverf­inu og skjóta ljós­geislum því sólin skín beint á efri part gafl­sins á ákveðnum tíma dags. Ljós­geisl­arnir vísa beint í glitur hafs­ins, í gler­hjúp Hörpu en einnig von­ar­neistana sem við leitum að til að halda áfram að þró­ast og þroskast.“,“ segir í til­kynn­ing­unni 

Í umsögn dóm­nefndar seg­ir: „Verkið hefur þannig eig­in­leika að vaxa við nán­ari kynni, það leynir á sér og gæti vakið veru­leg hug­rif við rétt skil­yrði við leik ljóss­ins og nán­asta umhverf­is. Það dansar á milli raun­veru­leika og ímynd­un­arafls og gefur þannig áhorf­endum tæki­færi til að túlka á mis­mun­andi hátt hvað þeir sjá og skilja. Það er eitt af ein­kennum góðra lista­verka. Við teljum að verkið falli vel að umhverfi sínu og tali til þess og að það hafi róm­an­tíska skírskotun til sögu sjáv­ar­út­vegs á Ísland­i.“

Sara Riel er fædd árið 1980 og búsett í Reykja­vík. Hún nam mynd­list við Lista­há­skóla Íslands og Kun­sthochschule Berl­in- Weis­sen­see á árinum 2000-2006. Sara hefur vakið verð­skuld­aða athygli síð­ustu árin fyrir mynd­list sína og úti­lista­verk, ekki síst fyrir verkið Fjöðrin sem prýðir fjöl­býl­is­hús við Asp­ar­fell í Breið­holti.

Um sam­keppn­ina giltu sam­keppn­is­reglur Sam­bands íslenskra mynd­list­ar­manna (SÍM). Tutt­ugu og fimm til­lögur bár­ust í sam­keppn­ina sem var opin öllum skap­andi ein­stak­lingum og hóp­um. Þrjár til­lögur voru metnar ógildar og ein til­laga var dregin til­baka af höf­undi.

Í dóm­nefnd sátu Guð­mundur Oddur Magn­ús­son, rann­sókn­ar­pró­fessor við Lista­há­skóla Íslands og for­maður dóm­nefnd­ar, Gunnar Lárus Hjálm­ars­son, tón­list­ar­mað­ur, Vera Lín­dal Guðna­dótt­ir, mann­fræð­ingur auk mynd­list­ar­mann­anna Elínar Hans­dóttur og Unn­dórs Egils Jóns­son­ar. Trún­að­ar­maður í sam­keppn­inni var Ing­unn Fjóla Ing­þórs­dótt­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent