Konur í atvinnulífinu styðja styttingu vinnuvikunnar - heildarsamtök atvinnulífsins ekki

Samtök atvinnulífsins leggjast gegn frumvarpi Björns Levís Gunnarssonar Pírata um styttingu vinnuvikunnar. Samtök kvenna í atvinnulífinu eru hins vegar hlynnt breytingunni.

23-april-2014_13980550081_o.jpg
Auglýsing

Sam­tök atvinnu­lífs­ins leggj­ast gegn frum­varpi Björns Levís Gunn­ars­sonar Pírata um stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar. Sam­tök kvenna í atvinnu­líf­inu eru hins vegar hlynnt breyt­ing­unni.

­Björn Leví, ásamt öðrum í þing­liði Pírata, hefur lagt fram frum­varp til laga um stytt­ingu vinnu­vik­unnar, úr 40 klukku­stundum í 35 klukku­stund­ir. Þannig verði að jafn­aði unnar 7 klukku­stundir á dag í dag­vinnu frá mánu­degi til föstu­dags, í stað 8 klukku­stunda. Frum­varpið hefur verið lagt fram nokkrum sinnum áður.

Vinnum mikið - fram­leiðum lítið

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu kemur fram að í OECD skýrslum sem mæli jafn­vægi á milli vinnu og frí­tíma sé Ísland í 33. sæti af 38 þjóð­um. Í tölum OECD um með­al­árs­fjölda vinnu­stunda er Ísland í 25. sæti árið 2016 með 1.883 vinnu­stundir á móti 1.363 vinnu­stundum í Þýska­landi þar sem vinnu­tím­inn mælist stystur og 1.410 í Dan­mörku sem er með næst­stystan vinnu­tíma.

Auglýsing

„Fram­leiðni á Íslandi er undir með­al­tali OECD-landa, þrátt fyrir langan vinnu­dag og mun verra vinnu- og einka­lífs­hlut­fall en þjóðir sem eru með meiri fram­leiðni en Íslend­ingar og þrátt fyrir að Ísland er ríkt af auð­lind­um. Í Frakk­landi, þar sem vinnu­vikan hefur verið 35 stundir síðan árið 2000, er fram­leiðni tals­vert hærri en á Ísland og er landið mun ofar í mati á jafn­vægi milli vinnu og frí­tíma. Dan­mörk, Spánn, Belgía, Hol­land og Nor­egur eru efst á þessum lista. Í þessum löndum er vinnu­tím­inn styttri en á Íslandi en fram­leiðnin meiri og greidd hærri laun nema á Spáni. Ekki er því hægt að útskýra meiri fram­leiðni né hærri laun með löngum vinnu­degi. Þvert á móti bendir margt til þess að styttri vinnu­dagur leiði til meiri fram­leiðni og auk­inna lífs­gæða,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Aukði jafn­vægi milli vinnu og einka­lífs

Í umsögn Félags kvenna í atvinnu­líf­inu segir að félagið styðji frum­varpið með þeim rök­semdum sem fram koma í grein­ar­gerð­inni. Brýnt sé að tryggja að vinnu­fram­lag verði hið sama þrátt fyrir styttan vinnu­tíma og ávinn­ing beggja, það er atvinnu­rek­enda og launa­þega. Félagið segir að einnig þurfi að end­ur­skil­greina vinnu­tíma dag­vinnu og yfir­vinnu á þann hátt að vinnu­fram­lag verði ekki ein­göngu bundið við á hvaða tímum dags eða á hvaða dögum vinnu­fram­lag sé innt af hendi. Félagið segir núgild­andi kerfi barn síns tíma og ekki vel til þess fallið að aðlaga íslenskan vinnu­markað að nýjum störfum fram­tíð­ar­inn­ar.

Þá segir FKA að æski­legt sé að atvinnu­rek­endum og laun­þegum verði gef­inn kostur á að semja sín á milli um styttri vinnu­tíma í kjara­samn­ings­við­ræðum eins og venju­bundið sé.

Félagið segir að lokum að draga verði fram í dags­ljósið jákvæð keðju­verk­andi áhrif sem fel­ast í styttri vinnu­viku, og þar megi til dæmis nefna styttri við­veru­tíma ungra barna á leik­skólum og aukið jafn­vægi á milli vinnu og einka­lífs.

Lögin til óþurftar og ætti að fella þau brott

Í umsögn Sam­taka atvinnu­lífs­ins er fyrri afstaða sam­tak­anna, frá því frum­varpið var lagt fram árið 2016, ítrek­uð. Sam­tökin lýsa full­kominni and­stöðu við frum­varp­ið. Segja þau vinnu­tíma samn­ings­at­riði í kjara­samn­ingum og óeðli­legt að Alþingi hafi afskipti af þessum mik­il­væga hluta þeirra. Lögin sjálf, um 40 stunda vinnu­viku, séu barn síns tíma og þjóni engum til­gangi. Í þeim felist hins vegar mik­ill ósveigj­an­leiki sem tak­marki svigrrúm samn­ings­að­ila til breyt­inga og skaði sam­keppn­is­hæfni íslensks atvinnu­lífs. „Lögin eru því til óþurftar og Alþingi ætti að fella þau brott.“

SA segir vinnu­tíma hér á landi hafa styst um 4 klukku­stundir á viku á und­an­förnum tveimur ára­tugum og um 12 til 14 klukku­stundir sé horft til und­an­geng­inna fjög­urra ára­tuga. Þessi mikla breyt­ing sé til marks um bætt lífs­kjör þar sem svig­rúm hafi skap­ast fyrir mun styttri vinnu­tíma en áður. Aukin fram­leiðni í atvinnu­líf­inu hafi knúið þessa þróun áfram. Því svig­rúmi sem fram­leiðni­aukn­ing hafi skapað til bættra lífs­kjara hafi verið skipt milli beinnar kaup­mátt­ar­aukn­ingar og styttri vinnu­tíma. „Rök­stuðn­ingur með frum­varp­inu er illa grund­aður í ljósi þeirra afdrifa­ríku afleið­inga sem sam­þykkt þess hefði og hin stutta grein­ar­gerð frum­varps­ins ein­kenn­ist af órök­studdum alhæf­ingum og mis­skiln­ing­i,“ segja sam­tök­in.

Þannig verði að miða við virkan vinnu­tíma á Íslandi, en ekki greiddan vinnu­tíma, sem feli í sér neyslu hlé og séu eigin tíma starf­manna. „Al­geng­asti umsam­inn virkur viku­legur vinnu­tími í kjara­samn­ingum er 37 stundir (40 greiddar stundir að frá­dregnum 2 klst. og 55 mín­útum í greidd neyslu­hlé). 37 stund­irnar eru meg­in­reglan hjá verka­fólki, iðn­að­ar­mönnum og opin­berum starfs­mönn­um. Hjá félags­mönnum versl­un­ar­manna­fé­laga sem stunda afgreiðslu­störf er virkur vinnu­tími 36,5 stundir og 36,25 stundir hjá skrif­stofu­mönn­um. Flestir vakta­vinnu­samn­ingar eru með ákvæði um styttri virkan vinnu­tíma en 37 stundir á viku, margir þeirra mun styttri.“

SA segja að ef frum­varpið yrði sam­þykkt á Alþingi myndi lög­boð­inn virkur vinnu­tímai stytt­ast úr 37 stundum í 32 og tíma­kaup, eða laun fyrir unna vinnu­stund, hækka í einu vet­fangi um 14 pró­sent. „Launa­kostn­aður atvinnu­lífs­ins myndi aukast mun meira því ólík­legt er að heild­ar­vinnu­tími myndi stytt­ast við lög­fest­ing­una. Greiddum yfir­vinnu­stundum myndi því fjölga álíka mikið og dag­vinnu­stund­unum fækk­aði. Ef það yrði raunin myndi launa­kostn­aður atvinnu­lífs­ins aukast um 26-28% í einu vet­fang­i,“ segja Sam­tök atvinnu­lífs­ins. Slíkt myndi hafa miklar og afdrifar afleið­ingar á gengi krón­unnar og verð­bólgu.

Ótíma­bært inn­grip

Alþýðu­sam­band Íslands segir skipu­lag vinnu­tíma flókið mál, sem bæði er átt við í lögum og kjara­samn­ing­um. ASÍ er þeirrar skoð­unar að breyt­ing á lögum um 40 stunda vinnu­viku, feli í sér ótíma­bært inn­grip í heild­ar­end­ur­skoðun aðila vinnu­mark­aðar um skipu­lag vinnu­tíma.

Við gerð kjara­samn­inga á almennum vinnu­mark­aði árið 2015 var gerð bókum um við­ræður um skipu­lag vinnu­tíma þar sem meðal ann­ars kom fram að aðilar stefni að breyt­ingum á skil­greindum vinnu­tíma og nálgist þannig skipu­lag sem algeng­ast er á Norð­ur­lönd­um. Meg­in­mark­mið breyt­ing­anna sé að stuðla að fjöl­skyldu­vænum vinnu­mark­aði með styttri heild­ar­vinnu­tíma, sem jafn­framt geti falið í sér hag­ræð­ingu og ein­földum launa­kerfa á öllum vinnu­mark­aðn­um. Fjallað verði um upp­töku „virks vinnu­tíma“ og end­ur­skoðun álags­tíma­bila og álags­greiðslna vegna vinnu utan dag­vinnu­tíma­bils. „Álags­greiðslur vegna vinnu utan skil­greinds dag­vinnu­tíma­bils eru hærri hér á landi en almennt ger­ist á Norð­ur­lönd­unum og hefur það m.a. þau áhrif að dag­vinnu­laun eru lægra hlut­fall heild­ar­launa. Meg­in­mark­mið breyt­inga verður að auka hlut dag­vinnu­launa í heild­ar­launum og hvetja til umræðu á vinnu­stöðum um bætt skipu­lag vinnu­tíma og aukna fram­leiðni,“ segir í bók­un­inni.

Bætt skipu­lag geti einnig stuðlað að styttri vinnu­tíma og þar með fjöl­skyldu­vænni vinnu­mark­aði. Vinnu­hópar voru skip­aðir af aðilum sam­komu­lags­ins til að vinna að und­ir­bún­ingi bryet­inga á vinnu­tíma­á­kvæðum kjara­samn­inga, sem ekki hafa lokið vinnu sinni.

For­eldrar leik­skóla­barna og umboðs­maður barna styðja frum­varpið

Sam­tök for­eldra leik­skóla­barna í Reykja­vík, styður stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar. Í umsögn þeirra kemur fram að styttri vinnu­dagur myndi gagn­ast yngstu börn­unum mest, dag­vist­un­ar­tími þeirra myndi stytt­ast og sam­vera með for­eldrum aukast. Styttri vinnu­dagur gæti líka boðið upp á meiri sveigj­an­leika á vinnu­mark­aði og það gæti stytt dag­vist­un­ar­þörf barna enn meir. „Þetta er enn meira aðkallandi nú, á tímum mann­eklu í dag­vistun barna hjá dag­for­eldrum og leik­skól­um, en var fyrir tveimur árum. Ýmsar rann­sókn­ir, inn­lendar og erlend­ar, benda á að börn þurfa mikla teng­ingu við þau sem næst þeim standa, á unga aldri. Tengl­sa­myndun yrði því meiri milli for­eldra og barna sem fengju bæði meiri tíma saman og meiri gæða­tíma því þau væru ekki eins þreytt, í lok styttri vinnu­dags, og nú er. Til­rauna­verk­efni um stytt­ingu vinnu­tíma hafa gefið góða raun fyrir starfs­fólk leik­skóla hjá Reykja­vík­ur­borg. Dregið hefur úr veik­indum og starfs­ánægja auk­ist. Ánægt starfs­fólk leik­skóla hefur jákvæð áhrif á börn á leik­skól­um, með meiri stöð­ug­leika,“ segir í umsögn­inni.

Umboðs­maður barna tekur í sama streng í sinni umsögn og telur áherslur frum­varps­ins um stytt­ingu vinnu­tíma vera í sam­ræmi við rétt barna að fá að njóta sam­vista við for­eldra sína og umhyggju og umönn­unar þeirra. Að mati umboðs­manns barna er gríð­ar­lega mik­il­vægt að búa til sem flest tæki­færi til jákvæðra sam­vista for­eldra og barna sem stuðla að betri sam­skiptum og tengsl­um. „Á vinnu­mark­aði eru víða gerðar kröfur um mikil afköst og mikla við­veru starfs­manna og mörgum for­eldrum reyn­ist því erfitt að sam­ræma atvinnu- og fjöl­skyldu­líf með til­heyr­andi álagi og streitu. Langur vinnu­dagur for­eldra hefur jafn­framt í för með sér langa við­veru barna í leik- og grunn­skól­um, með til­heyr­andi álagi á börn­in, sem þá njóta jafn­framt færri gæða­stunda með for­eldrum sín­um.“ Umboðs­maður barna fagnar því frum­varp­inu og vonar að það verði sam­þykkt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent