Konur í atvinnulífinu styðja styttingu vinnuvikunnar - heildarsamtök atvinnulífsins ekki

Samtök atvinnulífsins leggjast gegn frumvarpi Björns Levís Gunnarssonar Pírata um styttingu vinnuvikunnar. Samtök kvenna í atvinnulífinu eru hins vegar hlynnt breytingunni.

23-april-2014_13980550081_o.jpg
Auglýsing

Samtök atvinnulífsins leggjast gegn frumvarpi Björns Levís Gunnarssonar Pírata um styttingu vinnuvikunnar. Samtök kvenna í atvinnulífinu eru hins vegar hlynnt breytingunni.

Björn Leví, ásamt öðrum í þingliði Pírata, hefur lagt fram frumvarp til laga um styttingu vinnuvikunnar, úr 40 klukkustundum í 35 klukkustundir. Þannig verði að jafnaði unnar 7 klukkustundir á dag í dagvinnu frá mánudegi til föstudags, í stað 8 klukkustunda. Frumvarpið hefur verið lagt fram nokkrum sinnum áður.

Vinnum mikið - framleiðum lítið

Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að í OECD skýrslum sem mæli jafnvægi á milli vinnu og frítíma sé Ísland í 33. sæti af 38 þjóðum. Í tölum OECD um meðalársfjölda vinnustunda er Ísland í 25. sæti árið 2016 með 1.883 vinnustundir á móti 1.363 vinnustundum í Þýskalandi þar sem vinnutíminn mælist stystur og 1.410 í Danmörku sem er með næststystan vinnutíma.

Auglýsing

„Framleiðni á Íslandi er undir meðaltali OECD-landa, þrátt fyrir langan vinnudag og mun verra vinnu- og einkalífshlutfall en þjóðir sem eru með meiri framleiðni en Íslendingar og þrátt fyrir að Ísland er ríkt af auðlindum. Í Frakklandi, þar sem vinnuvikan hefur verið 35 stundir síðan árið 2000, er framleiðni talsvert hærri en á Ísland og er landið mun ofar í mati á jafnvægi milli vinnu og frítíma. Danmörk, Spánn, Belgía, Holland og Noregur eru efst á þessum lista. Í þessum löndum er vinnutíminn styttri en á Íslandi en framleiðnin meiri og greidd hærri laun nema á Spáni. Ekki er því hægt að útskýra meiri framleiðni né hærri laun með löngum vinnudegi. Þvert á móti bendir margt til þess að styttri vinnudagur leiði til meiri framleiðni og aukinna lífsgæða,“ segir í greinargerðinni.

Aukði jafnvægi milli vinnu og einkalífs

Í umsögn Félags kvenna í atvinnulífinu segir að félagið styðji frumvarpið með þeim röksemdum sem fram koma í greinargerðinni. Brýnt sé að tryggja að vinnuframlag verði hið sama þrátt fyrir styttan vinnutíma og ávinning beggja, það er atvinnurekenda og launaþega. Félagið segir að einnig þurfi að endurskilgreina vinnutíma dagvinnu og yfirvinnu á þann hátt að vinnuframlag verði ekki eingöngu bundið við á hvaða tímum dags eða á hvaða dögum vinnuframlag sé innt af hendi. Félagið segir núgildandi kerfi barn síns tíma og ekki vel til þess fallið að aðlaga íslenskan vinnumarkað að nýjum störfum framtíðarinnar.

Þá segir FKA að æskilegt sé að atvinnurekendum og launþegum verði gefinn kostur á að semja sín á milli um styttri vinnutíma í kjarasamningsviðræðum eins og venjubundið sé.

Félagið segir að lokum að draga verði fram í dagsljósið jákvæð keðjuverkandi áhrif sem felast í styttri vinnuviku, og þar megi til dæmis nefna styttri viðverutíma ungra barna á leikskólum og aukið jafnvægi á milli vinnu og einkalífs.

Lögin til óþurftar og ætti að fella þau brott

Í umsögn Samtaka atvinnulífsins er fyrri afstaða samtakanna, frá því frumvarpið var lagt fram árið 2016, ítrekuð. Samtökin lýsa fullkominni andstöðu við frumvarpið. Segja þau vinnutíma samningsatriði í kjarasamningum og óeðlilegt að Alþingi hafi afskipti af þessum mikilvæga hluta þeirra. Lögin sjálf, um 40 stunda vinnuviku, séu barn síns tíma og þjóni engum tilgangi. Í þeim felist hins vegar mikill ósveigjanleiki sem takmarki svigrrúm samningsaðila til breytinga og skaði samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. „Lögin eru því til óþurftar og Alþingi ætti að fella þau brott.“

SA segir vinnutíma hér á landi hafa styst um 4 klukkustundir á viku á undanförnum tveimur áratugum og um 12 til 14 klukkustundir sé horft til undangenginna fjögurra áratuga. Þessi mikla breyting sé til marks um bætt lífskjör þar sem svigrúm hafi skapast fyrir mun styttri vinnutíma en áður. Aukin framleiðni í atvinnulífinu hafi knúið þessa þróun áfram. Því svigrúmi sem framleiðniaukning hafi skapað til bættra lífskjara hafi verið skipt milli beinnar kaupmáttaraukningar og styttri vinnutíma. „Rökstuðningur með frumvarpinu er illa grundaður í ljósi þeirra afdrifaríku afleiðinga sem samþykkt þess hefði og hin stutta greinargerð frumvarpsins einkennist af órökstuddum alhæfingum og misskilningi,“ segja samtökin.

Þannig verði að miða við virkan vinnutíma á Íslandi, en ekki greiddan vinnutíma, sem feli í sér neyslu hlé og séu eigin tíma starfmanna. „Algengasti umsaminn virkur vikulegur vinnutími í kjarasamningum er 37 stundir (40 greiddar stundir að frádregnum 2 klst. og 55 mínútum í greidd neysluhlé). 37 stundirnar eru meginreglan hjá verkafólki, iðnaðarmönnum og opinberum starfsmönnum. Hjá félagsmönnum verslunarmannafélaga sem stunda afgreiðslustörf er virkur vinnutími 36,5 stundir og 36,25 stundir hjá skrifstofumönnum. Flestir vaktavinnusamningar eru með ákvæði um styttri virkan vinnutíma en 37 stundir á viku, margir þeirra mun styttri.“

SA segja að ef frumvarpið yrði samþykkt á Alþingi myndi lögboðinn virkur vinnutímai styttast úr 37 stundum í 32 og tímakaup, eða laun fyrir unna vinnustund, hækka í einu vetfangi um 14 prósent. „Launakostnaður atvinnulífsins myndi aukast mun meira því ólíklegt er að heildarvinnutími myndi styttast við lögfestinguna. Greiddum yfirvinnustundum myndi því fjölga álíka mikið og dagvinnustundunum fækkaði. Ef það yrði raunin myndi launakostnaður atvinnulífsins aukast um 26-28% í einu vetfangi,“ segja Samtök atvinnulífsins. Slíkt myndi hafa miklar og afdrifar afleiðingar á gengi krónunnar og verðbólgu.

Ótímabært inngrip

Alþýðusamband Íslands segir skipulag vinnutíma flókið mál, sem bæði er átt við í lögum og kjarasamningum. ASÍ er þeirrar skoðunar að breyting á lögum um 40 stunda vinnuviku, feli í sér ótímabært inngrip í heildarendurskoðun aðila vinnumarkaðar um skipulag vinnutíma.

Við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði árið 2015 var gerð bókum um viðræður um skipulag vinnutíma þar sem meðal annars kom fram að aðilar stefni að breytingum á skilgreindum vinnutíma og nálgist þannig skipulag sem algengast er á Norðurlöndum. Meginmarkmið breytinganna sé að stuðla að fjölskylduvænum vinnumarkaði með styttri heildarvinnutíma, sem jafnframt geti falið í sér hagræðingu og einföldum launakerfa á öllum vinnumarkaðnum. Fjallað verði um upptöku „virks vinnutíma“ og endurskoðun álagstímabila og álagsgreiðslna vegna vinnu utan dagvinnutímabils. „Álagsgreiðslur vegna vinnu utan skilgreinds dagvinnutímabils eru hærri hér á landi en almennt gerist á Norðurlöndunum og hefur það m.a. þau áhrif að dagvinnulaun eru lægra hlutfall heildarlauna. Meginmarkmið breytinga verður að auka hlut dagvinnulauna í heildarlaunum og hvetja til umræðu á vinnustöðum um bætt skipulag vinnutíma og aukna framleiðni,“ segir í bókuninni.

Bætt skipulag geti einnig stuðlað að styttri vinnutíma og þar með fjölskylduvænni vinnumarkaði. Vinnuhópar voru skipaðir af aðilum samkomulagsins til að vinna að undirbúningi bryetinga á vinnutímaákvæðum kjarasamninga, sem ekki hafa lokið vinnu sinni.

Foreldrar leikskólabarna og umboðsmaður barna styðja frumvarpið

Samtök foreldra leikskólabarna í Reykjavík, styður styttingu vinnuvikunnar. Í umsögn þeirra kemur fram að styttri vinnudagur myndi gagnast yngstu börnunum mest, dagvistunartími þeirra myndi styttast og samvera með foreldrum aukast. Styttri vinnudagur gæti líka boðið upp á meiri sveigjanleika á vinnumarkaði og það gæti stytt dagvistunarþörf barna enn meir. „Þetta er enn meira aðkallandi nú, á tímum manneklu í dagvistun barna hjá dagforeldrum og leikskólum, en var fyrir tveimur árum. Ýmsar rannsóknir, innlendar og erlendar, benda á að börn þurfa mikla tengingu við þau sem næst þeim standa, á unga aldri. Tenglsamyndun yrði því meiri milli foreldra og barna sem fengju bæði meiri tíma saman og meiri gæðatíma því þau væru ekki eins þreytt, í lok styttri vinnudags, og nú er. Tilraunaverkefni um styttingu vinnutíma hafa gefið góða raun fyrir starfsfólk leikskóla hjá Reykjavíkurborg. Dregið hefur úr veikindum og starfsánægja aukist. Ánægt starfsfólk leikskóla hefur jákvæð áhrif á börn á leikskólum, með meiri stöðugleika,“ segir í umsögninni.

Umboðsmaður barna tekur í sama streng í sinni umsögn og telur áherslur frumvarpsins um styttingu vinnutíma vera í samræmi við rétt barna að fá að njóta samvista við foreldra sína og umhyggju og umönnunar þeirra. Að mati umboðsmanns barna er gríðarlega mikilvægt að búa til sem flest tækifæri til jákvæðra samvista foreldra og barna sem stuðla að betri samskiptum og tengslum. „Á vinnumarkaði eru víða gerðar kröfur um mikil afköst og mikla viðveru starfsmanna og mörgum foreldrum reynist því erfitt að samræma atvinnu- og fjölskyldulíf með tilheyrandi álagi og streitu. Langur vinnudagur foreldra hefur jafnframt í för með sér langa viðveru barna í leik- og grunnskólum, með tilheyrandi álagi á börnin, sem þá njóta jafnframt færri gæðastunda með foreldrum sínum.“ Umboðsmaður barna fagnar því frumvarpinu og vonar að það verði samþykkt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lífskjarasamningurinn leiðir launaþróun en ekki opinberir starfsmenn
Kjarninn 6. maí 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent