Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði á ríkisstjórnarfundi í morgun að hann ætli að taka ákvörðun innan 24 til 48 klukkustunda hvort Bandaríkin muni svara efnavopnaárásinni sem gerð var í Sýrlandi á sunnudaginn. Talið er að í það minnsta 49 hafi látist í Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi og grunur leikur á að efnavopn hafi verið notuð. Stuttu eftir árásina hellti Trump úr skálum reiði sinnar á Twitter og fordæmdi árásina.
Öryggisráðherra Bandaríkjanna, Jim Mattis, gat hvorki staðfest né neitað því að Bandaríkin muni svara fyrir árásina. Rúmt ár er síðan Trump gaf skipun fyrir loftárásum vegna efnavopnaárásar í Sýrlandi.
Ekkert ríki hefur ennþá lýst árásinni á hendur sér en sýrlensk stjórnvöld liggja undir grun. Sýrlensk og rússnesk yfirvöld telja sig hinsvegar hafa sannanir fyrir því að herþoturnar sem slepptu sprengjunum á Douma hafi verið ísraelskar.
Many dead, including women and children, in mindless CHEMICAL attack in Syria. Area of atrocity is in lockdown and encircled by Syrian Army, making it completely inaccessible to outside world. President Putin, Russia and Iran are responsible for backing Animal Assad. Big price...
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 8, 2018
....to pay. Open area immediately for medical help and verification. Another humanitarian disaster for no reason whatsoever. SICK!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 8, 2018