Rússar hylma yfir efnavopnaárásir, segja Bandaríkin

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er í Moskvu. Hann er mjög gagnrýninn á þátt Rússa í átökunum í Sýrlandi. Rússar segja Bandaríkjamenn stunda áróður gegn sér og Sýrlandi.

Sergei Lavrov og Rex Tillerson ræddu saman í dag.
Sergei Lavrov og Rex Tillerson ræddu saman í dag.
Auglýsing

Stjórn Don­alds Trump, for­seta Banda­ríkj­anna, sakar Rússa um að hylma yfir efna­vopna­árásir með sýr­lenskum stjórn­völdum og að verja stjórn Bashar al-Assad í Sýr­landi. Rex Tiller­son, utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, fundar með rúss­neska starfs­bróður sín­um, Sergei Lavrov, í Moskvu í dag.

Hvergi er gert ráð fyrir því að Tiller­son hitti Vla­dimír Pútín, for­seta Rúss­lands, í þess­ari fyrstu ferð hans til Rúss­lands sem utan­rík­is­rá­herra Banda­ríkj­anna. Tiller­son er hins vegar kunn­ugur ráða­mönnum þar í landi eftir að hafa farið fyrir banda­ríska olíu­ris­anum Exxon Mobil í árarað­ir. Exxon hefur fjár­fest gríð­ar­lega mikið í rúss­neskum olíu­iðn­aði. Tiller­son hefur jafn­framt hlotið sér­staka vina­orðu úr hendi Pútíns fyrir olíu­upp­bygg­ing­una.

Tillerson fundaði með Lavrov í dag.

Skila­boðin sem Tiller­son flutti í Moskvu voru gagn­rýni á stuðn­ing Rússa við stjórn Assads. Tiller­son flaug til Moskvu eftir fund með utan­rík­is­ráð­herrum G7 ríkj­anna á Ítalíu í gær þar sem rætt var um refsi­að­gerðir vegna efna­vopna­árás­ar­innar í Sýr­landi. Frá þessu er meðal ann­ars greint á vef Reuters.

G7 ríkin komu sér ekki saman um auknar refsi­að­­gerðir gagn­vart Rús­s­landi á fundi sín­um. Boris John­­son, utan­­­rík­­is­ráð­herra Bret­lands, hafði lagt fram til­­lögu þess efnis að refsi­að­­gerðir yrðu hertar vegna efna­vopna­árá­­sinnar í Idlib-hér­­aði í Sýr­landi í síð­­­ustu viku. Sýr­­lensk stjórn­­völd, sem Rússar hafa aðstoðað í stríð­inu í Sýr­landi, eru sögð bera ábyrgð á árásinn­i.

Vladimir Pútín, forseti Rússlands.Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti hefur stigið fram og líkt ásök­unum um efna­vopna­árás­ina við það þegar sagt var að Saddam Hussein, þáver­andi ein­ræð­is­herra Íraks, byggi yfir miklu magni efna­vopna. Það reynd­ist síðar ekki vera rétt. „Þetta minnir mig á atburð­ina 2003 þegar erind­rekar Banda­­ríkj­anna hjá Örygg­is­ráð­inu sýndu það sem þeir sögðu að væru efna­vopn sem fund­ust í Írak. Við höfum séð þetta allt áður,“ sagði Pútín við blaða­­menn í gær.

Mis­vísandi skila­boð um frek­ari hern­að­ar­að­gerðir

Á fundi G7-­ríkj­anna lét Tiller­son hafa eftir sér að „það væri ljóst að völd Assa­d-­fjöl­skyld­unnar væru senn á enda“. „Við vonum að rúss­nesk stjórn­völd átti sig á að þau hafi stillt sér upp með óáreið­an­legum banda­manni í Bashar al-Assa­d.“

Bæði Rúss­land og Sýr­land hafa sam­þykkt alþjóða­sátt­mála um að efna­vopn verði ekki notuð í hern­aði. Notkun slíkra vopna telj­ast til stríðs­glæpa.

Don­ald Trump hefur gefið mis­vísandi upp­lýs­ingar um það hver áform hans eru í Sýr­landi. Eftir að hafa hæft skot­mörk á vegum sýr­lenskra stjórn­valda sem við­bragð við efna­vopna­árásinni hefur það verið á reiki hvað Trump hygg­ist gera næst. Í við­tali við New York Post sagði for­set­inn að Banda­ríkin væru ekki á leið „inn í Sýr­land“. „Stefna okkar er óbreytt. Við erum ekki að fara inn í Sýr­land.“

Auglýsing

Pútín telur Banda­ríkin vera að und­ir­búa frek­ari flug­skeyta­árásir á Sýr­land og að upp­reisn­ar­menn, sem Rússar segja bera ábyrgð á notkun efna­vopna, hyggi á fleiri árásir með efna­vopn­um. Þetta ætli upp­reisn­ar­menn að gera til þess að Banda­ríkin neyð­ist til að hæfa fleiri skot­mörk á vegum stjórn­ar­hers­ins. Þetta segja banda­rískir ráða­menn að sé falskur áróður sem ætlað er að villa um fyrir fólki.

Kín­verjar hafa áhyggjur

Xi Jin­p­ing, for­seti Kína, ræddi við Don­ald Trump í síma í dag þar sem hann lagði áherslu á póli­tíska lausn á deil­unni í Sýr­landi. „Við verðum að ná póli­tískri lausn á vand­anum í Sýr­landi. Það er mjög mik­il­vægt að Örygg­is­ráð Sam­ein­uðu þjóð­anna standi saman um lausn við vand­an­um. Ég vona að Örygg­is­ráðið geti kom­ist að sam­eig­in­legri nið­ur­stöð­u,“ er haft eftir Xi á kín­versku sjón­varps­stöð­inni CCTV.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None