Rússar hylma yfir efnavopnaárásir, segja Bandaríkin

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er í Moskvu. Hann er mjög gagnrýninn á þátt Rússa í átökunum í Sýrlandi. Rússar segja Bandaríkjamenn stunda áróður gegn sér og Sýrlandi.

Sergei Lavrov og Rex Tillerson ræddu saman í dag.
Sergei Lavrov og Rex Tillerson ræddu saman í dag.
Auglýsing

Stjórn Don­alds Trump, for­seta Banda­ríkj­anna, sakar Rússa um að hylma yfir efna­vopna­árásir með sýr­lenskum stjórn­völdum og að verja stjórn Bashar al-Assad í Sýr­landi. Rex Tiller­son, utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, fundar með rúss­neska starfs­bróður sín­um, Sergei Lavrov, í Moskvu í dag.

Hvergi er gert ráð fyrir því að Tiller­son hitti Vla­dimír Pútín, for­seta Rúss­lands, í þess­ari fyrstu ferð hans til Rúss­lands sem utan­rík­is­rá­herra Banda­ríkj­anna. Tiller­son er hins vegar kunn­ugur ráða­mönnum þar í landi eftir að hafa farið fyrir banda­ríska olíu­ris­anum Exxon Mobil í árarað­ir. Exxon hefur fjár­fest gríð­ar­lega mikið í rúss­neskum olíu­iðn­aði. Tiller­son hefur jafn­framt hlotið sér­staka vina­orðu úr hendi Pútíns fyrir olíu­upp­bygg­ing­una.

Tillerson fundaði með Lavrov í dag.

Skila­boðin sem Tiller­son flutti í Moskvu voru gagn­rýni á stuðn­ing Rússa við stjórn Assads. Tiller­son flaug til Moskvu eftir fund með utan­rík­is­ráð­herrum G7 ríkj­anna á Ítalíu í gær þar sem rætt var um refsi­að­gerðir vegna efna­vopna­árás­ar­innar í Sýr­landi. Frá þessu er meðal ann­ars greint á vef Reuters.

G7 ríkin komu sér ekki saman um auknar refsi­að­­gerðir gagn­vart Rús­s­landi á fundi sín­um. Boris John­­son, utan­­­rík­­is­ráð­herra Bret­lands, hafði lagt fram til­­lögu þess efnis að refsi­að­­gerðir yrðu hertar vegna efna­vopna­árá­­sinnar í Idlib-hér­­aði í Sýr­landi í síð­­­ustu viku. Sýr­­lensk stjórn­­völd, sem Rússar hafa aðstoðað í stríð­inu í Sýr­landi, eru sögð bera ábyrgð á árásinn­i.

Vladimir Pútín, forseti Rússlands.Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti hefur stigið fram og líkt ásök­unum um efna­vopna­árás­ina við það þegar sagt var að Saddam Hussein, þáver­andi ein­ræð­is­herra Íraks, byggi yfir miklu magni efna­vopna. Það reynd­ist síðar ekki vera rétt. „Þetta minnir mig á atburð­ina 2003 þegar erind­rekar Banda­­ríkj­anna hjá Örygg­is­ráð­inu sýndu það sem þeir sögðu að væru efna­vopn sem fund­ust í Írak. Við höfum séð þetta allt áður,“ sagði Pútín við blaða­­menn í gær.

Mis­vísandi skila­boð um frek­ari hern­að­ar­að­gerðir

Á fundi G7-­ríkj­anna lét Tiller­son hafa eftir sér að „það væri ljóst að völd Assa­d-­fjöl­skyld­unnar væru senn á enda“. „Við vonum að rúss­nesk stjórn­völd átti sig á að þau hafi stillt sér upp með óáreið­an­legum banda­manni í Bashar al-Assa­d.“

Bæði Rúss­land og Sýr­land hafa sam­þykkt alþjóða­sátt­mála um að efna­vopn verði ekki notuð í hern­aði. Notkun slíkra vopna telj­ast til stríðs­glæpa.

Don­ald Trump hefur gefið mis­vísandi upp­lýs­ingar um það hver áform hans eru í Sýr­landi. Eftir að hafa hæft skot­mörk á vegum sýr­lenskra stjórn­valda sem við­bragð við efna­vopna­árásinni hefur það verið á reiki hvað Trump hygg­ist gera næst. Í við­tali við New York Post sagði for­set­inn að Banda­ríkin væru ekki á leið „inn í Sýr­land“. „Stefna okkar er óbreytt. Við erum ekki að fara inn í Sýr­land.“

Auglýsing

Pútín telur Banda­ríkin vera að und­ir­búa frek­ari flug­skeyta­árásir á Sýr­land og að upp­reisn­ar­menn, sem Rússar segja bera ábyrgð á notkun efna­vopna, hyggi á fleiri árásir með efna­vopn­um. Þetta ætli upp­reisn­ar­menn að gera til þess að Banda­ríkin neyð­ist til að hæfa fleiri skot­mörk á vegum stjórn­ar­hers­ins. Þetta segja banda­rískir ráða­menn að sé falskur áróður sem ætlað er að villa um fyrir fólki.

Kín­verjar hafa áhyggjur

Xi Jin­p­ing, for­seti Kína, ræddi við Don­ald Trump í síma í dag þar sem hann lagði áherslu á póli­tíska lausn á deil­unni í Sýr­landi. „Við verðum að ná póli­tískri lausn á vand­anum í Sýr­landi. Það er mjög mik­il­vægt að Örygg­is­ráð Sam­ein­uðu þjóð­anna standi saman um lausn við vand­an­um. Ég vona að Örygg­is­ráðið geti kom­ist að sam­eig­in­legri nið­ur­stöð­u,“ er haft eftir Xi á kín­versku sjón­varps­stöð­inni CCTV.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None