Ákveður innan tveggja daga hvort Bandaríkin muni svara efnavopnaárásinni í Sýrlandi

Donald Trump segir að hann muni taka ákvörðun innan tveggja daga hvort Bandaríkin munu senda herlið inn í Sýrland til að svara fyrir efnavopnaárásina í Douma á sunnudag.

Trump á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Trump á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Auglýsing

Don­ald Trump, ­for­seti Banda­ríkj­anna, sagði á rík­is­stjórn­ar­fundi í morgun að hann ætli að taka á­kvörðun innan 24 til 48 klukku­stunda hvort Banda­ríkin muni svara efna­vopna­árásinni sem gerð var í Sýr­landi á sunnu­dag­inn. Talið er að í það minnsta 49 hafi lát­ist í Douma í Aust­ur-G­houta í Sýr­landi og grunur leikur á að efna­vopn hafi verið not­uð. Stuttu eftir árás­ina hellti Trump úr skálum reiði sinn­ar á Twitter og for­dæmdi árás­ina.

­Ör­ygg­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, Jim Matt­is, gat hvorki stað­fest né neitað því að Banda­ríkin muni svara fyrir árás­ina. Rúmt ár er síðan Trump gaf skipun fyrir loft­árásum vegna efna­vopna­árásar í Sýr­land­i. 

Ekk­ert ríki hefur ennþá lýst árásinni á hendur sér en sýr­lensk stjórn­völd liggja undir grun. Sýr­lensk og rúss­nesk yfir­völd telja sig hins­vegar hafa sann­anir fyrir því að her­þot­urnar sem slepptu sprengj­unum á Douma hafi verið ísra­elsk­ar.

Auglýsing
Minkaræktun í Kína
Loðdýrabú rekin með tapi síðustu ár
Loðdýrabú hafa verið rekin með tapi hér á landi undanfarin fjögur ár og minkabændum fækkað. Greinin óskaði eftir fjárhagsaðstoð frá stjórnvöldum í fyrra og sett hefur verið á laggirnar nefnd til að greina vanda greinarinnar.
Kjarninn 19. mars 2019
Snöggkólnar á fasteignamarkaði
Kólnað hefur á fasteignamarkaði, miðað við það sem verið hefur undanfarin ár.
Kjarninn 19. mars 2019
Smári McCarthy
Trúverðugleiki stofnana
Kjarninn 19. mars 2019
Joachim Fischer
Hinn heilagi ritstjóri Bændablaðsins
Kjarninn 19. mars 2019
Hælisleitendur mótmæla fyrir framan Alþingishúsið
Þrír handteknir við Alþingishúsið
Þrír voru handteknir við Alþingishúsið í dag eftir að lögreglan var kölluð þangað vegna mótmæla hælisleitenda. Samtökin Refugees in Iceland segja að um friðsöm mótmæli hafi verið að ræða og að þau hafi ekki ætlað að hindra aðgengi að Alþingi.
Kjarninn 19. mars 2019
Róbert R. Spanó, lögmaður og dómari við Mannréttindadómstól Evrópu
Telur tregðu íslenskra dómstóla að fylgja dómum MDE vera á undanhaldi
Róbert Spanó, dómari við Mannréttindadómstóll Evrópu, telur að upphafleg tregða íslenskra dómstóla til þess að fylgja dómum dómstólsins sé á undanhaldi og að undanfarna áratugi hafi íslenskir dómstólar leitast við að eiga samstarf við dómstólinn.
Kjarninn 19. mars 2019
Kristján Þórður Snæbjarnarson
Iðnaðarmenn slíta viðræðum við SA
Iðnaðarmenn slitu samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins fyrir hádegi í dag. Kristján Þórður Snæbjarnarson, talsmaður iðnaðarmanna, segir að nú hefjist undirbúningur verkfallsaðgerða.
Kjarninn 19. mars 2019
Flóttafólk mótmælir á Austurvelli. Búið er að taka tjaldið niður.
Sér ekki hvernig sérstök smithætta eigi að vera af því að fólk setji upp tjald
Sóttvarnalæknir hefur meiri áhyggjur af hreinlætisaðstöðu víðs vegar um landið fyrir ferðamenn en að flóttafólk hafi safnast saman á Austurvelli.
Kjarninn 19. mars 2019
Meira úr sama flokkiErlent