„Hlustum á 14 ára stelpur“

Til að mæta ófremdarástandi í 9. bekk Austurbæjarskóla, þar sem nokkrir drengir, með ólátum og stælum, skildu lítið rými eftir fyrir stelpurnar, hafa bekkjarsystur þeirra myndað hljómsveit.

14árastelpur
Auglýsing

Til að mæta ófremd­ar­á­standi í 9. bekk Aust­ur­bæj­ar­skóla, þar sem nokkrir drengir, með ólátum og stæl­um, skildu lítið rými eftir fyrir stelp­urn­ar, hafa bekkj­ar­systur þeirra myndað hljóm­sveit með hjálp Bryn­hildar Karls­dótt­ur. Hún ákvað að nota tæki­færið sem fólst í þessu ástandi og vinna verk­efni sem snýr að því að vald­efla stelp­urn­ar.



Í kvöld munu fjórar 14 ára stelpur koma fram í húsi Lista­há­skóla Íslands að Sölv­hóls­götu. Sýn­ingin er loka­verk­efni Bryn­hildar Karls­dóttur nema á öðru ári við skól­ann. Að verk­efn­inu vinnur Bryn­hildur með yngri systur sinni, Álf­heiði og bekkja­systrum hennar úr 9. bekk við Aust­ur­bæj­ar­skóla.

Auglýsing



Kveikjan að sýn­ing­unni er ástand sem mynd­að­ist í bekknum hennar Álf­heið­ar. Móðir Bryn­hildar og Álf­heið­ar, Ásdís Olsen, segir frá ástand­inu í skóla dóttir sinnar á Face­book. „Í byrjun vetrar spurð­ist út að ófremd­ar­á­stand ríkti í bekknum og hefði gert í langan tíma, að nem­endur væru með síma í tímum og að nokkrir drengir væru með ólæti og stæla, að and­rúms­loftið væri þrúg­andi, að kenn­arar mættu bekknum með kvíða og kreppta hnefa og að megnið af kennslu­stundum færi í að tjónka við dreng­ina. Stelp­urn­ar, sem eru aðeins 7 í þessum bekk, hafa van­ist því að taka lítið pláss og fá litla athygl­i.“

Brynhildur Karlsdóttir Mynd: Sonja Sif Þórólfsdóttir



Á öðru ári í Lista­há­skól­anum þurfa nem­endur að skila ein­stak­lings­verk­efni og ákvað Bryn­hildur að vinna verk­efnið með systur sinni. Syst­urnar töl­uðu saman um ástandið í bekknum og varð svo úr að þær buðu bekkj­ar­systrum Álf­hildar að vera með í verk­efn­inu. Í sam­tali við Kjarn­ann sagði Bryn­hildur verk­efnið snú­ast um að gefa fólki tæki­færi til þess að hlusta á það sem 14 ára stelpur hafa að segja. Verk­efnið snýst um að styrkja stúlk­urnar og var ferlið jafn­vel mik­il­væg­ara heldur en loka­út­koman sjálf. 



„Það er alltaf verið að bíða eftir að þetta ástand verði lagað en svo ger­ist það bara ekki.“ segir Bryn­hild­ur. Ástandið bitnar á stelp­unum sem langar að vera læra í skól­anum og hafa gam­an. Verkið vann hún með stelp­unum í gegnum sam­töl og ýmsar æfing­ar. Bryn­hildur segir stelp­urnar vera mikla femínista með sterka póli­tíska rétt­hugs­un, en að það fái ekki rými í þeirra nærum­hverfi.



„Það sem virð­ist ger­ast á ung­lings­ár­unum er að strák­arnir taka vanda­málin sín út og fá ein­hverja útrás. En stelpur fara ein­hvern­vegin inn í sig. Frá mínum bæj­ar­dyrum séð verður skað­inn annar hjá þeim því þær fá ekki að tjá til­finn­ing­arnar sínar og fá ekki að standa upp fyrir því sem þær trú­a.“



Þær ræddu vanda­málið og komu með hug­myndir um hvernig væri hægt að leysa það en mark­miðið snýr að því hvernig er hægt að styrkja stúlk­urn­ar. „Við byrj­uðum að tala mikið um vanda­málið og femín­isma. Við lásum bók um upp­reisnar konur og horfðum á heim­ild­ar­mynd­ir. Síðan fórum við í hópefl­ing­ar­leiki og karókí og vorum að reyna að koma þeim út úr kass­an­um.“ segir Bryn­hild­ur. Hún próf­aði að fara með þær upp í hljóm­sveit­ar­hús­næði og leyfði þeim að prófa sig áfram með hljóð­fær­in. „Þá ein­hvern­vegin bara gerð­ist ein­hver snilld. Þegar þær voru með raf­magns­gítar og míkra­fón þá fóru þær allt í einu að segja eitt­hvað sem ég hefði ekki getað togað út úr þeim á annan hátt.“ segir Bryn­hild­ur. 



„Og þá fannst mér þetta vera svo brillj­ant að úr þessu verk­efni yrði bara pönk­hljóm­sveit og það yrði ein­hvern veg­inn „sta­tem­ent­ið“.“ Hún segir hljóm­sveit­ina þannig hafa orðið svarið við öllum þeim spurn­ingum sem þær hafi verið að spyrja sig. „Hvernig þær geta tekið pláss og hvernig þær geta tjáð hlut­ina sem þær vilja segja og hvernig þær geta staðið saman og myndað heild.“

Kvenna­bar­áttan er í fullum gangi hér í næsta her­bergi. Dætur mínar eru að láta í sér heyra. "Hlustum á 14 ára stelp­ur!"...

Posted by Ásdís Olsen on Wed­nes­day, April 11, 2018






Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent