Átta þúsund kaffihús Starbucks í Bandaríkjunum munu loka þann 29. maí næstkomandi. Starfsmönnum kaffihúsakeðjunnar, öllum 175 þúsund, verður skylt að sitja námskeið um kynþáttafordóma og mismunun í garð minnihlutahópa. Lokunin á sér nokkra forsögu en í síðustu viku var tveimur blökkumönnum vísað út af kaffihúsi Starbucks í Philadelphia í Pennsylvaniu. Mennirnir voru að bíða eftir viðskiptafélaga sínum og höfðu ekki keypt sér neitt inni á kaffihúsinu. Þeir báðu um að fá að nota klósettið en var sagt að aðeins viðskiptavinir fengju aðgang að klósettunum. Afgreiðslustúlkan bað þá að fara en þeir sögðust vera enn þá að bíða eftir viðskiptafélaga sínum. Þá hringdi afgreiðsludaman í lögregluna sem kom og handtók mennina.
Við handtökuna varð uppi í fótur og fit en ung kona sem einnig var gestur á kaffihúsinu tók upp atvikið á símann sinn og deildi því á Twitter. Á myndbandinu má sjá annan gest spyrja lögreglumennina hvað mennirnir hefðu gert til að verðskulda handtökuna. Lögreglumennirnir svöruðu engu og færðu mennina á lögreglustöðina í járnum. Þeir voru í haldi lögreglu til um klukkan tvö eftir miðnætti en Starbucks kærði þá ekki.
@Starbucks The police were called because these men hadn’t ordered anything. They were waiting for a friend to show up, who did as they were taken out in handcuffs for doing nothing. All the other white ppl are wondering why it’s never happened to us when we do the same thing. pic.twitter.com/0U4Pzs55Ci
— Melissa DePino (@missydepino) April 12, 2018
Myndbandið af handtökunni hefur vakið mikla athygli og hafa margir hótað að hætta viðskiptum við Starbucks. Fjölmenn mótmæli hafa verið bæði á netinu og víða um Bandaríkin. Myllumerkið #BoycottStarbucks hefur náð nokkru flugi á samfélagsmiðlum. Meirihluti tístanna er neikvæður eða hlutlaus.
Protests begin inside Starbucks where two black men were arrested while waiting for a friend last week. pic.twitter.com/M87rukwz8O
— John Kopp (@WriterJohnKopp) April 16, 2018
Fyrirtækið baðst opinberlega afsökunar á Twitter á laugardaginn. Forstjóri Starbucks, Kevin R. Johnson, ferðaðist til Philadelphiu til að biðja mennina afsökunar í persónu. Á mánudaginn greindi Starbucks frá því að afgreiðslustúlkan sem hringdi á lögregluna væri ekki lengur að vinna hjá fyrirtækinu.
Johnsson segir að fyrirtækið leiðbeini starfsfólki sínu að hringja á lögregluna þegar eitthvað bjáti á, einhver sé með læti eða með ógnandi tilburði. Ekkert af þessu hafi hins vegar átt við í þessu tilviki og því hafi afgreiðslustúlkan verið látin fara.
We apologize to the two individuals and our customers for what took place at our Philadelphia store on Thursday. pic.twitter.com/suUsytXHks
— Starbucks Coffee (@Starbucks) April 14, 2018
Starbucks hefur verið virkt í vitundarvakningu um málefni blökkumanna í gegnum tíðina en árið 2015 voru starfsmenn fyrirtækisins hvattir til að skrifa „Race Together“ á kaffimálin, eða „kynþættir sameinaðir“. Til þess að bregðast við þessu atviki hefur Starbucks því gefið út fréttatilkynningu um að öllum kaffihúsum þeirra verði lokað 29. maí. Starfsfólk kaffihúsanna mun sitja námskeið um kynþáttafordóma og mismunun í garð minnihlutahópa. Að námskeiðinu koma stofnanir sem barist hafa gegn kynþáttafordómum í gegnum tíðina. Að sögn Starbucks verður námskeiðið aðgengilegt fyrir önnur fyrirtæki í framtíðinni, vilji þau einnig fræða starfsfólk sitt um kynþáttafordóma.
Atvik sem þetta getur verið daglegt brauð fyrir blökkufólk í Philadelpiu. Í hverfinu, Rittenhouse Square, sem atvikið átti sér stað eru um þrjú prósent íbúa blökkufólk en tveir þriðju af þeim sem lögreglan handtekur í hverfinu eru svartir.