Verði að auka útflutning um milljarð á viku

Utanríkisráðherra segir nauðsynlegt fyrir Íslendinga að stórauka útflutningsverðmæti sín næstu 20 árin til þess að halda uppi sömu lífskjörum.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra
Auglýsing

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra segir íslenska þjóðin verða að auka útflutn­ings­verð­mæti um einn millj­arð á viku næstu tutt­ugu árin, vilji hún halda uppi sömu lífs­kjör­um. Þetta sagði Guð­laugur í sam­tali við útvarps­stöð­ina K100 í morg­un, en mbl.is greinir fyrst frá.

Í við­tal­inu talar Guð­laugur um alþjóða­við­skipti, en hann telur það vera afar mik­il­vægt að ekki verði til neinar við­skipta­hindr­anir í Evr­ópu á næstu árum. Í því sam­bandi nefnir hann úrsögn Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu og full­yrðir jafn­framt að í henni liggja ýmis tæki­færi.

Auglýsing

Sam­kvæmt honum er óljóst hvort Ísland muni semja sjálft um frí­versl­un­ar­samn­ing við Bret­land eða með EFTA-­ríkj­un­um, en öll við­brögðin sem hann hafi fengið frá breskum stjórn­völdum hafi verið jákvæð.

­Guð­laugur lýsti einnig yfir áhyggjum yfir stöðu EES-­samn­ings­ins, en hann ótt­að­ist að grafið sé undan hon­um.  Sem aðgerð gegn þeirri þróun sagði ráð­herr­ann rík­is­stjórn­ina hafa aukið fjár­út­lát vegna hags­muna­gæslu Íslands í EES um 200 millj­ónir króna.

Einnig minnt­ist Guð­laugur á við­skipti utan Evr­ópu, en hann sagði Íslend­inga þurfa að hafa aðgang að nýjum mörk­uðum sem væru að mynd­ast sam­hliða rísandi milli­stéttum um allan heim. Aukin við­skipti við nýja mark­aði væru nauð­syn­leg, því Íslend­ingar þyrftu að auka útflutn­ing sinn veru­lega til þess að halda í sömu lífs­kjör og við búum nú við:

„Ef við Íslend­ingar ætlum að halda uppi okkar lífs­kjörum eins og við viljum sjá, verðum við að auka útflutn­ings­verð­mæti okkar um einn millj­arð á viku næstu tutt­ugu árin.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Hvurs er hvað?
Kjarninn 27. maí 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Ríkissjóður fær 76 milljarða króna lánaða á 0,625 prósent vöxtum
Nálægt sjöföld umframeftirspurn var eftir því að kaupa skuldabréfaútgáfu íslenska ríkisins. Af þeim mikla áhuga leiddi til þess að hægt var að fá enn lægri vexti en stefnt hafði verið að.
Kjarninn 27. maí 2020
Úr Hæstarétti Íslands.
Benedikt Bogason nýr varaforseti Hæstaréttar
Hæstaréttardómarar kusu sér nýjan varaforseta á fundi sem haldinn var í dag.
Kjarninn 27. maí 2020
Margrét Pála Valdimarsdóttir kann því vel að vinna heima.
Aukin afköst í fjarvinnu og meiri frítími
Að þurfa ekki að keyra til vinnu og að getað tekið æfingu í stofunni eru meðal þeirra kosta sem Margrét Pála Valdimarsdóttir, ráðgjafi hjá Íslandsbanka, sér við fjarvinnu. Starfsfólks bankans mun héðan í frá vinna að jafnaði vinna heima einn dag í viku.
Kjarninn 27. maí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Langfæstir ánægðir með Kristján Þór
Mest ánægja er með störf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en minnst með störf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kjarninn 27. maí 2020
Bjarni Benediktsson hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um opinber fjármál.
Óvíst að efnahagsleg óvissa verði minni í haust en nú
Frumvarp fjármálaráðherra gerir ráð fyrir að endurskoðuð fjármálastefna og uppfærð fjármálaáætlun verði lögð fram á sama tíma og fjárlög 1. október. Fjármálaráð gerir athugasemd við að stefnumörkunin færist öll á einn tímapunkt.
Kjarninn 27. maí 2020
Samfélagsmiðillinn Facebook tekur til sín umtalsverðan hluta af íslensku birtingarfé, án þess að greiða virðisaukaskatt á Íslandi.
Fimm milljarðar fara árlega í auglýsingakaup á miðlum eins og Google og Facebook
Tekjur innlendra fjölmiðla af auglýsingum drógust saman milli ára og voru sambærilegar við árið 2004 í hitteðfyrra. Hlutdeild innlendra vefmiðla er mun minni en á þorra hinna Norðurlandanna og prentmiðla mun meiri.
Kjarninn 27. maí 2020
Guðmundur Franklín Jónsson (t.v.) og Guðni Th. Jóhannesson verða í kjöri til forseta.
Tveir verða í framboði til forseta Íslands
Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson verða í kjöri til forseta Íslands en kosningarnar fara fram þann 27. júní næstkomandi.
Kjarninn 27. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent