Verði að auka útflutning um milljarð á viku

Utanríkisráðherra segir nauðsynlegt fyrir Íslendinga að stórauka útflutningsverðmæti sín næstu 20 árin til þess að halda uppi sömu lífskjörum.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra
Auglýsing

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra segir íslenska þjóðin verða að auka útflutn­ings­verð­mæti um einn millj­arð á viku næstu tutt­ugu árin, vilji hún halda uppi sömu lífs­kjör­um. Þetta sagði Guð­laugur í sam­tali við útvarps­stöð­ina K100 í morg­un, en mbl.is greinir fyrst frá.

Í við­tal­inu talar Guð­laugur um alþjóða­við­skipti, en hann telur það vera afar mik­il­vægt að ekki verði til neinar við­skipta­hindr­anir í Evr­ópu á næstu árum. Í því sam­bandi nefnir hann úrsögn Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu og full­yrðir jafn­framt að í henni liggja ýmis tæki­færi.

Auglýsing

Sam­kvæmt honum er óljóst hvort Ísland muni semja sjálft um frí­versl­un­ar­samn­ing við Bret­land eða með EFTA-­ríkj­un­um, en öll við­brögðin sem hann hafi fengið frá breskum stjórn­völdum hafi verið jákvæð.

­Guð­laugur lýsti einnig yfir áhyggjum yfir stöðu EES-­samn­ings­ins, en hann ótt­að­ist að grafið sé undan hon­um.  Sem aðgerð gegn þeirri þróun sagði ráð­herr­ann rík­is­stjórn­ina hafa aukið fjár­út­lát vegna hags­muna­gæslu Íslands í EES um 200 millj­ónir króna.

Einnig minnt­ist Guð­laugur á við­skipti utan Evr­ópu, en hann sagði Íslend­inga þurfa að hafa aðgang að nýjum mörk­uðum sem væru að mynd­ast sam­hliða rísandi milli­stéttum um allan heim. Aukin við­skipti við nýja mark­aði væru nauð­syn­leg, því Íslend­ingar þyrftu að auka útflutn­ing sinn veru­lega til þess að halda í sömu lífs­kjör og við búum nú við:

„Ef við Íslend­ingar ætlum að halda uppi okkar lífs­kjörum eins og við viljum sjá, verðum við að auka útflutn­ings­verð­mæti okkar um einn millj­arð á viku næstu tutt­ugu árin.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent