Auglýsing

Ekk­ert eitt hefur fært Íslend­ingum meiri lífs­gæði á jafn skömmum tíma og auka­að­ild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu í gegnum samn­ing­inn um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES). Frá árinu 1994 þegar hann tók gildi hefur lands­fram­leiðsla okkar í krónum talið tæp­lega sexfald­ast. Fyrir þennan aðgang greiðum við smán­ar­upp­hæð í stóra sam­heng­inu, á annan millj­arð króna á ári, í svo­kall­aðan upp­bygg­ing­ar­sjóð EES. Norð­menn borga nær allt fram­lag ríkja EES-­samn­ings­ins sem rennur í þann sjóð.

Heim­ótta­leg íslensk stjórn­sýsla, sem tók fyrst og síð­ast mið af þröngum hags­munum ráð­andi stétta, hefur þurft að breyt­ast vegna aðlög­unar Íslands að innri mark­aði Evr­ópu. Þorri þeirra breyt­inga hefur verið almenn­ingi til heilla, styrkt stöðu neyt­enda, aukið vöru­fram­boð, lækkað vöru­verð og orðið til þess að okur í skjóli ein­ok­unar á fákeppn­is­mark­aði hefur þurft undan að láta á mörgum svið­um.

Það eru skugga­hliðar á auka­að­ild Íslands. Sú helsta snýr að þeim lýð­ræð­is­halla sem fólgin er í því að við eigum ekki full­trúa við borðið þegar ákvarð­anir um inn­leið­ingar sem við þurfum að taka upp eru tekn­ar. Íslend­ingar hafa þó líka valið að haga hlutum með þessum hætti með því að gera ekki einu sinni til­raun til að koma að málum fyrr með rekstri öfl­ugrar hags­muna­gæslu heldur tak­marka aðkomu við það að inn­leiða til­skip­anir seint og illa.

Auglýsing

Þess vegna hefur umræðan í Evr­ópu­málum síð­asta tæpa ald­ar­fjórð­ung­inn aðal­lega snú­ist um hvort við eigum að stíga skrefið til fulls og ganga í sam­band­ið. Sára­fáum hefur í fullri alvöru dottið í hug að viðra hug­myndir um að segja upp EES-­samn­ingnum og um leið minnka heima­markað okkar úr 500 millj­ónum manna í tæp­lega 350 þús­und manns.

Hófst með bréfi

Þetta hefur þó verið að breyt­ast. Sér­stak­lega frá því að Gunnar Bragi Sveins­son, þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra, fór með bréf til Evr­ópu­sam­bands­ins þess efnis að Ísland væri ekki lengur í við­ræðum um aðild að sam­band­inu. Meiri­hluti þjóð­ar­innar var á móti því, sam­kvæmt könn­un­um, að draga umsókn­ina til baka á þeim tíma­punkti.

Deyfð hefur verið yfir Evr­ópu­um­ræð­unni síð­an. Þangað til nýlega. Nokkuð skyndi­lega fóru nokkrir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Morg­un­blað­ið, hags­muna­sam­tök Evr­ópu­and­stæð­inga og þekkt fylgitungl þeirra afla sem þar halda um valda­þræði, að viðra skoð­anir sínar um að Ísland ætti að mögu­lega að fara að end­ur­skoða EES-­samn­ing­inn.

Ástæðan sem þessi hópur hefur nýtt til þessa er inn­leið­ing hins svo­kall­aða þriðja orku­pakka Evr­ópu­sam­bands­ins inn í íslenskt reglu­verk.

Til­raun til að gera grýlu úr engu

Óli Björn Kára­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hélt því fram í íslenskum og norskum fjöl­miðlum að orku­pakk­inn feli í sér fram­sal á full­veldi Íslands til Sam­starfs­stofn­unar evr­ópskra orku­eft­ir­lits­að­ila (ACER) og Evr­ópu­sam­bands­ins. Heims­sýn, hreyf­ing sjálf­stæð­is­sinna í Evr­ópu­mál­um, sendi frá sér yfir­lýs­ingu um að stjórn­ar­skrár­brot gæti falist í mögu­legri aðild Íslands að ACER. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fann til­efni til þess að setja eft­ir­far­andi inn í lands­fund­ar­á­lyktun sína orku­mál: „Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafnar frekara fram­sali á yfir­ráðum yfir íslenskum orku­mark­aði til stofn­ana Evr­ópu­sam­bands­ins.“

Allt þetta tal var skotið niður í minn­is­blaði sem lög­mað­ur­inn Ólafur Jóhannes Ein­ars­son, áður fram­kvæmda­stjóri hjá Eft­ir­lits­stofnun EFTA (ES­A), gerði fyrir Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, og birt var opin­ber­lega 17. apr­íl. Þar kom skýrt fram að þriðji orku­pakk­inn haggi í engu heim­ildum íslenskra stjórn­valda til að banna fram­sal á eign­ar­rétti að orku­auð­lindum og rétti Íslands til að ákveða með hvaða skil­yrðum orku­auð­lindir lands­ins eru nýtt­ar. Auk þess kom fram að ACER myndi ekki hafa neitt að segja um um atriði á borð við fyr­ir­komu­lag leyf­is­veit­inga og stjórn­sýslu hér á landi, engar vald­heim­ildir gagn­vart einka­að­ilum hér­lendis og að við upp­tök­una yrðu allar vald­heim­ildir gagn­vart eft­ir­lits­stjórn­völdum í EFTA-­ríkj­unum yrðu ekki hjá ACER heldur ESA.

Allur hræðslu­á­róð­ur­inn var því þvæla.

Verið að færa til umræð­una

Samt sem áður fór Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í við­tal við breska dag­blaðið Tel­egraph 23. apríl og sagði að aukin þrýst­ingur að hálfu Evr­ópu­sam­bands­ins í garð Íslend­inga um að taka upp frek­ari reglur á sviði orku­mála og mat­væla væri að „skapa erg­elsi“. Hann lagði því út frá orku­mála­um­ræð­unni, sem hafði verið vits­muna­lega lokið með áður­nefndu minn­is­blaði, og færði fók­us­inn yfir á land­bún­að­ar­mál, inn­flutn­ing á hráu kjöti og hætt­una á salmón­ellu.

Dag­inn áður en við­talið birt­ist hafði Mið­flokk­ur­inn, hug­mynda­fræði­legur nágranni þeirrar útgáfu Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem nú birt­ist þjóð­inni, sam­þykkt í fyrstu lands­fund­ar­á­lykt­unum sínum að fram ætti að fara „óháð mat á því hvort halda skuli áfram þátt­töku í EES sam­starf­inu og sækj­ast eftir breyt­ingum á samn­ingnum eða segja sig frá hon­um.“

Mesti afleikur sem hægt er að leika

Það á að hræð­ast þessar til­raunir til að færa umræð­una í átt að því að Ísland eigi að ein­angra sig meira með því að aftengja samn­inga sem færa þorra lands­manna gríð­ar­leg aukin lífs­gæði. Það á að hræð­ast orð­ræðu sem lit­ast sífellt meira af þjóð­ern­is­hyggju og aft­ur­halds­róm­an­tík. Þetta er stefna sem á margt skylt við Brex­it, sem er að kalla miklar nei­kvæðar efna­hags­legar afleið­ingar yfir Bret­land.

Stefna sem myndi, ef hún yrði ofan á hér­lend­is, skerða lífs­gæði flestra Íslend­inga gríð­ar­lega. Okkur gengur nefni­lega alltaf best þegar við stöndum fyrir við­­skipta­frelsi, alþjóða­­sam­vinnu, mann­rétt­indi og leggjum áherslu á rétt neyt­enda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari