Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja stendur enn í stað

Þrátt fyrir lög um kynjakvóta stendur hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja á Íslandi enn og aftur í stað milli ára.

Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja hefur verið um 26% síðustu þrjú ár.
Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja hefur verið um 26% síðustu þrjú ár.
Auglýsing

Í lok árs 2017 voru konur 26,1 pró­sent stjórn­ar­manna fyr­ir­tækja sem greiða laun og skráð eru í hluta­fé­laga­skrá. Hlut­fall kvenna í stjórnum fyr­ir­tækja var á bil­inu 21,3 pró­sent til 22,3 pró­sent á árunum 1999 til 2006, hækk­aði svo í 25,5 pró­sent árið 2014 og hefur verið um 26 pró­sent síð­ustu þrjú ár.

Þetta kemur fram í frétt Hag­stof­unnar í dag. 

Árið 2017 voru konur 32,6 pró­sent stjórn­ar­manna í fyr­ir­tækjum með 50 laun­þega eða fleiri, líkt og árin tvö þar á und­an. Til sam­an­burðar var hlut­fall þeirra í stjórnum stórra fyr­ir­tækja 12,7 pró­sent árið 2007 og 9,5 pró­sent árið 1999, segir í frétt­inn­i. 

Karlar stýra fjár­magni á Íslandi

Í úttekt Kjarn­ans frá febr­úar síð­ast­liðnum kemur fram að karlar sitji nán­ast einir að stýr­ingu fjár­magns á Ísland­i. 

Af 90 æðstu stjórn­endum við­skipta­banka, spari­sjóða, líf­eyr­is­sjóða, skráðra félaga, óskráðra trygg­inga­fé­laga, lána­fyr­ir­tækja, verð­bréfa­fyr­ir­tækja og -miðl­ana, fram­taks­sjóða, orku­fyr­ir­tækja, greiðslu­stofn­ana, Kaup­hallar og lána­sjóða eru 81 karlar og níu kon­ur. Ofan­greindur hópur stýrir þús­undum millj­arða króna.

Auglýsing

Lögin hafa ekki skilað til­teknum árangri

Lög um kynja­kvóta í stjórnum fyr­ir­tækja tóku að fullu gildi hér á landi í sept­­­em­ber 2013 og sam­­­kvæmt þeim ber fyr­ir­tækjum með 50 eða fleiri starfs­­­menn að tryggja að hlut­­­fall hvors kyns í stjórn sé ekki undir 40 pró­­­sent­­­um. Árið eftir það náði hlut­­­fall kvenna í stjórnum fyr­ir­tækja af þess­­­ari stærð hámarki, fór upp í 33,2 pró­­­sent, en hefur síðan farið lækk­­­andi aft­­­ur. Í árs­lok 2016 var hlut­fallið til að mynda 32,3 pró­sent.

Það er því ljóst að setn­ing þeirra laga hefur ekki skilað þeim árangri sem vænst var. Og úttekt Kjarn­ans sýnir svart á hvítu að fjölgun kvenna í stjórnum stærri fyr­ir­tækja hefur ekki skipt neinu máli varð­andi fjölgun í lyk­il­stöður í fjár­mála­geir­an­um.

Hlut­fall kvenna í stjórnum fyr­ir­tækja með færri en 50 laun­þega stendur nán­ast í stað milli ára í 25,7 pró­sent­um, sam­kvæmt Hag­stof­unni.

Hlutfall kvenkyns stjórnarmanna eftir stærð fyrirtækja. Mynd: Hagstofan.

Hlut­fall kvenna í stöðu fram­kvæmda­stjóra stendur jafn­framt í stað milli ára, eða í 22,1 pró­sent­um, en sam­kvæmt Hag­stof­unni frá 1999 varð hæg­fara aukn­ing fram til árs­ins 2016. Hlut­fall kvenna í stöðu stjórn­ar­for­manna var 23,9 pró­sent í lok árs 2017, sem er það sama og árið 2016.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við undirritun reglugerðanna í dag.
Opnað á hálfs árs fjarvinnu erlendra sérfræðinga með reglugerðarbreytingum
Ráðherrar í ríkisstjórninni undirrituðu í dag breytingar á reglugerðum sem gera ríkisborgurum utan EES færi á að koma hingað til lands með fjölskyldur sínar og vinna í fjarvinnu til sex mánaða.
Kjarninn 27. október 2020
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segist ekki hafa veitt upplýsingar um fjölda hælisleitenda
Upplýsingar um komu hælisleitenda á Keflavíkurflugvöll, sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur birt á samfélagsmiðlum, komu ekki frá lögreglunni á Suðurnesjum, samkvæmt embættinu.
Kjarninn 27. október 2020
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair
Bætur frá Boeing vega þungt
Afkoma Icelandair fyrir vaxtagreiðslur og skatta var jákvæð um hálfan milljarð íslenskra króna á nýliðnum ársfjórðungi, þökk sé bótagreiðslum frá Boeing.
Kjarninn 27. október 2020
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu
Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.
Kjarninn 27. október 2020
Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA
„Sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ungt fólk finni ekkert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svipaðar og í sunnanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi ungs fólks er gríðarlegt.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Kjarninn 27. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent