HM hópur Íslands verður kynntur í dag, en í honum verða 23 leikmenn. Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur undirbúning með liðinu eftir að tímabilinu lýkur hjá leikmönnunum, en fyrsti leikur Íslands á HM í Rússlandi verður gegn Argentínu, með Lionel Messi í broddi fylkingar, 16. júní.
Tveir af mikilvægustu og bestu leikmönnum Íslands, Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson, eru meiddir en ættu að vera klárir í slaginn þegar flautað verður til leiks í Rússlandi, ef endurhæfing þeirra gengur vel og þeir ná vopnum sínum.
Báðir glíma þeir við hnémeiðsli, en Aron Einar hefur einnig lengi glímt við ökklameiðsli.
Þá hefur markahæsti leikmaður Íslands sem enn er að leika, og sá næst markahæsti í sögu landsliðsins á eftir Eiði Smára Guðjohnsen, Kolbeinn Sigþórsson, glímt við erfið meiðsli í eitt og hálft ár. Ólíklegt er að talið að hann verði búinn að ná sér, en sjálfur segist hann til í slaginn, og að endurhæfing hafi gengið vel.
Ísland er í riðli með Króatíu og Nígeríu, auk Argentínu.