Yfirkjörstjórn í Reykjavík segja sýslumann hafa gert mistök

Í bréfi til Þórólfs Halldórssonar sýslumanns kemur fram að hann hafi gert mistök og að þau þurfi að leiðrétta.

7DM_0179_raw_1833.JPG kosningar
Auglýsing

Yfir­kjör­stjórn Reykja­víkur sakar Sýslu­mann­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Þórólf Hall­dórs­son, um mis­tök við með­ferð kæru sem barst vegna vænt­an­legra borg­ar­stjórn­ar­kosn­inga. Kemur þetta fram í bréfi yfir­kjör­stjórnar til sýslu­manns. 

RÚV greindi frá þessu í gær­kvöldi, og er bréfið birt á vef RÚV.

For­saga máls­ins er sú, að Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, odd­viti Pírata í Reykja­vík, sendi in kæru til sýslu­manns 8. maí, þar sem fundið er að því að Frels­is­flokk­ur­inn hafi fengið lista­bók­stafnum Þ úthlut­að. Staf­ur­inn var áður lista­bók­stafur Pírata, en þeir skiptu yfir í P fyrir kosn­ing­arnar 2016.

Auglýsing

Í umfjöllun RÚV segir að Dóra Björt hafi fundið að þessu, meðal ann­ars þar sem þetta gæti valdið rugl­ingi og leitt til þess að fólk myndi greiða röngum flokki atkvæði sitt. 

Þá segir enn fremur í umfjöllun RÚV að sýslu­maður hafi skipað nefnd þriggja lög­manna til að fjalla um kæruna, eins og kveðið er á um í lögum um kosn­ingar til sveit­ar­stjórna. Tveimur dögum síð­ar, 11. maí, óskaði nefndin eftir umsögn yfir­kjör­stjórn­ar­innar í Reykja­vík sem svar­aði með bréfi 16. maí.

Telur yfir­kjör­stjórn­in, að skipan nefnd­ar­innar hafi verið mis­tök og að ákvarð­anir kjör­stjórna séu ekki kær­an­leg­ar. Er vísað til dóma Hæsta­rétt­ar, og bent á að kæra þurfi fram­kvæmd kosn­inga, og þá til­tekna hluta þeirra, en ekki ein­staka ákvarð­anir kjör­stjórna.

Í bréf­inu segir meðal ann­ar­s: „­Með vísan til alls þess sem greinir að framan telur yfir­kjör­stjórn það yfir allan vafa hafið að sýslu­manni hafa orðið á mis­tök við með­ferð kærunnar frá önd­verð­u.“

Þá segir enn fremur að sýslu­maður hafi ekki gætt að skýrum ákvæðum laga og að honum beri að leið­rétta mis­tökin með því að aft­ur­kalla skipun nefnd­ar­innar og vísa kærunni frá.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent