Yfirkjörstjórn í Reykjavík segja sýslumann hafa gert mistök

Í bréfi til Þórólfs Halldórssonar sýslumanns kemur fram að hann hafi gert mistök og að þau þurfi að leiðrétta.

7DM_0179_raw_1833.JPG kosningar
Auglýsing

Yfir­kjör­stjórn Reykja­víkur sakar Sýslu­mann­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Þórólf Hall­dórs­son, um mis­tök við með­ferð kæru sem barst vegna vænt­an­legra borg­ar­stjórn­ar­kosn­inga. Kemur þetta fram í bréfi yfir­kjör­stjórnar til sýslu­manns. 

RÚV greindi frá þessu í gær­kvöldi, og er bréfið birt á vef RÚV.

For­saga máls­ins er sú, að Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, odd­viti Pírata í Reykja­vík, sendi in kæru til sýslu­manns 8. maí, þar sem fundið er að því að Frels­is­flokk­ur­inn hafi fengið lista­bók­stafnum Þ úthlut­að. Staf­ur­inn var áður lista­bók­stafur Pírata, en þeir skiptu yfir í P fyrir kosn­ing­arnar 2016.

Auglýsing

Í umfjöllun RÚV segir að Dóra Björt hafi fundið að þessu, meðal ann­ars þar sem þetta gæti valdið rugl­ingi og leitt til þess að fólk myndi greiða röngum flokki atkvæði sitt. 

Þá segir enn fremur í umfjöllun RÚV að sýslu­maður hafi skipað nefnd þriggja lög­manna til að fjalla um kæruna, eins og kveðið er á um í lögum um kosn­ingar til sveit­ar­stjórna. Tveimur dögum síð­ar, 11. maí, óskaði nefndin eftir umsögn yfir­kjör­stjórn­ar­innar í Reykja­vík sem svar­aði með bréfi 16. maí.

Telur yfir­kjör­stjórn­in, að skipan nefnd­ar­innar hafi verið mis­tök og að ákvarð­anir kjör­stjórna séu ekki kær­an­leg­ar. Er vísað til dóma Hæsta­rétt­ar, og bent á að kæra þurfi fram­kvæmd kosn­inga, og þá til­tekna hluta þeirra, en ekki ein­staka ákvarð­anir kjör­stjórna.

Í bréf­inu segir meðal ann­ar­s: „­Með vísan til alls þess sem greinir að framan telur yfir­kjör­stjórn það yfir allan vafa hafið að sýslu­manni hafa orðið á mis­tök við með­ferð kærunnar frá önd­verð­u.“

Þá segir enn fremur að sýslu­maður hafi ekki gætt að skýrum ákvæðum laga og að honum beri að leið­rétta mis­tökin með því að aft­ur­kalla skipun nefnd­ar­innar og vísa kærunni frá.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Flest þeirra starfa sem orðið hafa til síðustu mánuði eru í ferðaþjónustu.
Færri atvinnulausir en fleiri fastir í langtímaatvinnuleysi
Í febrúar 2020, þegar atvinnulífið var enn að glíma við afleiðingar af gjaldþroti WOW air og loðnubrest, voru 21 prósent allra atvinnulausra flokkaðir langtímaatvinnulausir. Nú er það hlutfall 38 prósent.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Eggert Þór Kristófersson.
Eggert kominn með nýtt forstjórastarf tæpum tveimur vikum eftir að hann hætti hjá Festi
Fyrrverandi forstjóri Festi hefur verið ráðinn til að stýra stóru landeldisfyrirtæki á Suðurlandi sem er í þriðjungseigu Stoða. Hann fékk fimmtánföld mánaðarlaun greidd út við starfslok hjá Festi.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókratanna.
Gömlu blokkirnar brotna í breyttu pólitísku landslagi
Innreið öfgahægriflokks Svíþjóðardemókrata inn í meginstraum sænskra stjórnmála hefur verið áberandi undanfarið á sama tíma og glæpatíðni vex. Lengi neituðu allir aðrir flokkar að vinna með Svíþjóðardemókrötum – þar til á síðasta ári.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Sæbrautarstokkurinn á að verða um kílómeterslangur.
Umhverfisstofnun telur að skoða eigi að grafa jarðgöng í stað Sæbrautarstokks
Á meðal umsagnaraðila um matsáætlun vegna Sæbrautarstokks voru Umhverfisstofnun, sem vill skoða gerð jarðganga á svæðinu í stað stokks og Veitur, sem segja að veitnamál muni hafa mikil áhrif á íbúa á framkvæmdatíma.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent