Köld skilaboð úr dómsmálaráðuneytinu

Fyrrverandi formaður Lögmannafélagsins hélt þrumuræðu á aðalfundi félagsins í gær og var afar ósáttur við gagnrýni aðstoðarmanns dómsmálaráðherra á málarekstur Vilhjálms H. Vilhjálmssonar kollega hans vegna skipan dómara við Landsrétt.

SÁA og KK
Auglýsing

Fyrr­ver­andi for­maður Lög­manna­fé­lags­ins hélt þrumu­ræðu á aðal­fundi félags­ins í gær og var afar ósáttur við gagn­rýni aðstoð­ar­manns dóms­mála­ráð­herra á mála­rekstur Vil­hjálms H. Vil­hjálms­sonar kollega hans vegna skipan dóm­ara við Lands­rétt.

Reimar Pét­urs­son lét af emb­ætti sem for­maður Lög­manna­fé­lags­ins í gær. Nýr for­maður er Berg­lind Svav­ars­dóttir en hún er önnur konan í 107 ára sögu félags­ins sem gegnir emb­ætt­inu.

Bak­ari hengdur fyrir smið

Í ræðu sinni á fund­inum sagði Reimar mörg dæmi um það í heims­sög­unni að lög­menn þurfi að sæta árásum vegna starfa sinna. Slíkt ger­ist helst í ríkjum þar sem tíðk­ist alræði. Hann sagði við hér á landi ekki eiga því að venj­ast.

Auglýsing

Reimar PéturssonReim­ari var samt sem áður órótt yfir þróun mála. Kunn­ara sé en frá þurfi að segja að dóms­mála­ráð­herra hafi brotið lög við skipan dóm­ara í Lands­rétt. Því hafi fylgt miklir eft­ir­málar með til­heyr­andi réttaró­vissu. Í tengslum við það hafi lög­maður einn tekið að sér fyrir hönd skjól­stæð­ings síns að láta reyna að umfang réttar skjól­stæð­ings­ins sam­kvæmt mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu að dóm­ari sé skip­aður í sam­ræmi við lög. Reimar sagði þetta hefð­bundið lög­manns­verk­efni og reyndar í þessu til­viki mik­il­vægt fyrir rétt­ar­kerfið í heild sinni að umfjöllun um málið verði tæmd.

Reimar sagði óhjá­kvæmi­legt að vald­hafar tjái sig mál­efna­lega um þetta og taki afstöðu. Vald­hafar geti hins vegar ekki kvartað undan lög­mann­inum sjálf­um. „Lög­mað­ur­inn er bara að reka málið og með því að beina spjótum að honum er bak­ari hengdur fyrir smið. Með því að veit­ast að lög­mann­inum eru vald­hafar í raun ekki að gera annað en að grafa undan því hlut­verki lög­manna í rétt­ar­kerf­inu að ganga fram fyrir skjöldu til verndar mann­rétt­ind­um.“

Aug­lýs­inga­mennska

Hann sagði að athygli hans hefði verið vakin á skrifum aðstoð­ar­manns dóms­mála­ráð­herra, Ein­ars Hann­es­son­ar, á sam­fé­lags­miðlum um mála­rekst­ur­inn.

Einar HannessonEinar skrifar á Face­book síðu sína meðal ann­ars að öllu þrjú dóm­stigin hafi hafnað mál­flutn­ingi Vil­hjálms H. Vil­hjáms­sonar og yfir­gnæf­andi líkur séu á að nið­ur­staðan í Stras­bo­urg verði sú sama og „óþarfi fyrir fjöl­miðla að hjakka meira í þessu máli. Það sem mér leikur hins vegar for­vitni á að vita er hver ætlar að borga máls­kostn­að­inn af þess­ari aug­lýs­inga­mennsku - endar hann hjá skatt­borg­ur­um?“

Ann­ars staðar skrifar Einar að hann telji að Vil­hjálmur hafi aldrei átt séns vegna þess að lögin leiddu til aug­ljósrar nið­ur­stöðu. Þá spyr hann: „Hvers vegna ferðu í her­ferð sem á aldrei séns með blaða­menn og þing­menn Sam­fylk­ing­ar­innar í för?“

Einar blandar frétta­stofu RÚV einnig í málið sem hann segir „al­veg sér­stak­lega mót­tæki­leg fyrir rök­semdum Vil­hjálms H. Vil­hjálms­sonar hvort sem um er að ræða athafna­skáld með vafa­sama for­tíð í Suður Amer­íku eða full­yrð­ingar um skipan Lands­rétt­ar­dóm­ara sem hafnað hefur verið á öllum dóm­stig­um.“

Á fimmtu­dag sagði Einar að dómur Hæsta­réttar hafi stað­fest það sem flestir hafi vit­að, að dóm­arar við Lands­rétt væru hæfir og óvil­hallir og þeir hefðu verið skip­aðir í sam­ræmi við lög. „Nú hljóta þeir sem hafa grafið undan trú á dóms­kerf­inu með svig­ur­mælum sínum að hér verði allt í óvissu í mörg ár að sjá að sér.“

Vald­hafar með lít­inn eða engan skiln­ing þýð­ingu starfa lög­manna fyrir rétt­ar­ríki

Reimar segir Einar með þessu hafa lýst því svo að lög­mað­ur­inn sjálfur sé aðili máls frekar en skjól­stæð­ingur hans. Eins hafi hann sagt mála­rekst­ur­inn aug­lýs­inga­mennsku og að á milli lög­manns­ins og RÚV sé ein­hvers konar van­heil­agt sam­band og að hann virð­ist telja úr lög­mann­inum að bera fram kvörtun til Stras­borg­ar. „Ugg­væn­legt er þegar sjálf­stætt starf­andi lög­manni eru send köld skila­boð sem þessi úr dóms­mála­ráðu­neyt­in­u.“

Reimar beinti á þá stað­reynd að dóms­mála­ráðu­neytið fer með æðsta stjórn­sýslu­vald í mál­efnum lög­manna og sinnir æðstu stefnu­mótum á sviði stjórn­sýsl­unnar í málum þeirra. „Hér heggur því sá er hlífa skyldi. Við lög­menn megum ekki láta svona atlögur draga úr okkur í bar­átt­unni fyrir sjálf­stæði stétt­ar­inn­ar,“ sagði Reimar og vildi að þær séu lög­mönnum frekar hvatn­ing.

„Svona atlögur minna ein­fald­lega á mik­il­vægi þess að allt eft­ir­lit á störfum lög­manna fari fram á vegum okkar sjálfra en sé ekki komið fyrir í höndum vald­hafa sem hafa sam­kvæmt þessu lít­inn sem engan skiln­ing á eðli starfa okkar og þýð­ingu þeirra fyrir rétt­ar­rík­i.“

Málið snú­ist ekki um per­sónur og leik­endur

Vilhjálmur H. VilhjálmssonÍ sam­tali við Kjarn­ann seg­ist Vil­hjálmur ekki muna missa svefn yfir þessum skoð­unum dóms­mála­ráð­herra, sem hann segir að svo virð­ist sem hún hafi falið aðstoð­ar­manni sínum að flytja. „Þó það hræði mig að tveir lög­fræð­ingar sem báðir hafa starfað sem lög­menn skuli hafa þetta yfir­grips­mikla van­þekk­ingu á hlut­verki og störfum lög­manna. Það er líka vani þeirra sem hafa vondan mál­stað að verja að per­sónu­gera hlut­ina.“

Vil­hjálmur segir þetta mál ekki snú­ast um per­sónur og leik­end­ur. Hvorki hans eigin per­sónu, dóms­mála­ráð­herra eða við­kom­andi lands­rétt­ar­dóm­ara. Það sé miklu stærra en svo.

„Málið varðar grund­vall­ar­spurn­ingar um lýð­ræði, rétt­ar­rík­ið, sjálf­stæði dóm­stóla og rétt fólks til rétt­látrar máls­með­ferðar fyrir dómi fyrir dóm­stólum sem skip­aðir eru sam­kvæmt lög­um. Síð­ast en alls ekki síst varðar málið ásýnd Íslands á alþjóða­vett­vengi sem lýð­ræð­is­ríki þar sem sjálf­stæði og hlut­leysi dóm­stóla er tryggt. Því miður færir dómur Hæsta­réttar frá þeim stað sem við höfum viljað vera á til þessa, það er með Norð­ur­lönd­un­um, Dan­mörku og Nor­egi, yfir í hóp með öðrum löndum sem ég ætla að láta ógert að nefna á nafn. Þess vegna þarf að láta á málið reyna í Stras­bo­ur­g.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent