Annmarkar Sigríðar ekki nægir til að breyta niðurstöðunni

Með staðfestingu Hæstaréttar á dómi Landsréttar í dag í máli þar sem tekist var á um hæfi dómara við Landsrétt er mikilli óvissu í íslensku réttarkerfi eytt - í það minnsta tímabundið.

Landsréttur og Vilhjálmur
Auglýsing

Með stað­fest­ingu Hæsta­réttar á dómi Lands­réttar í dag í máli þar sem tek­ist var á um hæfi dóm­ara við Lands­rétt er mik­illi óvissu í íslensku rétt­ar­kerfi eytt - í það minnsta tíma­bund­ið.

Vil­hjálmur Hans Vil­hjálms­son lög­maður gerði fyrir hönd skjól­stæð­ings síns, í máli sem sner­ist aðal­lega um umferð­ar­laga­brot, þá kröfu að við­kom­andi yrði sýkn­aður á þeim grund­velli að einn dóm­ara í Lands­rétti, Arn­fríður Ein­ars­dótt­ir, hafi ekki verið rétt skipuð sem dóm­ari við rétt­inn.

Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra skip­aði Arn­fríði og þrjá aðra meðal alls fimmtán dóm­ara við nýjan Lands­rétt, þrátt fyrir að þau hefðu ekki verið meðal þeirra sem dóm­nefnd um hæfi umsækj­enda hafi talið hæf­asta.

Auglýsing

Ætlar fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stól­inn

Vil­hjálmur segir í sam­tali við Kjarn­ann að umbjóð­andi hans hafi falið sér að skjóta mál­inu áfram til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. „Miðað við dóma­fram­kvæmd hans þá tel ég að það sé áfram­hald­andi stór­kost­leg réttaró­vissa á Íslandi eftir þennan dóm Hæsta­rétt­ar,“ segir Vil­hjálm­ur.

Hæsti­réttur gerir í rök­stuðn­ingi sínum skýr­ingar dóms­mála­ráð­herra  að umtals­efni.

Rétt­ur­inn segir meðal ann­ars að þegar metið sé hvort ákærði hafi vegna setu Arn­fríðar í dómnum ekki notið rétt­látrar með­ferðar fyrir óháðum og óhlut­drægum dóm­stóli í sam­ræmi við stjórn­ar­skrá og mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu, verði að gæta að tveimur dómum Hæsta­réttar frá því í fyrra. Þar var tek­ist á um skaða­bóta­skyldu rík­is­ins til handa ein­stak­linga sem ekki voru skip­aðir dóm­arar þrátt fyrir að hafa verið metnir meðal hæf­ustu umsækj­enda. Þar var því slegið föstu að slíkir ann­markar hafi verið á máls­með­ferð Sig­ríðar í aðdrag­anda skip­unar lands­rétt­ar­dóm­ar­anna fimmtán að skaða­bóta­skyldu hafi varðar úr hendi íslenska rík­is­ins. Þeir dómar hafa sönn­un­ar­gildi í þessu máli.

Áréttar að dóma­reynslurökin geta ekki stað­ist

Þá segir Hæsti­rétt­ur: „Um þetta verður jafn­framt sér­stak­lega að árétta að ekki gat það stað­ist, sem byggt var á í fyrr­nefndu minn­is­blaði dóms­mála­ráð­herra 30. maí 2017, að með því einu að auka vægi dóm­ara­reynslu frá því, sem dóm­nefnd hafði lagt til grund­vallar í stiga­töflu að baki umsögn sinni 19. sama mán­að­ar, en byggja að öðru leyti á „full­nægj­andi rann­sókn“ nefnd­ar­innar á ein­stökum mats­þátt­um, gæti feng­ist sú nið­ur­staða að fjórir til­teknir umsækj­endur um emb­ætti dóm­ara við Lands­rétt féllu all­ir, en aðrir ekki, brott úr hópi þeirra fimmtán hæf­ustu og í stað þeirra færð­ust upp í þann hóp fjórir til­teknir umsækj­endur öll með tölu öðrum frem­ur.“

Þarna ítrekar Hæsti­réttur sjón­ar­mið sín frá skaða­bóta­málum dóm­ar­anna sem ekki voru skip­aðir með því að segja að sú rök­semda­færsla ráð­herra að færa þessa fjóra dóm­ara upp á hæfn­is­list­anum með því að auka vægi dóm­ara­reynslu haldi ekki vatni.

Hins vegar segir dóm­ur­inn að líta verði til þess að skip­unin hefur ekki verið ógilt með dómi og varð að veru­leika með und­ir­ritun for­seta Íslands á skip­un­ar­bréf þeirra. Dóm­ar­arnir fjórir hafi öll full­nægt skil­yrðum laga um skipun í þessi emb­ætti, þar á meðal hæf­is­skil­yrð­um.

„Er að þessu öllu virtu ekki næg ástæða til að draga á rétt­mætan hátt í efa að ákærði hafi, þrátt fyrir ann­marka á máls­með­ferð dóms­mála­ráð­herra, fengið notið í Lands­rétti rétt­látrar með­ferðar máls síns fyrir óháðum og óhlut­drægum dóm­end­um. Verður því aðal­kröfu ákærða og vara­kröfu hafn­að.“

Allur sak­ar­kostn­aður er í dómnum felldur á rík­ið, þar á meðal málsvarn­ar­laun Vil­hjálms, 1,2 millj­ónir króna. Það er gert í ljósi þess að dóm­ur­inn veitti leyfi í mál­inu til áfrýj­unar vegna þess að nauð­syn bar til að eyða óvissu um þau atriði sem málið sner­ist um.

Nokkur ár í nið­ur­stöðu

Vil­hjálmur hyggst eins og áður segir skjóta mál­inu fyrir hönd skjól­stæð­ings síns til mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í Strass­borg. Gera má ráð fyrir að ákveði sá dóm­stóll að taka málið fyrir má þó ekki vænta nið­ur­stöðu fyrir en eftir ein­hver ár.

Vil­hjálmur nefndi í mál­flutn­ingi sínum tölu­vert af erlendum dómafor­dæmum máli sínu til stuðn­ings. Bæði frá EFTA-­dóm­stólnum sem og mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu.

Athygli vekur að í nið­ur­stöðu Hæsta­réttar er hvergi á þau minnst. Þannig virð­ist dóma­fram­kvæmd til dæmis mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins, sem fyr­ir­séð er að muni fá það hlut­verk að skoða mál­ið, ekki hafa komið til skoð­unar rétt­ar­ins, eða að minnsta kosti ekki með þeim hætti að hann telji þörf á því að taka það fram í for­sendum fyrir niðu­stöðu sinni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiInnlent