Birgir veitti leyfi fyrir hálfnaktri myndatökunni

Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins veitti leyfi fyrir myndatöku á hálfnöktum konum í tengslum við gjörning á Listahátíð í þingflokksherbergi flokksins. Sér enga ástæðu til að amast við þessum listgjörningi.

Birgir_Armanns_DEMONCRAZY
Auglýsing

Stein­grímur J. Sig­fús­son for­seti Alþingis hefur svarað Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni for­manni Mið­flokks­ins um leyf­is­veit­ingar fyrir „hálf­nakið fólk“ í Alþing­is­hús­inu.

­Sig­mundur spurði Stein­grím í gær í skrif­legri fyr­ir­spurn út í gjörn­ing sem var settur á svið í til­­efni af opn­un sýn­ing­­­ar­inn­ar Demoncr­­azy á Lista­há­­tíð Reykja­vík­­­ur í síð­­­ustu viku. Í honum gengu ber­brjósta ungar kon­ur frá Alþing­is­hús­inu við Aust­­­ur­­­völl að Lista­safni Íslands til að „ögra þeirri jakka­fata­­klæddu, mið­aldra og karl­kyns ímynd valds­ins sem þær hafa alist upp við.“ Meðal ann­­ars stóðu kon­­urnar í dyrum Alþingis er snýr að Aust­­ur­velli, en ljós­­mynd­­ari mbl.is smellti mynd af kon­unum í þeim aðstæð­u­m.. Áður hafði ljós­­mynda­­sýn­ing af kon­unum opnað við Asutur­­völl í tengslum við gjörn­ing­inn.

Í skrif­legu svari Stein­gríms kemur fram, við spurn­ing­unni um hver hafi veitt leyfi fyrir því að hálf­nakið fólk nýtti Alþing­is­húsið í aug­lýs­inga­skyni og gengi þaðan á sama hátt og for­seti Íslands og þing­menn geri við þing­setn­ingu, að mynda­takan hafi farið fram í þing­flokks­her­bergi Sjálf­stæð­is­flokks­ins og að það muni hafa verið for­maður þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem veitti góð­fús­lega leyfi fyrir mynda­tök­unni og „við það gerir for­seti engar athuga­semd­ir“ segir í svari Stein­gríms.

Birgir Ármanns­son er þing­flokks­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og segir það passa að hann hafi veitt leyfi fyrir mynda­tök­unni í sam­tali við Kjarn­ann. „Ég get haft mínar per­sónu­legu skoð­anir á þessum list­gjörn­ingi eins og ýmsum öðrum en á hinn bóg­inn þá truflar það mig ekki þó að þetta hafi verið með þessum hætt­i,“ aðspurður um hvað legið hafi að baki þessu leyfi.

Auglýsing

„Í þessu til­viki var óskað eftir mynda­töku í þing­flokks­her­bergi okkar og það er auð­vitað óvenju­legt en ég sá ekki ástæðu til að leggj­ast gegn því,“ segir Birgir og segir um það hvort aðrir hópar megi vænta þess að fá leyfi fyrir sams konar við­burðum að það hlóti að met­ast bara í hverju til­viki fyrir sig og ekki hægt að gefa neitt algilt svar við því. „Auð­vitað er umgengni um þing­húsið háð ákveðnum regl­um, skil­yrðum og leyfum en ég sé enga ástæðu til þess að amast við þessum list­gjörn­ing­i.“

Í svari Stein­gríms segir um list­gjörn­ing­inn: „ Varð­andi þann list­gjörn­ing að hópur kvenna gekk ber­brjósta út úr Alþing­is­hús­inu um aðal­dyr og út í bæinn, þá var leyfi til þess veitt af skrif­stofu­stjóra Alþingis og er það sömu­leiðis athuga­semda­laust af hálfu for­seta. Áður hafði verið vel tekið í ósk aðstand­enda Lista­há­tíðar um sam­vinnu við Alþingi um upp­setn­ingu mynda og var for­seti því með­mælt­ur. Ekki reyndi þó, þegar til kom, á þann þátt með sama hætti og til stóð þar sem það fannst annar heppi­legri staður fyrir upp­setn­ingu mynd­anna. Rétt er að minna á í þessu sam­bandi að list­við­burður þessi og gjörn­ingur er í beinu sam­hengi við þá vakn­ingu sem konur víða um heim, og einnig á Íslandi, hafa hrundið af stað undir for­merkj­unum „Ég líka“ og hefur m.a. leitt til þess að Alþingi hefur nú breytt siða­reglum sínum og einnig haldið rak­ara­stofu­við­burð, hvort tveggja í því skyni að vinna gegn hvers kyns kyn­bundnu áreiti, kyn­bundnu ofbeldi, ein­elti og annarri óásætt­an­legri hegð­un.“

Sig­mundur Davíð spurði Stein­grím einnig um hvort hann teldi umrædda notkun á þing­hús­inu og þing­hefðum til þess fallna að auka virð­ingu Alþing­is. Stein­grímur svarar því til að á því kunni eðli­lega að vera skiptar skoð­anir og fari eftir smekk manna og við­horfi til list­sköp­un­ar. „Við­horf for­seta er að Alþingi eigi að vera í góðum tengslum við þjóð­lífið og finna til í stormum sinnar tíð­ar. Þar á meðal er að leggja fyrir sitt leyti lið ef óskað er eftir atbeina við list­sköpun og atburði af því tagi sem Lista­há­tíð í Reykja­vík er og ekki síst ef vett­vangur slíkra atburða er næsta nágrenni þing­húss­ins.“

Stein­grímur segir að engin afstaða sem slík hafi verið tekin til boð­skap­ar­ins sem lista­menn­irnir vildu koma á fram­færi eða þess mál­staðar sem þeir vildu með list­sköpun sinni þjóna. „For­seti dregur þó enga dul á að hann lítur með vel­vilja og aðdáun á þá vakn­ingu sem konur hafa með hetju­legri fram­göngu sinni og frá­sögnum vakið varð­andi margs konar forn­eskju­leg við­horf og óásætt­an­lega fram­komu sem þær mega enn sæta í sam­tím­anum vegna kyn­ferðis síns. Þessi afstaða for­seta hafði þó ekki áhrif í þessu til­viki, heldur þau almennu sjón­ar­mið sem að framan greinir um að Alþingi eigi að vera í góðum tengslum við þjóð­lífið og megi gjarnan styðja við atburði af því tagi sem Lista­há­tíð í Reykja­vík er, ef eftir því er leit­að.“

Stein­grímur segir í lok­inn að vænt­an­lega yrðu sömu við­horf uppi ef eftir ein­hverju sam­bæri­legu yrði leitað í fram­tíð­inni og aðstæður að öðru leyti sam­bæri­leg­ar. Hann vonar að aldrei verði farið inn á þá braut að láta ein­hvers konar list­póli­tíska íhlutun eða afstöðu ráða för heldur almenn sjón­ar­mið. Þá segir hann, aðspurður um hvort þetta leyfi sé til marks um að vænta megi frek­ari til­slak­ana á reglum um klæða­burð Alþing­is­manna, að list­við­burð­ur­inn sé rót­grónum venjum um snyrti­legan klæða­burð þing­manna við vinnu sína óvið­kom­andi með öllu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent