Byrjunarlið Argentínu er klárt fyrir leikinn gegn Íslendingum á morgun. Hann hefst klukkan 13:00 og fer fram á Spartak leikvanginum í Moskvu.
Fátt kemur á óvart, nema hvað Sergio Agüero tekur sæti framherja í liðinu, en Sampaoli landsliðsþjálfari hefur oftast verið með Gonzalo Higuain, leikmann Juventus, í þeirri stöðu.
Á blaðamannafundi sagði Sampaoli að byrjunarliðið í leiknum hefði verið klárt á miðvikudaginn, og að Argentína hefði búið sig undir leikinn markvisst og skipulega.
Hann sagði Argentínu bera mikla virðingu fyrir Íslandi, og liðið væri sterkt.
Byrjunarlið Argentínu er svo skipað, í 4-3-2-1 uppstillingu, með Lionel Messi sem helstu drifjöfður og fyrirliða, númer 10:
Markvörður: Willy Caballero(Chelsea)
Hægri bakvörður: Eduardo Salvio(Benfica)
Vinstri Bakvörður: Nicolas Tagliafico(Ajax)
Miðverðir: Nicolas Otamendi(Man.City), Marcos Rojo(Man.Utd)
Miðjumenn: Javier Mascherano(Hebei China Fortune), Lucas Biglia(AC Milan), Angel Di María(PSG), Maximiliano Meza(Inderpendiente).
„Tía“: Lionel Messi(Barcelona)
Framherji: Sergio Aguero(Man.City).
Byrjunarlið Íslands hefur ekki verið gefið út ennþá, og skýrist það fyrir leik á morgun, hverngi það verður. Fyrirliðið Aron Einar Gunnarsson hefur verið að glíma við meiðsli, en Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, segir að hann verði klár í leikinn.