Færeyingar munu geta fylgst með Íslendingum keppa

Allir leikir íslenska liðsins verða sýndir á stórum skjá í Þórshöfn í Færeyjum. Yfirmaður íþróttadeildar KVF segir að margir muni líklega horfa á leikina í gegnum RÚV til að heyra lýsingu Gumma Ben.

Færeyski fáninn.
Færeyski fáninn.
Auglýsing

Áhugi Fær­ey­inga á leikjum íslenska lands­liðs­ins í fót­bolta vakti athygli á Íslandi þegar það keppti á Evr­ópu­meist­ara­mót­inu fyrir tveimur árum. Fjöldi manns safn­að­ist saman í Þórs­höfn og fagn­aði mikið þegar lið­inu gekk vel. En skildi það sama vera upp á ten­ingnum fyrir þetta mót?

„Fær­ey­ingar hafa mjög mik­inn áhuga á fót­bolta og íþróttum yfir höf­uð. Þar af leið­andi er mik­ill áhugi á heims­meist­ara­mót­inu í fót­bolta,“ segir Leivur Frederiksen, yfir­maður íþrótta­deildar KVF – rík­is­sjón­varps­ins í Fær­eyj­u­m. 

Hann segir að margir Fær­ey­ingar hafi ein­hvers konar tengsl við Ísland svo nán­ast allir von­ist til að íslenska lið­inu gangi vel.

Auglýsing

Allir leikir íslenska liðs­ins verða sýndir á stórum skjá í miðbæ Þórs­hafnar í Fær­eyjum eins og gert var fyrir tveimur árum. Leivur seg­ist búast við því að marg­menni safn­ist saman við til­efnið líkt og gerð­ist þegar Ísland keppti á EM.

Rík­is­stöð Fær­eyja, KVF, sýnir alla leik­ina á mót­inu en sam­kvæmt Leivi munu danskir þulir lýsa leikj­un­um, enda sé samn­ingur milli stöðv­ar­innar og dönsku stöðv­anna DK og TV2.

Hann bendir þó á að margir í Fær­eyjum nái útsend­ingum RÚV. „Þess vegna er mjög lík­legt að fólk muni horfa á íslensku leik­ina í gegnum RÚV þar sem gríð­ar­lega gaman er að hlusta á æsta mann­inn ykkar sem verður á staðn­um,“ segir hann og á þar við íþrótta­f­rétta­mann­inn, Gumma Ben. Eins og frægt er orðið vakti hann mikla athygli með lýs­ingu sinni á EM 2016. 

Hér fyrir neðan má sjá stemn­ing­una í Þórs­höfn fyrir tveimur árum. Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent