Ísland vann í raun stórsigur í fyrsta leik sínum í sögunni á Heimsmeistaramóti þegar lansliðið gerði jafntefli við stórlið Argentínu.
Dont cry for me Argentina 😊#teamIceland #fotboltinet #worldcup
— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) June 16, 2018Auglýsing
Það sem stendur upp úr í leiknum er markvarsla Hannesar Halldórssonar á víti Lionel Messi í síðari hálfleik í stöðunni 1-1 á 64. mínútu leiksins.
Hannes tekur alltaf á móti þessum boltum eins og hann sé ástúðlega að taka á móti barni. Hannes má vera mín ljósmóðir þegar/ef ég eignast barn.
— Helga Lind Mar (@helgalindmar) June 16, 2018
Ætla að henda í 3 Tíur. Hannes, Emil og Alfreð. Restin 9. Besta frammistaða liðsins frá upphafi ásamt sigrinum gegn Englandi. #WorldCup #ARGISL
— Höddi Magg (@HoddiMagnusson) June 16, 2018
Iceland did Ronaldo two years ago. Now it was Messi #ARGISL
— Guðrún Hálfdánardótt (@GudrunHalfdanar) June 16, 2018
Guð blessi Hannes Halldórsson. Guð blessi þennan mann.
— Tryggvi Ólafsson (@tryggviolafs) June 16, 2018
Það er rétt, Hannes Þór er leikstjóri. Og kannski fær hann Óskarsverðlaun fyrir þennan 95 mínútna draum. #argisl pic.twitter.com/QKkjm55Gzf
— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) June 16, 2018
Alfreð Finnbogason framherji jafnaði leikinn á 23. mínútu eftir að Ísland hafði lent undir á 19. mínútu með marki frá Aguero.
Ég myndi skíra son minn Alfreð Hannes og jafnvel samþykkja að hafa hann Heimisson akkúrat núna #fotboltinet #KSI #FyrirIsland #ArgISL
— Steingrímur Sævarr Ólafsson (@frettir) June 16, 2018
Alfreð Finnbogason er framherji í heimsklassa. Einfalt mál. Móttökur, slútt og kænska upp á 10,5.
— Kjartan Atli (@kjartansson4) June 16, 2018
Er Alfreð Finnboga markahæsti leikmaður Íslands á HM frá upphafi?
— Auðunn Blöndal (@Auddib) June 16, 2018
Varnarvinnan hjá íslenska liðinu var hreint út sagt ótrúleg. Skipulagið gekk næstum því fullkomlega upp, þar sem liðið tvímennti á alla sóknarmenn sem fengu boltann í og við íslenska teiginn. Þó að Argentína hafi fengið nokkrar hættulegar sóknir þá átti íslenska liðið einnig góð tækifæri í leiknum.
Ronaldo spilaði sæmilega í jafntefli gegn Íslandi og endaði á því að vinna efast samt um að Messi geti það sama amk ekki með þessa vörn #WorldCup #HMRUV
— Hrólfur (@eyjolfsson42) June 16, 2018
Held að lið a spani ættu að taka Island til fyrirmyndar, svona stoppar þu Messi, aumingjar a spani nenniði að drullast til að fara að spila vörn #hmruv
— Arnar Skúli Atlason (@Skulsen) June 16, 2018
Næsti leikur Íslands í riðlinum er á föstudaginn gegn Nígeríu, sem keppir í sínum fyrsta leik gegn Króatíu síðar í dag.