Staðan í hálfleik í leik Íslands og Argentínu er 1-1. Sergio Aguero kom Argentínu yfir en Alfreð Finnbogason jafnaði fyrir Ísland eftir skyndisókn.
Íslenska liðið hefur spilað vel skipulagðan varnarleik á meðan Argentína hefur haldið boltanum innan liðsins, án þess að skapa oft hættu við mark Íslands.
Leikmenn Íslands standa saman sem einn maður í varnarleiknum, og hefur Alfreð Finnbogason verið duglegur að hjálpa til í varnarleiknum.
Argentína hefur átt í vandræðum gegn íslenska liðinu, og hefur Lionel Messi eytt löngum stundum í að labba milli varnar og miðju, eins og hann gerir oft í leikjum. Í þau skipti þar sem hann hefur tekið spretti hefur íslenska liðinu gengið vel að minnka plássið hans og verjast honum.