Sameiningaralda yfirvofandi í evrópskum flugfélögum

Hlutabréfaverð á norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian hefur hækkað töluvert það sem af er degi eftir að fréttir bárust um að Lufthansa hefði áhuga að kaupa í það. Forstjóri Lufthansa segir sameiningaröldu yfirvofandi í evrópskum flugfélögum.

Norwegian hefur staðið í nokkrum rekstrarörðugleikum undanfarin misseri.
Norwegian hefur staðið í nokkrum rekstrarörðugleikum undanfarin misseri.
Auglýsing

Þýska sam­steyp­an Luft­hansa hefur sýnt áhuga á að kaupa hlut í lággjalda­flug­fé­lag­in­u Norweg­i­an, sam­kvæmt frétt Südd­eutsche Zeit­ung ­sem birt­ist í morg­un. Carsten Spohr, for­stjóri Luft­hansa, segir sam­runa­öldu yfir­vof­andi í evr­ópskum flug­fé­lög­um. Norski hluta­bréfa­mark­að­ur­inn tók frétt­unum vel, en þegar þetta er skrifað hafa hluta­bréf Norweg­i­an hækkað um rúm 10% frá opnun mark­aða. 

Sam­kvæmt frétt­inni sagð­i Carsten ­Spohr, for­stjóri Luft­hansa, flug­fé­lagið vera í sam­bandi við Norweg­i­an ­vegna yfir­vof­andi sam­runa í evr­ópskum flug­fé­lögum á næst­unni. „Flug­fé­lögin eru sam­rýmd í spá sinni um að far­þega­fjöldi muni tvö­fald­ast aftur á næstu 20 árum,” seg­ir ­Spohr, þrátt fyrir flökt­andi verð á olíu. „Hins vegar muni það (flökt­andi olíu­verð) halda áfram að knýja fram sam­runa í geir­an­um, þar sem á tímum þar sem stein­ol­íu­verð er hátt muni hinir sterku verða sterk­ari og hin veiku verða veik­ari.”

Norweg­i­an hefur staðið í rekstr­ar­vand­ræðum und­an­farin miss­eri, en virði fyr­ir­tæk­is­ins tók að aukast á ný fyrir tveimur mán­uðum síðan eftir að flug­sam­steyp­an I­AG lýsti yfir áhuga sínum á að kaupa flug­fé­lag­ið. I­AG ­gerði tvö kauptil­boð í félag­ið, en báðum til­boðum var hins vegar hafn­að. 

Auglýsing

Aðrar yfir­tökur mögu­legar

Í sam­tali við frétta­stofu Reuters segir Spohr Luft­hansa munu grípa önnur tæki­færi til yfir­töku á öðrum flug­fé­lögum ef þau ber­ast,  öll fyr­ir­tæki í geir­anum séu í sam­tali við hvern ann­an. Önnur heim­ild frétta­stof­unnar sagði lággjalda­flug­fé­lag­ið  einnig vera heppi­lega við­bót við Luft­hansa , meg­in­kostur Norweg­ian væri sá að það sé í virkum rekstri með lágan kostn­að. 

Luft­hansa hefur staðið í nokkrum yfir­tökum á síð­ustu miss­erum, en tók yfir hluta af Air Berlin í fyrra og keypti útistand­andi hluti í Brussels Air­lines nýver­ið. Einnig hefur sam­steypan haft auga á ítalska rík­is­flug­fé­lag­inu Alitalia, þótt sölu­ferlið sé tafið vegna stjórn­mála­ólgu þar í land­i. 

Kaup­stríð ólík­legt

Einnig er fjallað um málið í norska við­skipta­blað­inu Dag­ens Nær­ingsliv, en þar segir að ólík­legt sé að kaup­stríð milli­ I­AG og Luft­hansa sé í vænd­um. For­stjóri I­AG, Jim­my Walsh, þvertók fyrir það einnig á árs­fundi sam­steypunnar í Ma­dríd í síð­ustu viku, þrátt fyrir að þeir nálgist fyr­ir­huguð kaup á Norweg­i­an ­með opnum hug. 

Hluta­bréfa­verð Norweg­i­an hefur rokið upp í kjöl­far frétt­anna í morg­un, en virði fyr­ir­tæk­is­ins  á norska hluta­bréfa­mark­aðnum hefur auk­ist um rúm 10% það sem af er degi.

Olíuverðið hækkar og hækkar
Olíuverð hefur hækkað mikið að undanförnu. Það eru ekki góð tíðindi fyrir íslenska hagkerfið.
Kjarninn 25. september 2018
Rosenstein og Trump funda á fimmtudaginn
Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna er sagður valtur í sessi.
Kjarninn 24. september 2018
Icelandair heldur áfram að lækka í verði
Markaðsvirði Icelandair hefur hríðfallið að undanförnu. Það er erfitt rekstrarumhverfi flugfélaga þessi misserin.
Kjarninn 24. september 2018
1. maí kröfuganga 2018.
Mótmæla harðlega aðgerðum Icelandair gegn flugfreyjum og flugþjónum
Forystumenn stærstu stéttarfélaga landsins mótmæla harðlega þeim aðgerðum sem stjórn Icelandair hyggst ráðast í gegn flugfreyjum og flugþjónum sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 24. september 2018
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Almenningur hvattur í stefnumótun
Vísinda- og tækniráð Íslands efnir til opins samráðs við almenning og hagsmunaaðila um skilgreiningu þeirra framtíðaráskorana sem vísindi og rannsóknir ættu markvisst að takast á við.
Kjarninn 24. september 2018
Brett Kavanaugh
Konan sem sakar Brett Kavanaugh um kynferðisbrot ber vitni á fimmtudaginn
Vitnisburður Christine Bla­sey Ford fer fram næstkomandi fimmtudag gegn Brett Kavanaugh. Önnur kona hefur nú stigið fram og sakað hann um kynferðisbrot.
Kjarninn 24. september 2018
Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.
Segir þvingunaraðgerðir Icelandair aðför að kvennastétt
Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt en Icelandair setti flug­freyjum og flug­þjónum þá afar­kosti á dögunum að velja á milli þess að fara í fulla vinnu ellegar missa vinnuna.
Kjarninn 24. september 2018
Læknar deila við Svandísi
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sent yfirlýsingu frá ráðuneytinu þar sem hún sér sig knúna til að leiðrétta fullyrðingar í grein þriggja lækna sem halda því fram að ráðherra ætli sér að færa þjónustu sérgreinalækna inn á göngudeildir.
Kjarninn 24. september 2018
Meira úr sama flokkiErlent