Sameiningaralda yfirvofandi í evrópskum flugfélögum

Hlutabréfaverð á norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian hefur hækkað töluvert það sem af er degi eftir að fréttir bárust um að Lufthansa hefði áhuga að kaupa í það. Forstjóri Lufthansa segir sameiningaröldu yfirvofandi í evrópskum flugfélögum.

Norwegian hefur staðið í nokkrum rekstrarörðugleikum undanfarin misseri.
Norwegian hefur staðið í nokkrum rekstrarörðugleikum undanfarin misseri.
Auglýsing

Þýska sam­steyp­an Luft­hansa hefur sýnt áhuga á að kaupa hlut í lággjalda­flug­fé­lag­in­u Norweg­i­an, sam­kvæmt frétt Südd­eutsche Zeit­ung ­sem birt­ist í morg­un. Carsten Spohr, for­stjóri Luft­hansa, segir sam­runa­öldu yfir­vof­andi í evr­ópskum flug­fé­lög­um. Norski hluta­bréfa­mark­að­ur­inn tók frétt­unum vel, en þegar þetta er skrifað hafa hluta­bréf Norweg­i­an hækkað um rúm 10% frá opnun mark­aða. 

Sam­kvæmt frétt­inni sagð­i Carsten ­Spohr, for­stjóri Luft­hansa, flug­fé­lagið vera í sam­bandi við Norweg­i­an ­vegna yfir­vof­andi sam­runa í evr­ópskum flug­fé­lögum á næst­unni. „Flug­fé­lögin eru sam­rýmd í spá sinni um að far­þega­fjöldi muni tvö­fald­ast aftur á næstu 20 árum,” seg­ir ­Spohr, þrátt fyrir flökt­andi verð á olíu. „Hins vegar muni það (flökt­andi olíu­verð) halda áfram að knýja fram sam­runa í geir­an­um, þar sem á tímum þar sem stein­ol­íu­verð er hátt muni hinir sterku verða sterk­ari og hin veiku verða veik­ari.”

Norweg­i­an hefur staðið í rekstr­ar­vand­ræðum und­an­farin miss­eri, en virði fyr­ir­tæk­is­ins tók að aukast á ný fyrir tveimur mán­uðum síðan eftir að flug­sam­steyp­an I­AG lýsti yfir áhuga sínum á að kaupa flug­fé­lag­ið. I­AG ­gerði tvö kauptil­boð í félag­ið, en báðum til­boðum var hins vegar hafn­að. 

Auglýsing

Aðrar yfir­tökur mögu­legar

Í sam­tali við frétta­stofu Reuters segir Spohr Luft­hansa munu grípa önnur tæki­færi til yfir­töku á öðrum flug­fé­lögum ef þau ber­ast,  öll fyr­ir­tæki í geir­anum séu í sam­tali við hvern ann­an. Önnur heim­ild frétta­stof­unnar sagði lággjalda­flug­fé­lag­ið  einnig vera heppi­lega við­bót við Luft­hansa , meg­in­kostur Norweg­ian væri sá að það sé í virkum rekstri með lágan kostn­að. 

Luft­hansa hefur staðið í nokkrum yfir­tökum á síð­ustu miss­erum, en tók yfir hluta af Air Berlin í fyrra og keypti útistand­andi hluti í Brussels Air­lines nýver­ið. Einnig hefur sam­steypan haft auga á ítalska rík­is­flug­fé­lag­inu Alitalia, þótt sölu­ferlið sé tafið vegna stjórn­mála­ólgu þar í land­i. 

Kaup­stríð ólík­legt

Einnig er fjallað um málið í norska við­skipta­blað­inu Dag­ens Nær­ingsliv, en þar segir að ólík­legt sé að kaup­stríð milli­ I­AG og Luft­hansa sé í vænd­um. For­stjóri I­AG, Jim­my Walsh, þvertók fyrir það einnig á árs­fundi sam­steypunnar í Ma­dríd í síð­ustu viku, þrátt fyrir að þeir nálgist fyr­ir­huguð kaup á Norweg­i­an ­með opnum hug. 

Hluta­bréfa­verð Norweg­i­an hefur rokið upp í kjöl­far frétt­anna í morg­un, en virði fyr­ir­tæk­is­ins  á norska hluta­bréfa­mark­aðnum hefur auk­ist um rúm 10% það sem af er degi.

Minkaræktun í Kína
Loðdýrabú rekin með tapi síðustu ár
Loðdýrabú hafa verið rekin með tapi hér á landi undanfarin fjögur ár og minkabændum fækkað. Greinin óskaði eftir fjárhagsaðstoð frá stjórnvöldum í fyrra og sett hefur verið á laggirnar nefnd til að greina vanda greinarinnar.
Kjarninn 19. mars 2019
Snöggkólnar á fasteignamarkaði
Kólnað hefur á fasteignamarkaði, miðað við það sem verið hefur undanfarin ár.
Kjarninn 19. mars 2019
Smári McCarthy
Trúverðugleiki stofnana
Kjarninn 19. mars 2019
Joachim Fischer
Hinn heilagi ritstjóri Bændablaðsins
Kjarninn 19. mars 2019
Hælisleitendur mótmæla fyrir framan Alþingishúsið
Þrír handteknir við Alþingishúsið
Þrír voru handteknir við Alþingishúsið í dag eftir að lögreglan var kölluð þangað vegna mótmæla hælisleitenda. Samtökin Refugees in Iceland segja að um friðsöm mótmæli hafi verið að ræða og að þau hafi ekki ætlað að hindra aðgengi að Alþingi.
Kjarninn 19. mars 2019
Róbert R. Spanó, lögmaður og dómari við Mannréttindadómstól Evrópu
Telur tregðu íslenskra dómstóla að fylgja dómum MDE vera á undanhaldi
Róbert Spanó, dómari við Mannréttindadómstóll Evrópu, telur að upphafleg tregða íslenskra dómstóla til þess að fylgja dómum dómstólsins sé á undanhaldi og að undanfarna áratugi hafi íslenskir dómstólar leitast við að eiga samstarf við dómstólinn.
Kjarninn 19. mars 2019
Kristján Þórður Snæbjarnarson
Iðnaðarmenn slíta viðræðum við SA
Iðnaðarmenn slitu samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins fyrir hádegi í dag. Kristján Þórður Snæbjarnarson, talsmaður iðnaðarmanna, segir að nú hefjist undirbúningur verkfallsaðgerða.
Kjarninn 19. mars 2019
Flóttafólk mótmælir á Austurvelli. Búið er að taka tjaldið niður.
Sér ekki hvernig sérstök smithætta eigi að vera af því að fólk setji upp tjald
Sóttvarnalæknir hefur meiri áhyggjur af hreinlætisaðstöðu víðs vegar um landið fyrir ferðamenn en að flóttafólk hafi safnast saman á Austurvelli.
Kjarninn 19. mars 2019
Meira úr sama flokkiErlent