Sameiningaralda yfirvofandi í evrópskum flugfélögum

Hlutabréfaverð á norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian hefur hækkað töluvert það sem af er degi eftir að fréttir bárust um að Lufthansa hefði áhuga að kaupa í það. Forstjóri Lufthansa segir sameiningaröldu yfirvofandi í evrópskum flugfélögum.

Norwegian hefur staðið í nokkrum rekstrarörðugleikum undanfarin misseri.
Norwegian hefur staðið í nokkrum rekstrarörðugleikum undanfarin misseri.
Auglýsing

Þýska sam­steyp­an Luft­hansa hefur sýnt áhuga á að kaupa hlut í lággjalda­flug­fé­lag­in­u Norweg­i­an, sam­kvæmt frétt Südd­eutsche Zeit­ung ­sem birt­ist í morg­un. Carsten Spohr, for­stjóri Luft­hansa, segir sam­runa­öldu yfir­vof­andi í evr­ópskum flug­fé­lög­um. Norski hluta­bréfa­mark­að­ur­inn tók frétt­unum vel, en þegar þetta er skrifað hafa hluta­bréf Norweg­i­an hækkað um rúm 10% frá opnun mark­aða. 

Sam­kvæmt frétt­inni sagð­i Carsten ­Spohr, for­stjóri Luft­hansa, flug­fé­lagið vera í sam­bandi við Norweg­i­an ­vegna yfir­vof­andi sam­runa í evr­ópskum flug­fé­lögum á næst­unni. „Flug­fé­lögin eru sam­rýmd í spá sinni um að far­þega­fjöldi muni tvö­fald­ast aftur á næstu 20 árum,” seg­ir ­Spohr, þrátt fyrir flökt­andi verð á olíu. „Hins vegar muni það (flökt­andi olíu­verð) halda áfram að knýja fram sam­runa í geir­an­um, þar sem á tímum þar sem stein­ol­íu­verð er hátt muni hinir sterku verða sterk­ari og hin veiku verða veik­ari.”

Norweg­i­an hefur staðið í rekstr­ar­vand­ræðum und­an­farin miss­eri, en virði fyr­ir­tæk­is­ins tók að aukast á ný fyrir tveimur mán­uðum síðan eftir að flug­sam­steyp­an I­AG lýsti yfir áhuga sínum á að kaupa flug­fé­lag­ið. I­AG ­gerði tvö kauptil­boð í félag­ið, en báðum til­boðum var hins vegar hafn­að. 

Auglýsing

Aðrar yfir­tökur mögu­legar

Í sam­tali við frétta­stofu Reuters segir Spohr Luft­hansa munu grípa önnur tæki­færi til yfir­töku á öðrum flug­fé­lögum ef þau ber­ast,  öll fyr­ir­tæki í geir­anum séu í sam­tali við hvern ann­an. Önnur heim­ild frétta­stof­unnar sagði lággjalda­flug­fé­lag­ið  einnig vera heppi­lega við­bót við Luft­hansa , meg­in­kostur Norweg­ian væri sá að það sé í virkum rekstri með lágan kostn­að. 

Luft­hansa hefur staðið í nokkrum yfir­tökum á síð­ustu miss­erum, en tók yfir hluta af Air Berlin í fyrra og keypti útistand­andi hluti í Brussels Air­lines nýver­ið. Einnig hefur sam­steypan haft auga á ítalska rík­is­flug­fé­lag­inu Alitalia, þótt sölu­ferlið sé tafið vegna stjórn­mála­ólgu þar í land­i. 

Kaup­stríð ólík­legt

Einnig er fjallað um málið í norska við­skipta­blað­inu Dag­ens Nær­ingsliv, en þar segir að ólík­legt sé að kaup­stríð milli­ I­AG og Luft­hansa sé í vænd­um. For­stjóri I­AG, Jim­my Walsh, þvertók fyrir það einnig á árs­fundi sam­steypunnar í Ma­dríd í síð­ustu viku, þrátt fyrir að þeir nálgist fyr­ir­huguð kaup á Norweg­i­an ­með opnum hug. 

Hluta­bréfa­verð Norweg­i­an hefur rokið upp í kjöl­far frétt­anna í morg­un, en virði fyr­ir­tæk­is­ins  á norska hluta­bréfa­mark­aðnum hefur auk­ist um rúm 10% það sem af er degi.

Meira úr sama flokkiErlent