Fylgjendur Rúriks Gíslasonar landsliðsmanns á Instagram eru komnir yfir hálfa milljón. Áhugi á leikmanninum er eiginlega ótrúlegur en áður en hann kom inn á sem varamaður fyrir Jóhann Berg Guðmundsson var fylgjendafjöldi hans á samskiptamiðlinum um 30 þúsund. Mest megnis er um kvenkyns aðdáendur að ræða sem hafa tekið eftir Rúrik í leiknum.
Sigurður Svansson, sérfræðingur í samfélagsmiðlum og einn eiganda Sahara, segist ekki sjá neitt sem bendir til þess að þessi ótrúlega aukning sé byggð á öðru heldur en útiliti Rúriks. Rúrik er náttúrulega fjallmyndarlegur. En hann hefur alveg verið að birta efni á Instagram áður en það hefur ekki farið á flug þar til nú sem er alveg frekar magnað þar sem hann er búinn að vera svolítinn tíma í landsliðinu. Hann er kannski að skora hærra hjá konum í Suður-Ameríku.“
Sigurður segir ýmis tækifæri fólgin í þessum mikla fjölda nýrra fylgjenda fyrir Rúrik. „Maður flokkar þetta í nokkra flokka. Það getur verið ótrúlega stórt tækifæri fyrir hann að nýta sér þennan meðbyr til að landa stærri styrktarsamningnum. Það þekkjum við í gegnum áhrifavalda makraðssetningu. Áður fyrr þurfti að vera ótrúlega góður í fótbolta og þannig fengu menn stærstu samningana. En núna er alveg tækifæri fyrir „minna þekkta“ leikmenn að fá auglýsingasaminga ef að þeir eru að sinna samfélagsmiðlunum sínum vel og eru með gott fylgi.“
Public Service Announcement:
— Soraya Lennie ثریا لنی (@soraya_lennie) June 16, 2018
His name is Rurik Gislason.
I am moving to Iceland.
That is all. #WorldCup #ARGvICE #Iceland #thorisreal pic.twitter.com/awiMGVkqwQ
Sigurður segir miðlana einnig tækifæri fyrir fólk til að reyna að stjórna umræðunni í kringum sig sjálft. „Fjölmiðlar eru kannski að fylgjast með samfélagsmiðlum hjá þessum stjörnum og pikka upp fréttir þaðan, þannig að þetta getur verið tól til að stjórna umræðunni líka.“
Sítt hár gerir góða hluti
Sigurður hefur fylgst grannt með þróun mála hjá strákunum okkar frá því á leiknum á laugardaginn. „Þetta sprakk 17 .júní, þá var Rúrik með 318 þúsund fylgjendur, frá því þá er þetta hækku um eitthvað í kringum 55 prósent. Þar á eftir kemur Birkir [Bjarnason] með í kringum 14-15 prósenta aukningu. Ég rek það til að síða hárið á þeim er að gera góða lukku á HM, ætli það verði ekki trend hjá litlum íslenskum fótboltastrákum eftir mótið.“
Sigurður segir alla landsliðsmennina vera að auka jafnt og þétt við sig fylgjendafjölda hutfallslega. „En það á enginn breik í Rúrik. Gylfi Sig er til dæmis lang þekktasti fótboltamaður Íslendinga með í kringum 182-4 þúsund fylgjendur. Hann er ekki búinn að taka sama stökkið.“
I feel like in the midst of the excitement of the game I perhaps didn't fully appreciate Rúrik Gíslason's contribution to the sport. Lemme do that real quick. You're welcome. pic.twitter.com/41cs7ix0HO
— Rebecca Roanhorse preorder ☇TRAIL OF LIGHTNING☇ (@RoanhorseBex) June 16, 2018
Sigurður vonast til að Rúrik sé ekki endilega of meðvitaður um þessa rosalegu þróun á samfélagsmiðlunum hans núna. „Ég veit ekki hversu mikið aðgengi hann hefur að símanum sínum þarna úti, ég vona að hann hafi ekki of mikið. En ég vona að hann nýti tækifærið síðar. Þetta gæti verið ótrúlegt tækifæri fyrir hann til að hoppa út á annan markað miðað við hvað það er mikill áhugi í kringum hann.“
En hvar endar þetta? Sigurður segir frá að hann hafi heyrt af því að breskir veðbankar séu búnir að opna fyrir veðmál um að Rúrik komist yfir milljón fylgjendur á meðan HM er í gangi. „Ef það er þannig þá er það alveg garanterað miðað við þessa þróun að hann mun ná því.“